Íþróttablaðið - 01.09.1928, Síða 18

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Síða 18
228 IÞROTTABLAÐIÐ Til kaupanda blaðsins og forstöðumanna móta. Þá sendi ég loksins þessi tölublöð af íþrótta- blaðinu frá mér. Bið eg ykkur alla að fyrirgefa þá óreglu, sein nú hefir komist hjá mér á út- gáfu þess. Einkaástæður liggja til þess, sem eg ekki gel skrifað uin hverjar eru, en flest af ykkur mundu geta skilið, ef ykkur væri frá skýrt, þó val'alítið ekki öll. Til þess nú að geta komið að sem mestu af því, sem fyrir liggur verð eg að láta 2 tölublöð fara saman út, þótt það sé lakara fyrir kaupendur og haldi óregl- unni lengur við. Eg hef beðið nokkuð lengi nieð þetta blað í von um að fá með í það skýrslurnar frá Alls- herjar- og meistara-mótunum i sumar, en það hefur samt ekki tekist. Sambandið er í fjárþröng vegna blaðsins, það veit eg. Gætu allir kaup. þess rétt þvi hjálparhönd með því að l'jölga kapendum að mun og scnda blaðgjöldin til innheimtumanns- ins, svo að samb. þurfi ekki að skerða féð með kostnaði við innheimtuna. Nokkurra ínanna vil eg geta, sem eg oeit um að hafa rétt sambandinu inikla hjálparhönd á þennan hátt þessi tvö síðustu ár. Það eru þeir Jens Guðlijörnsson, bókbindari í Reykjavík, sem útvegað hefur blaðinu um 150 nýja kaup- endur, Jóhann Guðmundsson, útsölumaður blaðsins á Siglufirði, sem hækkað hefur kaup- enda töluna þar úr ca 12 upp í 45, og Markús Jónsson á Borgareyrum undir Eyjafjöllum, sem smátt og smátt hefur i'engið þar í sinni sveit milli 20 og 30 nýja kaupendur og altaf sent blaðgjaldið með pöntun. Einnig má nefna Þorgils Guðmundsson, kennara á Hvanneyri, sem i vor sendi þaðan mikinn hóp nýrra kaup- enda. Mun Anna (iunnarsdóttir, fyrsta ísl. bú- fræðinámsstúlkan, sem þar er nii að læra, átt töluverðan þátt í að undirbúa það. Hún hefir feikna íþróttaáhuga. Þá má nefna Arnór Sig- urjónsson, skólastjóra á Laugum, Egil Egils- son, bónda á Krók í Biskupstungum, Guðjón íHjoooooooooaoaoooooooooooaoíasocnííCiooi o . i O Bandalag Tóbaksbindindisfélaga Islands. j r* Gangiö í bandalagiö — styöjiö þaö og efliö. j Ö Útbreiöiö tóbaksbindindi. Upplysingar gefnar. j Utanáskrift: D. T. /., Klapparstíg 2, Reykjavík. Jónsson á Tunguhálsi í Skagafirði, Ásgeir Jónsson í Iválfanesi við Hólmavík, Björn Jónsson á Ölvaldsstöðuin og marga fleiri, sem unnið hafa ótrauðlega fyrir útbreiðslu blaðsins. Vildi eg síðar geta nefnt nöfn fleiri góðra stuðningsmanna, þegar eg heí feng- ið skrána hjá innheimtumanni og litið yfir hana. Því „þess skal getið sem gert er“, má þökkin ekki minni vera. Ef hagur minn lagast aftur og sambandið vill að eg starfi áfram að blaðinu, vildi eg gjarnan geta bætt um þá galla, sem nú hafa orðið á hjá mér. Loks vil eg þakka þeim, er rétt hafa mér hjálparhönd með að skrifa í blaðið (einn þeirra fremstur þar, E. P„ á tvær greinar í þessu blaði) o. fl.. G,rein frá öðrum, um skólahlaup- ið, verður að bíða í þetta sinn, eins og margt fleira, þar ineð tvær greinar um hnefleika er- Ienda, sem athygli vöktu í sumar, o. fl. o. fl. Jafnframt vil eg minna þá, sem fyrir iþrótta- mótuin standa og til blaðsins geta náð, að gera annaðhvort að senda blaðinu aðgöngumiða á mótin eða skýrslu uin þau, ef þeir vilja láta þeirra getið í blaðinu. Hér í Rvík hafa blaðinu í sumar aðeins ver- ið sendir aðgöngumiðar á ein tvö mót og engar skýrslur. Það getur því ekki sagt frá þeim mót- um, sem ritstj. heyrir aðeins um á skotspón- um. fíitstj. Athugið vel að hver sá, sem blað eða rit er sent með tilmælum um að kaupa það, og veitir þ;í móttöku, en hvorki endursendir né segir því upp, er með því búinn að skuld- binda sig til að greiða útgefanda það í réttum gjalddaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Steindór Björnssoti. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.