Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 221 >aoaoooaooo»»oooooooooooooacHC«a<í00oog | Auglýsingaverð íþróttablaðsins o er lægra en nokkurs annars blaðs. Það er: >/i síða 30 kr., V2 síða 16 kr., 'h síða 11 kr., lk síða 9 kr. O '/8 síða 5 kr., 1 dálksentimeler 1 kr. — Ef augl. er § að mesfu leyti mynd eða sett (matrise), er verðið 'li <j lægra. — Afsláttur gefinn af þessu lága verði, ef mikið O er auglýst og lengi. § Alt er lesið, sem í Iþróttablaðinu stendur! a S A.V. Blaðið flytur ekki áfengis- eða tóbaksauglýsingar! Ó moooooooooooooooooooooooooooooooooo nr. 2 Valur (5 stig), nr. 3 Víkingur (2 stig), nr. 4 Fram (0 stig). K. R. vann því bikarinn, sem var afhentnr í leikslok. Mótið fór ágæt- lega fram og var ánægjulegt að horfa á hina ungu keppendur í knattspyrnu. Knattspyrnmót 2. flokks (15—18 úra). Mótið byrjaði 30. maí. Tóku 3 félög þátt í því. Kappleikar fóru á þessa leið: K. R. vann Víking með 5 : 0, Valur vann Víking með 7 : 0. K. R .jafntefli við Val I : 1. Urðu þau félög að keppa aftur til urslita, fól’u þá leikar svo, að Valur vann með 4 : 2. Virt- ust þessir flokkar mjög jafnir nú sem fyrr. í fyrra urðu þeir að keppa þrisvar til úrslita. Kappleikarnir á milii þeirra að þessu sinni voru mjög „spennandi“ og léku báðir í'lokkar drengilega. Valur hlaut bikarinn til fullrar eignar. Hafði nú unnið hann þrisvar (1925, 1927, 1928). Knattspijrnumót íslands. 25. júni hófst aðal-knattspyrnumót Islands, þar sem kept er uin knattspyrnubikar Islands og tignarheitið „bezta knattspyrnufélag ís- lands“. Aðeins 3 félög tóku þátt í því héðan úr Reykjavík, en ekkert félag utan af landi. Þarl' þetta nauðsynlcga að breytast. Mörg knattspyrnufélög eru nú víðsvegar um Iandið og ættu þau heztu að minsta kosti að geta sótt þetta mót öðru hvoru. Mundi þáttaka þeirra setja meira líf og fjör i knattspyrnuna, bæði hér i höfuðborginni cg eins um hygðir lands- ins. — Félögin, sem þátt tóku i mótinu, voru K. R„ Valur og Vikingur. Fram var ekki með og er það illti farið ef það lelag ætlar að lognast út af. lvappleikar mótsins fóru sem hér segir: K. R. vann Val með 1 : 0. Valur vann Víking með 4 : 3. K. R. vann Víknig með 5 : 2. Iv. R. hlaut því íslandsbikarinn og sæmdina „bezta knattspyrnufélag íslands“. og á þann heiður með réttu. K. R. hefir unnið íslands- bikarinn síðustu 3 árin. Valur og Víkingur sækja nú mjög á og m.á K. R. vara sig á þeim hvað úr hverju. — E. — íþróttanámsskeið var eins og að undanfö’rnu haldið i Reykja- nesi \ið Isafjörð, að tilhlutun U. M. F. ..Huld“. Stóð það yfir frá 29. maí til 1. júlí þ. á. Kenn- arar voru: Hjörtur Kristmundsson i'rá Rauða- mýri og Brynjólfur Ketilsson frá Álfhóli. Nemendur voru alls 02, þó ekki allan tímann. Kent var: margskonar sund, æfingar 1. P. Mul- lers og Nielsar Buch, stökk, hlaup og vikivak- ar. Próf fór fram að viðstöddu miklu ljöl- menni sunnud. 1. júlí. Þó varð eigi prófað í hlaupum og stökkum sökum þess að töluvert regn var fyrri hluta dags og völlurinn því sleipur. Prófsundið er lengd sundlaugarinnar, 30 metrar. Fljótustu nemendur voru 28 sek. Frámfarir nemenda voru mjög góðar, enda samvinna kennara prýðileg. Á prófinu voru seld merki til ágóða l'yrir hinn fyrirhugaða sundskála. Seldist fyrir ca. 220 kr. En daginn áður söfnuðu þeir Vilmundur Jónsson læknir og Jón S. Eðvald konsúll, í frjálsum samskot- um, á ísafirði, í Hnífsdal og Súgandafirði 1370 krónum. Hinn 11. júlí koni svo húsgerða- meistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, í Reykja- nes til að mæla út skálastæðið og athuga alt þar að lútandi. Hefi ég heyrt að honum hafi litist vel á staðinn, og undrar mig eigi. Nú kemst skálinn því skjótt upp, þvi áhuginn er mikill. Heill og hamingja sé öllum, er vinna að skjótum framförum og góðum aðbúnaði í „Paradís íþróttanna" hér vestra, Reykjanesi. ,/. l>. I>.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.