Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 10
220 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Kristjánsson, hlaut 28 stig; 2. sveit K., Aðal- steinn Hallson, Björn Sigfússon og Einar Þ. Malmquist, hlaut 40 stig; sveit V., Sigurður .lal'etsson, Oddur Helgason1 * * *) og Þorvaldur Guð- niundsson, hlaut 45 stig; 2. sveit 1., Valgeir Guðjónsson, Ólafur Helgason og Þór Cortes, hlaut 46 stig; og loks sveit M., Grímur Gríms- son, Ragnar Hjörleifsson, og Jón N. Sigurðs- son, hlaut 48 stig. Tveir keppendurnir komu ekki að marki, báðir frá V. Hlaut kappsveit Kennaraskólans þvi verð- launin að þessu sinni. Veðrið var ekki gott, suðaustan-stinnings- vindur og krapahret síðari hluta hlaupsins. II. Viðavangshlaupið á sumardaginn fyrsta hélt í. R. nú í 13. sinn. Þátttaka mjög lítil, aðeins 2 félög: Ármann með 5 menn (1 sveit) og Knattspyrnufélag Reykjavíkur með 7 menn (1 sveit). Hlaupið var gömlu leiðina. K. R. vann mótið. Kom sveil félagsins að marki þannig: 1. Geir Gígja á 13' 3", 2. Jón Þórðarson á 13' 17,4', 3. Þorsteinn Jósefsson á 13' 26", 4. Jakob Sigurðsson og 6. Þorbrandur Sigurðsson. Svo átti það líka 8. og 10. mann. Af Ármenningum komu inn: Sigurbjörn Björnsson, 5., Stefán Runólfsson, 7., Karl Hall- dórsson, 9. og M. Frederiksen, 11. Fimti Árm. kom ekki að marki, svo að félagið fékk ekki fulla sveit inn og misti því stiga. Því vann K. R. hlaupið með Iægstu fáanlegri stigatölu: 15 stigum. III. Víðavangshlaup drengja hélt Glímufél. Ármann fyrsta sunnudag í sumri eins og undanfarin ár. Var hlaupið látið fara fram fyrir hádegi, kl. 10%, og fór langbest fram af hlaupum þeim, sem hér hafa verið háð nú um langt skeið, bæði hvað léttleika og líðan keppendanna snertir að því er virtist, en þó greinilegast hvað áhorfendur snerti. Þarna voru aðeins staddir 1) I>cssi upprennamli ipróttamaður veiktist og dó seinni-partinn i apríl. Mœttu iþróttamenn og iþrótta- vinir oftar en gert er minnast góðra látinna iþrótta- manna í iþróttablaðinu. þeir sönnu áhugainenn, sem vel skilja hvað keppendum og starfsmönnum er best, þeir ruddust þvi ekki svo að, að hvortki keppendur né starfsmenn gætu hreift sig. Á mótið sendu Á. og K. R. sínar 2 sveitirnar hvort (Á. 11 menn, K. R. 10 menn) og Knatt- spyrnufél. „Fram“ 1 sveit, 5 menn (en þeir voru allir mjög ungir og þroskalitlir að sjá). Svo fóru leikar að Á. vann mótið með 19 stigum fyrir 1. sveit: 1. Grímur Grímsson, 8' 35,2", 2. Hólingeir Jónsson, 8' 41,4", 4. Guð- rnundur Jónasson, 5. Ólafur Ólafsson og 7. Bjarni Sigurðsson. K. R. var næst með sína 1. sveil með 39 stig: 3. Oddgeir Sveinsson, 8' 53,2", 6. Aðalgeir Halldórsson, 9. Kristinn Guðnuindsson, 10. Hákon H. Jónsson og 11. Gunnar Kristmannsson. Þá var 2. sveit Á, m. (>7 stig, 2. sveil K. R. með 89 stig og sveit I7. með 112 stig. Eg hef hér að framan getið flestra þeirra manna, sem þátt tóku í þessum hlaupum og luku þeim. I öllum slíkum tilfellum fá aðeins fyrstu mennirnir einhverja viðurkenningu fyrir að hafa lokið þrautinni, sem um er að ræða, eitt- hvað til minja. Þó er ekki sagt að þeir hafi reynl neitt meira á sig, lagt sig neitt betur fram en hinir, sem seinni verða. Því finst mér þeir seinni eigi það jafnt skilið og þeir getu- mestu eða duglegustu, að „þess sé getið sem gert er“, að síðari tíma menn, börn þeirra og barnabörn megi sjá það svart á hvitu að þeir hafi leyst þessa þraut af hendi, gert það sem þeir gátu og náð marki. Knattspyrnumótin í vor. Knattspyrnumót S. flokks (til 15 ára aldurs). Mótið hófst 21. maí og tóku 4 félög þátt í því. Kappleikar fóru á þessa leið: Valur vann Fram með 10 : 0, K. R. vann Víking með 2 : 0, K. R. vann Fram með 8 : 0, Valur vann Viking með 3:1, Víkingur vann Fram með 2 : 0, K. R. jafntefli við Val (0 : 0). Varð því að keppa aftur til úrslita milli þeirra og fóru leikar þá svo, að K. R. vann Val með 3 : 0. Úrslit voru þessi: Nr, 1 K, R. (7 stig),

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.