Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 15
IÞROTTABLAÐIÐ 225 ItSt!)®®!!)®®®!!)®®)!)®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®! Kaupbætir. Enn er dálítiö til af gamla Þróíti og 1. árg. íþvótta- e I © 8 blaðsins. Vantar þó orðið í hvorttveggja. Nýir og § g gamlir kaupendur, sem vilja, geta fengið það, sem til 9 § er af hvorutveggja blaðinu fvrir 2 kr., meðan upplagið 8 B endist. Andvirði sendist með pöntun; má vera í óbrúk- g uðum frfmerkjum. 1 S En naf'nið það hún Saga sér, og sif'clt geymir það. B. Þ. Grönddl. Æfiíélagar í. S. í. hafa þessir gerst síðan frá var skírt síðast: 63. Maggi Júl. Magnús. læknir, Rvk. 64. Þorgils Guðmundsson, kennari, Hvanneyri., 65. Þórður Edilonsson, héraðslæknir, Hafnarfirði. íþróttabúninga þessa hefur stjórn í. S. í. staðfest: U. M. í\ Geisi, Aðaldal: Dolur með hvítum og bláum langröndum, buxur hvítar. U. M. F. Efling, Reykjadal: Bolur blár með hvítum kraga og nafn félagsins á brjósti, buxur hvítar. Sundfélag Reykjavíkur hélt aðalfund 23. maí síðastl. Þar gerðist það mark- verðast út á við að samþykt var í einu hljóði þessi áskorun til bæjarst Reykjavíkur: »Sundfélag Reykja- víkur skorar á bæjarstjórn Reykjavikur, að hefjast nu þegar handa í sundhallarmálinu og skipa sér- siaka sundhallarnefnd, sem vinni að því að byrjað verði á byggingu sundhallarinnar í sumar«. Þar var einnig skýrt frá því, að kappróðrarbát- arnir væru tilbúnir til notkunar, en fé ekki nóg handbært að greiða þá með. En eigi var séð fyrir endann á því hvað happdrætti fálagsins, er það fékk að halda, mundi gefa af sér upp í þennan kostnað. Ný sambandsfélög: U. M. F. Mýrahrepps, Dýrafirði. Félagar 78; formaður Björn Guðmundsson. U. M. F. Stafholtstungna. Félagar 37; formaður Albert Sigurvinsson. íþróttafélag Hvammstanga. Félagar 30; formað- ur Björn Guðmundsson. Knattspyrnufélag Akureyrar. Félagar 51; for- maður Tómas Steingrímsson. Knattspyrnufélagið „Þjálfi", Hafnarfirði. Félagar 30; formaður Jón Magnússon. íþróttablaðið býður öll þessi félög velkomin í hópinn; vonar að allir þessir félagar — eða sem flestir — komi til að starfa í sönnum íþrótta- manna- og ungmennafélaga-anda að eflingu líkam- legrar og andlegrar heilbrigði og fegurðar þjóðar vorrar og alls þess, »sem horfir þjóðinni til gagns og sóma«. Hvað eru lög? Þeir munu teljandi þeir íþróttamenn og starfsmenn fþróttamóta, sem vita tiJ fulls hvað eru lög eða gildandi reglur í þeim íþróttagrein- um, sem þeir eru að iðka eða starfa við. Því konia þar ætíð fyrir meiri og minni mistök og skekkjur, sem svo oft og tíðum valda deilum og misklíð, jafnvel á sjálfum leikvanginum, þeg- ar til kappleikleika er komið. Þetta er alkunn- ugt, bæði í hlaupum, stökkum, köstum, knatt- spyrnu o. s. frv. að ekki þarf að lýsa því. Af hverju stafar þetta, sem er svo í'ramúr- skarandi fjarri þvi að vera iþróttamannlegt og því ekki særnandi iþróttamönnum? Það stafar af því að íþróttamennirnir sjálf- ir kunna ekki leikreglurnar, sem þeir eiga að æfa eftir, og starfsmennirnir ekki heldur, en eiga þó að starfa samkvæmt þeim. Undanfarin siðustu ár hefur þetta verið af- sakanlegt, af því að bæði almennu leikregl- urnar og knattspyxnulpgin voru ófáanleg. En nú er búið að koma hvorutveggja út — mjög ódýrum — (sbr. augl. hér í blaðinu) svo að engum er ofvaxið að eignasi þessar rcglur, lesa þær og læra þær. Vonandi h'ilið þið, góðir íþróttamenn og í-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.