Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 9

Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 9
E I N I NG 9 Johan Mjösund, hæstaréttarmálaflm. Hann er eldheitur áhugamaður og mikill ræðugarpur. Næstu þrjá daga fóru svo fram umræður á stórstúkuþing- inu og afgreiðsla mála. En jafnframt höfðu verið skipulagð- ar skemmtiferðir um fylkið, fyrst og fremst vegna hinna mörgu þátttakenda, sem ekki voru fulltrúar. Ágætir leið- beinendur voru með í för. Á kvöldum voru svo eftirminni- legar samkomur og margt til skemmtunar. Fulltrúarnir gáfu sér einnig tíma til að taka þátt í sumum skemmtiferðunum, og að sjálfsögðu í öllum kvöldsamkom- unum, sem sumar voru beinlínis glæsilegir útbreiðslufundir. Hér er ekki unnt að lýsa öllum hinum viðburðaríku skemmtiferðum og samkvæmum, það tæki alltof langt mál. Hins vegar verður hér aðeins getið einnar þessarar skemmti- ferðar, sem allir tóku þátt í og var einkar eftirminnileg. Var það ferðin til Notodden, sem er alllangt uppi í Þelamörk, og einn af meiri háttar iðnaðarbæjum Noregs, með um það bil 10 þúsund íbúum. Þar eru einhverjar stærstu áburðar-, timb- ur- og pappírsverksmiðjur landsins, einnig málm- og steina- gerðarverksmiðjur o. fl. En Notodden er einnig landskunnur skólabær. Þar er t. d. aðalteikni-, handavinnu- og leikfimi- kennaraskóli ríkisins. Bærinn er í mjög fögru umhverfi, virð- ist vera vel skipulagður og byggingar margar hinar fegurstu. Trjáa- og blómagróður er mikill, eins og í norskum bæjum yfirleitt. Allir þátttakendur, aðrir en fulltrúar, lögðu af stað til þessa kunna bæjar kl. 14 í skemmtiferðabátum. Fulltrúar lögðu hins vegar af stað klukkan 16 með bílum, og voru komnir jafnsnemma hinum, þar sem landleiðin er mun fljót- farnari. Vatnaleiðin til Notodden er fjarska blæbrigðarík og víða mjög fögur. Á einum stað er farið upp allháan skipastiga og var það flestum okkar nýung. Eitt af því, sem mér fannst eftirminnilegast, var það að sjá hinn mikla skóg, sem víða óx niður á vatnsbakka báðum megin, þótt jarðvegur virtist harla grýttur og ófrjór. Víða á leiðinni var stórkostlegt timb- urmagn í kvíum, og tveimur dráttarbátum mættum við með stóra timburflota í eftirdragi. Benti þetta glöggt á, hve skóg- arhögg, og ýmss konar störf í sambandi við skóginn, er stór og mikilvægur liður í atvinnulífi Noregs. Ymsar meiri háttar timburverksmiðjur landsins eru líka í Þelamörk. Þaulkunnur leiðbeinandi skýrði frá því helzta í hátalara, eftir því sem við átti. Hljómlistarmenn skemmtu, og mikið var að sjálfsögðu skrafað, hlegið og sungið. Þegar skemmtiferðabátarnir komu til Notodden, tóku templarar þar á móti okkur. Voru þá fulltrúar Stórstúku- þingsins þangað komnir. Var fyrst farið í bílum að stórri og gamalli stafkirkju, sem er skammt frá bænum. Dvöldum við þar skamma stund, skoðuðum kirkjuna og hlýddum á sögu hennar. Kirkjunni er vel við haldið og er hún enn í notkun. Eins og flestum mun kunnugt, eru norsku stafkirkjurnar merkilegur og sérkennilegur arfur frá liðnum kynslóðum, og þykir ferðamönnum jafnan mikils um vert að kynnast þeim. Eftir nokkra dvöl í kirkjunni og nágrenni hennar var hald- ið inn að templarahúsinu í Notodden, en þaðan gengið í skrúðgöngu inn á samkomusvæði mikið, sem allt var undir berum himni, nema aðstaða fyrir hljómsveitir og kóra. Bætt- ist þarna við fjöldi templara frá Notodden og ýmsir fleiri, svo að þarna var saman kominn mikill mannfjöldi. Er menn höfðu komið sér fyrir í sætum, hófst myndarleg samkoma, með ávörpum, lúðrablæstri og kórsöng templara. Aðalræðuna flutti stórtemplar, Johan Mjösund, eldheita, áhrifamikla bindindispredikun. Að samkomunni lokinni þágu menn veitingar, sem templ- arar á staðnum stóðu fyrir, og skoðuðu síðan hinn fagra bæ um stund. Mun ég lengi minnast þess, að þá komst eg fyrir tilviljun eina, í samband við organistann við nýja og mjög tilkomumikla kirkju, sem er skammt frá templarahúsinu. Var hann strax fús á að sýna mér kirkjuna, og áður en við skildum lék hann utan að íslenzka þjóðsönginn á pípuorgel kirkjunnar. Tel ég óvíst, að margir menn útlendir leiki það eftir honum. Heim til Skien var ekki komið fyrr en seint um kvöldið. Munu allir hafa verið glaðir og ánægðir eftir langa og við- burðaríka för, en ýmsir harla þreyttir. Annað skemmtiatriði, sem þátttakendum mun áreiðanlega lengi minnisstætt, var hinn listræni söngur templarákórs Skien-bæjar. Kórinn söng bæði á móttökuhátíðinni og kveðju- samsætinu, en fyrst og fremst á ég þó við samsöng hans, er var dag einn síðdegis, í kirkjunni fögru. Flutningur kórsins á ýmsum verkum þar var með afbrigðum góður, og vakti almenna athygli. Var mér tjáð síðar, að kórstjórinn væri eink- ar smekkvís og fær í listgrein sinni, enda leyndi það sér ekki. Þá var útisamkoman í Brekkeparken minnisstæð á marg- an hátt, — en hér verður staðar að nema um þau efni. Þótt ég sæti ekki alla fundi Stórstúkuþingsins, tók ég þátt í þeim mörgum og fylgdist því allvel með gangi ýmissa mála. Fóru allir þeir fundir mjög vel fram, enda stjómað af mikilli festu af Mjösund stórtemplar. Loks vil eg minnast á eitt, er eg tel til fyrirmyndar og vil mælast til, að framkvæmdanefnd Stórstúku íslands taki til athugunar hið fyrsta. Á eg þar við námshringastarfsemina. Um árabil hefur Stórstúka Noregs skipulagt slíka starfsemi og séð um framkvæmd hennar með góðum árangri. Hefur það aukið mjög fjölbreytni í störfum stúknanna. Á sl. ári störfuðu 212 námshringar á vegum góðtempl- arareglunnar í Noregi. Verkefni þeirra voru mjög fjölbreytt.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.