Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 225 ® Kaupbætir. ® Enn er dálílið til af gamla Þróíti og 1. árg. íþrótta- « blaðsins. Vantar þó orðið í hvorttveggja. Nýir og a gamlir haupendur, sem vilja, geta fengið það, sem til g er af hvorutveggja blaðinu fyrir 2 hr., meðan upplagið S endist. Andvirði sendist með pöntun; má vera í óbrúh- a uðum frímerhjum. g En nafnið það hún Saga sér, og sífelt geymir það. li. I>. Gr'öndal. Æfifélagar í. S. í. hafa þessir gerst síðan frá var skírt síðast: 63. Maggi ]úl. Magnús. Iæknir, Rvk. 64. Þorgils Guðmundsson, kennari, Hvanneyri., 65. Þórður Edilonsson, héraðslæknir, Hafnarfirði. íþróttabúninga þessa hefur stjórn í. S. í. staöfest: U. M. E. Geisi, Aðaldal: Bolur með hvítum og bláum langröndum, buxur hvítar. U. M. F. Efling, Reykjadal: Bolur blár með hvítum kraga og nafn félagsins á brjósti, buxur hvítar. Sundfélag Reykjavíkur hélt aðalfund 23. maí síðastl. Þar gerðist það tnark- verðast út á við að samþykt var í einu hljóði þessi áskorun til bæjarst Reykjavíkur: »SundféIag Reykja- víkur skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur, að hefjast nú þegar handa í sundhallarmálinu og skipa sér- staka sundhallarnefnd, setn vinni að því að byrjað verði á byggingu sundhallarinnar í sumar«. Þar var einnig skýrt frá því, að kappróðrarbát- arnir væru tilbúnir til notkunar, en fé ekki nóg handbært að greiða þá með. En eigi var séð fyrir endann á því hvað happdrætti fálagsins, er það fékk að halda, mundi gefa af sér upp í þennan hostnað. Ný sambandsfélög: U. M. F. Mýrahrepps, Dýrafirði. Félagar 78; formaður Björn Guðmundsson. U. M. F. Stafholtstungna. Félagar 37; formaður Albert Sigurvinsson. íþróttafélag Hvammstanga. Félagar 30; formað- ur Björn Guðmundsson. Knattspyrnufélag Akureprar. Félagar 51; for- maður Tómas Steingrímsson. Knattspyrnufélagið „Þjálfi“, Hafnarfirði. Félagar 30; formaður ]ón Magnússon. íþróttablaðið býður öll þessi félög velkomin í hópinn; vonar að allir þessir félagar — eða sem flestir — komi til að starfa í sönnum íþrótta- manna- og ungmennafélaga-anda að eflingu líkam- legrar og andlegrar heilbrigði og fegurðar þjóðar vorrar og alls þess, »sem horfir þjóðinni til gagns og sórna*. Hvað eru lög? Þeir munu teljandi þeir íþróttamenn og' starfsmenn íþróttamóta, sem vita til fulls hvað eru lög eða gildandi reglur í þeim íþróttagrein- um, sem þeir eru að iðka eða starfa við. Því lcoma þar ætíð fyrir meiri og rninni mistök og skekkjur, sem svo oft og tíðum valda deilum og misklíð, jafnvel á sjálfum leikvanginum, þeg- ar til kappleikleika er komið. Þetta er alkunn- ugt, bæði í hlaupum, stökkum, köstum, knatt- spyrnu o. s. frv. að ekki þarf að lýsa því. Af hverju stafar þetta, sem er svo framúr- skarandi fjarri því að vera íþróttamannlegt og því ekki sæmandi iþróttamönnum? Það stafar af því að íþróttamennirnir sjálf- ir kunna ekki leikreglurnar, sem þeir eiga að æfa eftir, og starfsmennirnir ekki heldur, en eiga þó að starfa samkvæmt þeim. Undanfarin siðustu ár hefur þetta verið af- sakanlegt, af því að bæði almennu leikregl- urnar og knattspyrnulögin voru ófáanleg. En nú er búið að koma hvorutveggja út — mjög ódýrum — (sbr. augl. hér í blaðinu) svo að cngum cr ofvaxið nð eignast j>essar rcglur, lesa þær og læra þær. Vonandi látið þið, góðir íþróttamenn og i-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.