Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 10

Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 10
10 E I NING Stórstúkan leggur til ýms göng, m. a. handbók, sem skráð hefur Arent Midt- bö, leiðtogi góðtemplara í þessum mál- um. Eg er sannfærður um, að við getum auðveldlega með skipulögðu átaki kom- ið á hjá okkur þessari starfsemi, og mundi hún verða félagsstarfi okkar til mikillar blessunar. A þingi þessu varð mér enn ljósara en fyrr, að góðtemplarareglan í Noregi er mjög sterk og vel skipulögð. Tel eg, að við getum tekið ýmsa þætti í starfi hennar til athugunar og fyrirmyndar. Af slíkum mótum sem þessum, er hér hefur verið greint frá, koma menn heim bjartsýnni en áður og með aukið þrek til starfa. Mér er ljúft og skylt að verða við þeim óskum stórstúkuþings Norðmanna, að flytja templurum á íslandi innileg- ustu bróðurkveðjur og árnaðaróskir. Sigurður Gunnarsson. Oslo. Fíð höfnina. Ráöliúsiö gnæfir hæst. 1 landinn á milli fljótanna gerast stórvirki á ný TT^waar gerðist í fornöld merkur þáttur iWÆ í sögu mannkynsins. Nú gerast þar stórvirki vélamenningarinn- ar. I fornöld var þar höfuðból hins volduga ríkis Babýloníumanna. Þar heitir nú Irak. I þessu landi hafa á síðustu öld stein- arnir talað og vitnað um forna frægð. Miklar minjar hafa verið grafnar upp úr rústum fornu stórborganna Nínívu og Babýlon og vitnað um frábæra lög- gjöf, glæsilega menningu, auðlegð og íburð og stórbrotið líf. Þar var höggv- inn í stein, til varðveizlu um ókomnar aldir, lagabálkurinn kenndur við Hammurabi, sennilega elztu og merk- ustu siðaboð, er mannkynssagan grein- ir. Þar sat hinn ,,útvaldi“ lýður Drott- ins eitt sinn herleiddur. Þar skráði dul- arfulla höndin á þiljurnar í veizlusaln- um mikla dómsorðin: mene, mene, tekel ufarsin — Þú ert veginn á skál- um og léttvægur fundinn. Ríkið var herjað, borgir þess lagðar í rúst og landið varð eyðimörk. Nafnið Mesópótamía þýðir Tunga. Það er „löng og breið lágslétta upp frá Persaflóa, en er á aðra vegu umkringd af fjöllum og eyðimörk. Eftir landinu falla stórfljótin Evfrat og Tigris“. Það voru þessi fljót, er gáfu landinu gróð- ursæld sína fyrr á öldum, og nú er hið sama að endurtaka sig, er sagt frá þessu í fróðlegri grein í tímaritinu Reader’s Digest, september heftinu 1957. Nú renna áveitustraumar innyfir gróður- lendur næstum nákvæmlega sömu leið- ir og hjá Babýloníumönnum fyrir 3000 árum, og þá var menning Mesópótamíu 3000 ára gömul. Þá lágu áveituskurðir um allt landið milli stórfljótanna. Ríkið heitir nú Irak. Áður en stór- virki þessara ára hófust þar. voru kjör fólksins bág og menning þjóðarinnar rýr. 90 af hundraði íbúanna voru hvorki læsir né skrifandi. Meðal árstekjur á mann voru sem svarar 84 dollurum. Fyrir nokkrum mánuðum var Feisal konungur II viðstaddur, er opnuð var ein af áveitustíflunum í Evfrat. Neðan við stífluna er vatnsæðakerfi, sem veitir vatni á eyðimerkursvæði um 70,000 hektara. Því skal nú breytt í gróður- land. Fjögur til fimm hundruð bænda voru viðstaddir þessa athöfn. Þegar vatnið tók að renna um áveituskurðina, þustu bændurnir að til þess að dýfa hendi sinni í vatnið svo það væri þeim áþreyfanleg staðreynd. Tveim hundruð- um þeirra, er látnir voru ganga í röð framhjá konunginum, rétti hann skjal, er veitti hverjum einum yfirráðarétt á næstum 20 ha jörð. Á þessu nýja áveitusvæði fá 2000 jarðnæðislausir bændur jarðir. Fertugur maður, Elawi Aboud, að nafni, tók fyrstur manna við skjalinu úr hendi konungsins. Hann gekk til hliðar, næstum eins og í leiðslu. Honum varð síðar að orði: „Alla tíð höfum við, faðir minn, faðir hans, og eg, orðið að vinna á annarra manna landi, ævinlega skuldugir, ævinlega hungraðir. Nú er mér, syni mínum og syni hans, tryggt eignarland . . .“ Vonandi rætist draumur þessa manns um það, að sonur hans og sonarsonur fái á njóta landsins í friði. En þeir eru búsettir á óróasvæði jarðarinnar, að fornu og nýju. I sömu vikunni sem konungurinn var við opnun áveitunnar, var hann einnig við, er opnuð var tóvinnsluverksmiða, sem kostaði hafði 12 milljónir dollara. I Bag'dad vinna nýtízku stór*vélar að gatnagerð og þar rísa nú upp 1250 húsasamstæður, nýtízku steinhús í stað moldarkofa manna, sem aldrei hafa átt þess kost að lifa mannsæmandi lífi. Tvær miklar brýr er verið að gera yfir Tígrisfljótið og kostar hver þeirra hájfa fimmtu milljón dollara. Ofar í fljótinu er gerð stífla mikil, sem kostaði 40 milljónir dollara. Frárennsli þar frá á að útiloka flóðahættuna. 400,000 hús eiga að rísa upp víðs vegar í landinu og eru margar þúsundir þeirra í smíð- um. I Bagdad er verið að reisa sjúkra- hús,er kostar 14 milljónir dollara. Þar verða 1000 sjúkrarúm. Fimmtán önnur sjúkrahús eiga að rísa víðs vegar í land- inu. Verið er að koma upp 250 skólum og þegar búið að opna marga þeirra. Áætlaðar voru þannig ýmsar fram- kvæmdir fyrir næstum hálfan annan milljarð dollara og til þeirra ekki varið einum eyri erlendra peninga. írak legg- ur sjálft til allt fjármagnið. Olían sér um það. Til mikilla framkvæmda þarf þó oft- ast fleira en peninga. Oftast þarf einnig hugkvæmni mikilla athafnamanna. Nuri as-Said, forsætisráðherra þjóðarinnar, er slíkur maður. Án hans, segir í Digest- greininni, myndi þessi litla þjóð hafa fyrir löngu orðið að engu, tætt í sund- ur eins og bráð í vargakjöftum. Nuri hefur verið krafturinn á bak við fram- kvæmdirnar og á sjö árum hefur hann breytt örlögum þjóðarinnar. Á dögum Múhammeðs gerðu Arabar Mesópótamíu að stórveldi. Þá ríkti

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.