Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 9
fÞRÓTTABLAÐIÐ 219 Knattspyrnulög íþróttasambands íslands með lagaskýring- um 2. útgáfa og, Almennar reglur f. S. í. um KnattspYrnumót 3. útgáfa eru komnar út. Verð kr. 1,50. Fást hjá bóksölum, mörgum útsölumönnum íþróttablaðsins og íþróttatækjadeild versl. „Afram" á Laugaveg 18, Rvík. Allir knattspyrnumenn ciga að kunna Knattspyrnulögin, því að eiga þau og lesa oft. Á meðan Skotarnir dvöldu hér var farið með þá uni nágrennið og lil Þingvalla og í Þrasta- skóg. Sýndi bæjarstjórn Reykjavíkur Skotun- um og' islenzkum knattsyrnumönnum þá sæmd, að bjóða þeim til Þingvalla. Voru Skot- arnir afar hrifnir af gamla sögustaðnum. A bæjarstjórnin heiður og þökk fyrir boðið. — 1 Þrastaskóg fór móttökunefndin ineð Skotana og fékk lil þeirrar farar bifreiðar hjá „privat“- mönnum, og léðu þeir bifreiðarnar endurgjalds- laust. Eiga þeir einnig mikla þökk fyrir svo drengilegt boð. . Skotarnir héldu svo heimleiðis með Gullfossi, glaðir og stórhrifnir yfir móttökunum, landi og þjóð. Sögðust þeir aldrei erlendis hafa hlotið slíka gestrisni og hér. Er áreiðanlegt að ísland hefir eignast þar ágæta vini og er það mikils- vert, sérstaklega þar sem hér voru á ferð skozk- ir háskólamenn. — Áður en þeir lögðu frá landi var félagi þeirra gefinn fagur, útskorinn, ís- lenzkur askur frá knattspyrnumönnunum ís- lenzku. Einnig fékk hver þeirra minnispening úr silfri. Skotarnir gáfu íslenzkum knatt- spyrnuinönnum silfurbikar til að keppa um í knattspyrnu. Kemur sá bikar hingað í haust. Móttaka Skotanna var öll íslenzkum knatt- spyrnumönnum, og þá sérstaklega móttöku- ncfndinni, til mikils sóma. Aftur á móti var koma Skotanna einnig' Islendingum til ánægju, þvi allir Skotarnir voru í orðsins beztu merk- ingu sannir „Gentlemen" í hvívetna, og öil þeirra framkoma hin drengilegasta, hæði í leik og utan leiks. Væri gott ef knattspyrnumenn vorir ættu altaf því láni að fagna að fá svo góða drcngi hingað heim að keppa við. Walter A. Sigurðsson vice-konsúll á skilið mikla þökk allra knattspyrnumanna fyrir hans mikla og góða starf sem formaður móttöku- nefndarinnar, sem hann leysti af hendi með dugnaði miklum og hagsýni. Einnig ber að þakka nefndinni allri i heild sinni hennar á- gæta starf, því svo vel tókst henni að halda á fjármálunum, að ekkert tap varð á þessu heim- hoði, og hefir slikt ekki komið fyrir áður hér við heimboð erlendra knattspyrnumanna. Og að endingu þökk til hinna islenzku kepp- enda fyrir ágæta framkomu, og umfram alt þökk fyrir framförina. Haldið áfram ótrauðir, þá er ykkur signrinn vis. Erlendur Pctursson. E.s. Myndir af skosku knattspyrnumönnun- um koma i næsta blaði. Ititstj. Innlendar Iþróttafréttir. Hlaupmót voru haldin i vor hér i bænum, svo sein getið hefur verið lauslega hér i blaðinu og frá úrslit- um sagt. En svo fóru þessi hlaup: Skólahlaupið. Það fór fram sunnudaginn 1. april, um verð- launabikar, sem K. R. gaf til þess. Verður reglu- gerð þess grips birt við hentugleika áður en langt uin líður. Þess skal aðeins getið hér strax úr henni, að það skólafélag, sem fær gripinn, á að halda næsta inót i samráði við K. R„ og að 3 menn gera fulla sveit. Þátltak- endur voru 27, frá Rarnaskóla Reykjavíkur 4 kennarar (R), frá Iðnskóla Reykjavikur 7 nem- endur (I), frá Kennaraskólanum ti nemendur (K), frá Mentaskólanum 4 nemendur (M) og frá Verslunarskóla íslands 5 nemendur (V). Úrslitin urðu þau, að I. sveit K„ Jón Þórð- arson, Helgi Tryggvason og Einar Kr. Einars- son, hlaut 11 stig; 1. sveit I., Þorbrandur Sig- urðsson, Magnús Ingimundsson og Ásmundur Vilhjálmsson, hlaut 18 stig; sveit B., Geir Gígja, Hafliði Sæmundsson og Arngrimur

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.