Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 16
226 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ / knnttspijrnu á Ohjmpíuleikunum urðu Uru- guay, Argentína og Ítalía frœknust. Á mynd þessari standa kappliðin i röð: í., U., A., á vell- inum, eftir úrslitaleikinn milli U. og A„ á meðan þjóðaflögg þeirra eru dregin að hún. þróttavinir, það ekki um ykkur spyrjast, að þessi litlu, ykkur bráðnauðsynlegu rit, senr í. S. í. hefur nú komið út með ærinni fyrirhöfn og aðstoð áhugasamra einstaklinga, þurfi að liggja og fyrnast, af því að þið hafið ekki hug á eða vilja til að vita sjálfir það, sem þið þurf- ið og eigið að vita ef vel á að vera. r Ferðafélag Islands var stofnað hér í Reykjavík i fyrrahaust, 27. nóv. Félagið hefur nú starfað nær árlangt, en hversu félagsm. eru orðnir margir veit eg ekki. Fyrstu Árbókina hefur það sent út, skinandi fallegt rit, skemtilegt og fróðlegt. Fá það að- eins félagsmenn. í 3. gr. félagslaganna er tilgangi fél. lýst þannig fyrst og fremst: „Að vekja áhuga landsmanna á ferðalögum mn landið, sérstaklega þá Jandshluta sem lítt eru kunnir almenningi en fagrir eru og sér- kennilegir. Til þess gefur það út ferðalýsingar um ýmsa staði, gerir uppdrætti og leiðarvísa. Félagið heitir sér fyrir byggingu sæluhúsa í óhygðum, stærri og fullkomnari en nú tíðk- ast hér á landi. ÞaÖ gengst fyrir þvi að ruddir séu og varðaðir fjallvegir og hefur gát á að slíkum leiðum sé við haldið. Félagið gerir eftir föngum ráðstafanir til þess að meðlimir þess geti ferðast ódýrt um landið. Felagið gengst íyrir þvi að kynna monnum jarðfræði landsins og jurtaríki og sögu ýmsra merkra staða“. Þið sjáið á þessu að félagið er mjög þarft <>g að Jiað styður að eflingu þeirra gagnlegu í- þrótta, sem nauðsynlegar eru á öllum ferðalög- um. íþróttamenn og iþróttavinir ættu sein flest- ir að ganga í félag þetta sjálfra sín vegna og annara. Félagsgjaldið er heldur ekki hátt: minst 5 kr. á ári, svo að flestir geta klofið það. Skrifið félaginu: Ferðafélag íslands, Rcykja- vík, og sendið því árgjaldið (5 kr. eða meira eftir því sem þið eruð menn til) og það sendir ykkur áreiðanlega lil baka félagsskírteini og Árhókina 1928. Útlendar fréttir. Frá Olympíuleikunum. Níundu leikarnir voru háðir í ár og fóru að- alleikarnir fram í Amsterdam á Hollandi dag- ana 28. júli til 12. ágúst. Mun Iþróttablaðið birta smátt og smátt það helsta, sem af þeim hefur frést. Byrjar það hér með. Kúluvarpið, betri hendi, vann Johnm/ Knck (U. S. A.), varpaði 15,87 metra. Telst það nú heimsmet. Þó kvað Hirehfeldt (þýskur) hafa náð alt að 16,1(5 á æfingum, en það er ekki staðfest. Hann varð nú aðeins 3. með 15,72 m. í 10 km. hlaupinu mættust þeir nú, land- arnir Nurmi og Ritola, en það var þeim bann- að á leikunum í París, fengu aðeins að keppa i 5 km. saman og urðu þar fyrstir á 14' 31,2" (N.) og 14' 31,6" (R). Nú urðu þeir fyrstir allra, Nurmi á 30' 18,8" og Ritola á 30' 19,4". Þriðji varð Svíinn Wide á 31' 4". Hástölckiö vann King frá U. S. A„ hann stökk 1,94 m. Þeir næstu 4 náðu allir 1,91 m. og varð heimsmeistarinn, Osborne, þeirra sístur. Stigareikningur á Olympiuleikunum er Jiessi: Fyrir 1. mann 10 stig. ~ 2. — 5 — — 3. — 4 — — 4. — 3 — — 5. — 2 — — 6. — 1 — Þær þjóðir fá því mest út sem flesla eiga al- hestu mennina. Framh. í næsta blaði.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.