Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 1

Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 1
21. árg. Reykjavík, janúar 1963. 1. tbl. Vígð nýja Urkjan í Kópavogi ^g það skal verða á hinum síðustu $jjf/ dögum, að f jall það, er hús drott- ins stendur á> mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu lýðirnir streyma. Og margar þjóðir munu bú- ast til ferðar og segja: Komið, förum upp á f jall drottins og til húss Jakobs Guðs, svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum; því að frá Zíon mun kenning út ganga og orð drottins frá Jerúsalem. Og hann mun dæma meðal margra lýða og skera úr málum voldugra þjóða langt í burtu. Og þær munu smíða plógjárn úr sverð- um sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hern- að framar. MiJca U, 1—3. Nýja kirkjan í Kópavogi stendur á hæð — allmikilli klettaborg og ber hátt. Hún er þannig á bjargi reist. Það- an er víðsýnt og útsýn fögur. Hún er stílhreint ofurlítið musteri, línurnar í bogum hennar mjúkar og háreistar, og þegar litið er á gerð hennar hið innra má hún öll vel heita listaverk. Þar hafa hagar hendur verið að verki, eins og t. d. listakonan Gerður Helgadóttir (faðir hennar. býr í Kópavogi) Hörður Ágústsson listmálari, og húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason. Kirkjuna vígði biskupinn yfir Is- landi, herra Sigurbjörn Einarsson, en messuna söng sóknarpresturinn, séra Gunnar Árnason. Mikið fjölmenni var við vígsluna og komust færri inn en vildu. Því miður gat ritstjóri blaðsins hvorki verið við vígsluathöfnina né hlustað á hana í útvarpi og kann því ekki að greina frá henni nánar, en þessi virðulega athöfn fór fram sunnudag- inn 16. desember og gat því Kópavogs- söfnuður haldið jólin í sinni nývígðu og fallegu kirkju. I sambandi við vígslu- athöfnina skýrði frú Hulda Jakobs- dóttir, fyrrv. bæjarstjóri Kópavogs- kaupstaðar, frá uppkomu kirkjunnar og rakti í stuttum dráttum sögu henn- ar. Verkið hófst árið 1958 og hefði þá mörgum Kópavogsbúa ekki til hugar komið, að því yrði að mestu lokið 1962. Góðvilji margra hefur verið hér að verki og það giftusamlega tekizt. Eining óskar sóknarprestinum, safn- aðarstjórninni og söfnuðinum sjálf- um innilega til hamingju með hina nývígðu kirkju —húsið, þar sem fram á að fara stöðug leiðbeining til jarðar- barna um það, að hugsa ekki fyrst og fremst um sitt eigið hús eingöngu eins og spámaðurinn minnti á, heldur um hús drottins — guðsríkið á meðal mann- anna, grundvöllinn undir það, að allt annað fái sem bezt staðizt í lífi og bú- skap þjóða. Er fyrirheitið ekki dásamlegt, sem getið er hér í upphafi þessa máls? að í fylling tímans muni menn, einstakl- ingar og þjóðir „streyma" til húss drottins, til þess að hlýða á vegsögu hans, svo þær snúi gersamlega við, smíði nytsamleg búnaðartæki úr sverð- um sínum og spjótum, og engin þjóð „temji sér hernað framar". Látum sérhvert guðsihús á jörðu vekja upp og efla sem bezt þenna anda í lífi þjóðanna. Það er leiðin til varanlegs friðar á jörðu. Austurstafn hinnar nýju Kópavogskirkju. (Ljósm. Ari Kárason).

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.