Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 4

Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 4
4 EINING aF áratuga kynni rýra ekki álit okk- ar á vini eða kunningja, þá er sá maður ekki illa úr garði gerður. Það mun hafa verið árið 1936 að ég kynntist fyrst Sigurði Gunnarssyni, er hann var að hefja kennaraferil sinn, þá í Borgar- nesi. Þar var honum fagnað og þar var hans saknað, er hann fór þaðan. Strax féll mér þetta einstaka ljúfmenni vel, og síðan hefur hann verið að vaxa í mínum augum og aldrei borið skugga á. Sem við mátti búast af honum, tókst honum að eiga svo merkisafmæli, að það færi gersamlega fram hjá okkur flest- um, vinum hans og kunningjum. Þetta var 10. október s.l. Eining reynir oft að minnast merkisafmæla ýmissa mætra sam- herja okkar bindindismanna, en því mið- ur verða oft góðir útundan, reyndar var það eitt sinn ætlun mín að kalla ekki merk- isafmæli fyrr en sextugt eða sjötugt. Út af þessu hefur oft verið brugðið, en nú slapp Sigurður fram hjá mér. Einn var þó sá, sem var á vakt, og gerði Sigurði Gunnarssyni svo góð skil, er hann átti vissulega skilið. Það var alþingismaðurinn Karl Kristjánsson. Aðstaða hans var líka góð, eftir tuttugu ára nábýli við Sig- urð og samstarf í Húsavík. Þar sem ég tel ekki líklegt, að ég verði skrifandi maður á sextugsafmæli Sigurð- að, eða Eining lifi það lengi í mínum höndum, vil ég að blaðið geymi eitthvað um þenna farsæla og starfsama áhuga- mann, og fulllviss um, að ekki myndi ég geta gert honum eins góð skil og Karl Kristjánsson, fékk ég leyfi hans til að birta eitthvað úr grein hans eða hana alla, eins og hún birtist í Tímanum 8. nóvem- ber 1962. Þegar að var gáð, fannst mér vandasamt að sleppa þar nokkru, en sleppi þó fyrstu línunum, þar sem Karl hefur mál sitt í léttum dúr, og heldur svo áfram: „Það skal fyrst upplýst til kynningar, að Sigurður Gunnarsson er Þingeyingur, þó að hann sé svona yfirlætislaus á hálfrar aldar afmæli sínu. Hann fæddist 10 okt. 1912, að Skógum í Axarfirði. — Foreldrar hans voru: Gunnar bóndi þar, Árnason, bónda á Bakka í Kelduhverfi, — og kona hans, Kristveig Bjönrsdóttir bónda að Skógum, Gunnlaugssonar. Sigurður ólst upp á heimili foreldra sinna, sem var mikið myndarheimili. Þar gekk hann að venjulegum sveitastörfum og þótti snemma verkmaður góður. Hannn fór í skóla og lauk gagnfræða- prófi við Menntaskólann á Akureyri 1931 og kennaraprófi við kennaraskólann í Reykjavík 1936. Gerðist kennari við barna- skólann í Borgarnesi það ár og starfaði við hann í tvö ár. Þá réðst hann til barna- skólans á Seyðisfirði og kenndi við hann árin 1938—1940. Á Seyðisfirði kynntist Sigurður glæsi- legri stúlku, Guðrúnu dóttur skólastjór- ans þar, Karls Finnbogasonar. Giftust þau 1941. Til Húsavíkur fluttist Sigurður haustið 1940 og tók við stjórn barnaskólans þar. Þeim skóla stýrði hann í 20 ár eða þar til 1960. Enn fremur var hann skólastjóri Unglingaskóla Húsavíkur frá 1940—1945, en það ár var sá skóli gerður að gagn- fræðaskóla og um leið var ráðinn sérstak- ur skólastjóri. Á Húsavík á Sigurður mjög merka starfssögu. Hann reyndist framúrskar- andi áhugasamur skólastjóri. Var óþreyt- andi að vinna fyrir skóla sinn. Skemmti- lega og fallega óeigingjam í skiptum sín- um við skólann. Fylgdist af alhug með nýjungum í skóla- og kennslumálum inn- an lands og utan. Fór utanfarir, hvað eftir annað, til þess að kynna sér milliliðalaust kennsluhætti og starfsaðferðir í bama- skólunum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Sigurður beitti sér fyrir því, áður en hann fór frá Húsavík, að byggt var þar skólahús mikið og vandað. Er mál manna, að hús þetta sé eitt fullkomnasta bama- skólahús á landinu, um leið og þar er einn- ig afbragðs aðstaða í íþróttasal fyrir eldri sem yngri Húsvíkinga til íþróttaiðkana. Mun húsið lengi minna á atorku Sig- urðar Gunnarssonar og stórhug hans í skólamálum. Meðan Sigurður var á Húsavík tók hann mikinn þátt í félagsmálastörfum, fyrst og fremst að því er uppeldismál varðaði, en auk þess á öðrum sviðum. Hann var for- maður Kennarafélags Suður-Þing. öll ár- in. Formaður Kennarasambands Norður- lands 1944—1946 og 1950—1952. Forustu- maður í bindindissamtökum. í stjórnum barnaverndarfélags, skátafélags og skóg- ræktarfélags. Þátttakandi í Karlakórnum „Þrym“ og kirkjukór Húsavíkur. Formað- ur sóknarnefndar Húsavíkur frá 1956. For- maður Sjúkrasamlags Húsavíkur frá 1943. Kosinn fulltrúi á Kirkjuþing 1956, fyrir Þingeyjar- og Eyjaf jarðarsýslur. For- maður Húsavíkurdeildar Norræna félags- ins frá 1957. í yfirskattanefnd, formaður kjörstjórnar, — og er þó alls ekki allt talið. Sigurður spurði aldrei um það á Húsa- vík, hvað hann fengi greitt fyrir félags- málastörf sín. Honum var aðalatriðið, að verkin væru vel og rækilega af hendi leyst. Sigurður var árisull maður og hefur oft lokið vænu verki „aðrir þegar stóðu á fætur“. Á morgnana vinnur hann löngum að ritstörfum. Hann hefir þýtt úr er- lendum málum 26 bækur fyrir börn og unglinga. Auk þess hefur hann þýtt fjölda ritgerða um uppeldis- og skólamál. Ýmislegt hefur hann einnig frumsamið svo sem: Átthagafræði, handbók f. kenn- ara (ásamt Eiríki Stefánssyni) 1953 Útþráin heillar (skólamál og ferðaþættir); Skógræktarför til Noregs 1949. — Marg- ar greinar og nokkur kvæði hafa birzt eft- ir hann í blöðum og tímaritum. Sigurður Gunnarsson er kappsfullur maður að hverju, sem hann gengur, og þrautseigur með afbrigðum. Hann gefst varla upp fyrr en ókleift reynist þar, sem hann leggur á brattann. Hann er afkastamikill, en þó velvirkur maður, hvort sem hann vinnur að hey- skap, skógrækt, smíðum, heldur á penna eða bindur bækur sínar. Hann er ástúðlegur við nemendur sína og þolinmóður, en vel þrálátur við að láta þá ekki með léttu móti komast hjá að nema. Hann er framúrskarandi reglufastur. Sumum hefur fundizt það helzt um of. En nógir eru víst alls staðar til að bæta reglufestuna hjá einum óbifanlegum manni upp, — eða vel það, — með und- anlátssemi við sjálfa sig og aðra. Nú er Sigurður æfingakennari við Kenn-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.