Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 8
218 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ inn með jafntefli 2 : 2. Þessi leikur var sístur afi leikni hjá Skotunum, hvort sem það stafaði af storminum eða breytingu á liði þeirra skal ekkert um dæmt hér. En hvernig sem það var, gerðu Vikingar jafntefli og eiga sinn heiður fyrir það. Ejórði kappleikurinn var háður við Fram. Voru þá inættir flestir þeirra gömlu garpa, en liðið styrkt með 3 mönnum úr hinum félögun- um. Kappleikurinn var góður, en yfirburðir Skotanna svo miklir, að hann varð ekki neitt ,,spennandi“. Fór leikurinn á j)á leið, að Skot- ar unnu Fram með 5:1. Fimti kappleikurinn var háður við B-lið ís- lendinga. í það lið var valið af sérstakri nefnd og átti Jietla að vera næstbezta úrvalslið félag- anna hér. Mistök voru bersýnileg með val á mönnum í liðið, enda var sá leikur mjög ójafn og unnu Skotar með 5 : 0. Síðasti kappleikurinn var háður við úrvals- lið (A) íslendinga, og voru valdir í það lið, að dómi nefndarinnar, heztu knattspyrnumenn hér. Voru í liðinu 7 úr K. R., 3 úr Val og 1 úr Mking. Tókst nefndinni miklu hetur með val á mönnum í þetta lið, eins og leikurinn sýndi. Kappleikur þessi var hinn skemtilegasta á að horfa. (ierðu íslendingar inörg góð upphlaup og höfðu oft ágætan samleik, og gekk á sókn og vörn á háðar hliðar. Skotarnir létu ekki standa á sér og var unun að horfa á leik þeirra. Var það dómur margra, að þetta hafi verið hezti kappleikurinn við Skotana. Lauk honum svo, að Skotar unnu A-úrvalslið íslendinga með 3:1. Mikill mannfjöldi horði á alla leikina og voru áhorfendur ekki síður drenglundaðir en knatt- spyrnuinenn, því þeir klöppuðu jafnt hvort það voru Skotar sem skoruðu mark eða íslend- ingar. Tóku Skotarnir eftir þessu og höl'ðu orð á því og sögðust ekki slíku vanir, þegar þeir keptu við aðrar þjóðir. Er það vel, þegar áhorf- endur kunna að meta alt, sem vel er gert, hver sem í hlul á. . Allir, sem skyn hera á knattspyrnu eru sam- inála um það, að snild Skotanna var framúr- skarandi. Leikni þeirra með knöttinn og sam- leikur var aðdáunarverður og unun að liorfa á. Það var auðséð, að hér voru engir meðal- inenn í knattspyrnuíþróttinni á ferð, og enginn undraðist það, þótt slíkir menn hefðu unnið Skotlandsbikarinn. Og ekki stóðu þeir neitt að baki Civel Cervise, sem var hér á ferðinni 1922. Eftir þessa kappleiki getum vér Islendingar hlutlaust dæmt um, hvar vér stöndum i knatt- spyrnunni.. Og það dæmist rétt vera, að islcnzk- um knattspyrnumönnum hefir farið mikið frum siðustu fí árin. Þegar heztu félögin cða sveitirn- ar keptu við Skotana, áttu fslendingar eins mikið i leiknum og Skotarnir, dugnaður íslend- inga var ineiri, sókn og vörn skiftist á, en það sem Skotarnir sérstaklga höfðu fram yfir ís- lendinga var ineira vald (leikni) yfir knettin- um og gátu fslendingar mikið lært af Skotun- uin í því atriði. Einnig var samleikur þeirra léttari og vissari. Þess má einnig geta, að Skot- arnir voru í æfingu frá í ágúst í fyrra, en ís- lendingar að eins frá í maí i vor. Ef vér lítum til baka til ársins 1922, þegar Civel Cervise var hér, fóru leikar á þá leið, að þeir unnu fslendinga með 27 : 0, og það í að eins fiinm leikum. En 1928 voru háðir sex kappleikir og j)á unnu Skotar með 23 : 0. Einnig, ef litið er á jiessa hlið málsins, sem j)ó er ekki réttur mælikvarði á framförina, er samt sigur fslendinga mikill. En álit Skotanna sjálfra á íslenzkum knattspyrnumönnum er j)ó eitt mikilsverðasta atriðið. Og hvert var þeirra á- lit? Dómur þeirra var á j)essa leið: íslendingar eru framúrskarandi duglegir knattspyrnu- menn, fljótir að hlaupa, snöggir i hreyfingum og samleikur góður, en vantar betra vald yfir knettinum (leikni). Stórfurða hvað langt þeir eru koninir í knattspyrnu á jafn ófærum velli og þeir hafa. Varla hægt að ná meiri fullkomn- un á slikum vclli (eftirtektarverð ummæli). — Eru vel færir að kepjia við bezlu erlenda knattspyrnuflokka (áhugamanna). — Þessi dómur er íslenzkum knattspyrnumönnuin mik- ill fengur og þeim til mikillar sæmdar, sérstak- lega vegna þess, að Skotarnir reyndust í við- kynningu sem hreinskilnir og athugulir ágætis- menn í hvívetna, og má því taka ummæli þeirra i fullri alvöru.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.