Íþróttablaðið - 01.09.1928, Page 3

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Page 3
/þróttablaðið / / Gefið út af Iþróttasambandi Islands. (Áður „Þróttur" stofnaður af í. R.) III. árgangur. September—Október 1928. 9-10. tölublað. Heilsulindiv. Helgað íþróttasambandi Islands. Hellir sunna hollum yfir höf og löndin geislastöfum. Fjöllin laða, faðminn bre.iða [ullan dýru heilsngulli. Ægir tiginn, áin fögur íþrótt góða mönríum bjóða. Frosti liaslar fólki hraustu fönn og svetl að leikja velti. Island se.iðir oss og laðar, eggjar og hvetur. Keppum betur! Traust vort eflum, táp og hregsti, leggum lífsins heilsuveigar. Djarfir leikir drengskap aulci, deilur víki, samúð riki. Lifið er bezti leikur hrgustum Igð, og sigur vinnsl um síðir. Sigurður Vigfússon. r r Allsherjarmót I. S. I. Ræða forseta í. S. í. Ben. G. Waage, 17. júní 1928. Virðulegu tilheyrendur! Ekkerl land í heiini hefir meiri þörf fyrir góða íþróttamenn en Island. I>að er hin óblíða náttúra landsins, sem því veldur. Hinir vösku sjómenn vorir og landbúnaðar- menn, einkum einyrkjar, verða að heyja harða baráttu við náttúruöflin, og til þess að bera sig- ur úr býtum i þeirri erfiðu baráttu, verða þeir að vera hinir inestu þrekmenn, bæði andlega og likamlega. — En að mönnum vaxi ásmegin við líkamsíþróttir, er svo alkunnugt, að óþarfi er að færa rök að því, — þeim, sem enn kynnu að vera vantrúaðir á að svo sé, má benda á hina merku bók: „Heilsufræði handa iþrótta- rnönnum", er f. S. f. gaf út árið 1925. — Best er að menn byrji snemma á líkams- íþróttum, bæði vegna þess, að æskumannmum veitist léttara námið, og af því að árangurinn verður oftast betri; — „því það ungur nemur, gamall temur". íþróttir þær, sem allir íslendingar eiga að kunna, eru islenzk glíma, fimleikar, skiðafarir og sund; ættu þessar fjórar iþróttagreinir að vera skgldunámsgreinir við alla skóla landsins. A siðari árum virðast menn vera að taka betur undir þetta, þó fullur skilningur sé enn ekki kominn á þetta nauðsynjamál. Nokkuð hefir verið deilt um það, hvaða i- þrólt væri bezt og ágætust — mun svo lengi verða, því „hverjum þykir sinn fugl fagur“. — Sú íþrótt, sem margir telja ágætasta og bezta, vegna nytsemi hennar, hollustu og alls þrifn- aðar, er sundlistin. Það er sú iþrótt, sem Frón- búanuin verður mest til farsældar, vegna þess, hve hann verður oft að fara vota vegi. Sund- maðurinn verður ölluin öruggari í striðinu við þá höfuðskepnu, af skiljanlegum ástæðum. Hann neytir léttleika sins, og fer á sundi yfir fljótið, í stað þess að bera grjót á sig og vaða í botni, eins og sagt er að margir ofurhugar hafi gert hér á iandi, er þeir þurftu að fara yfir straumvötn. Eins og allir borgarbúar vita, samþykti síð-

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.