Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 16

Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 16
r 16 EINING aldags, en það er. gott orð og segir allan sannleikann. Kristur notaði þetta orð, er hann ræddi við Nikódemus. Hann benti honum á þessa mestu þörf mannsins, að endurfæðast, fæðast frá dýrseðlinu og verða „hluttakandi í guð- legu eðli“. Já, ellibragð kann að finnast af þessu orði, en mannkynið er líka gam- alt, og gamlar eru allar þarfir þess, og gömul flest þess hjálparráð. Það eru ekki nauðsynlega nýjungar, sem bjarga okkur, heldur sá guðs kraftur, sem skapar, umskapar og ummyndar, og hann er gamall og alltaf nýr. Hræð- umst ekki gömul orð, en látum þau eiga erindi til okkar. Til þess að við verðum sannheiðarlegir menn, óskasynir hvers lands, góðir þegnar hvers ríkis, þurf- um við að betrast, umskapast. Þetta er lausn vandans í Rússlandi, Islandi, Ameríku og hvarvetna. Svíkjum ekki okkur sjálfa, hættum fálminu og kák- inu með stefnur og hugmyndakerfi, og tileinkum okkur þá hugsjón og trú, sem ein nægir til þess að betra vanþroska mannlegt eðli og gera okkur heiðar- lega, ráðvanda og dygga menn í smáu sem stóru. Slíkum mönnum er vanda- laust að stjórna, hvort sem þeir eiga heima fyrir austan eða vestan tjald. EIIMA LAUSIMIIM Eftir Krúsjeff forsætisráðherra Rússaveldis hafði Morgunblaðið 13. des. þessi orð: „Heimurinn lifir nú ofan á kjallara fullum kjarnorkuvopnum. Eina lausnin er friðsamleg sambúð og almenn afvopnun". í útvarpserindi notaði Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, næstum sömu orð: „Eina leiðin til friðar er alger afvopnun". Getur mannkyn andað rólega, sem býr ofan á kjallara fullum af ægilegu sprengiefni, nægi- legu til að gera jörðina að líflausri auðn? Eina lausnin alger afvopnun. Hið sama gildir um áfengisbölið — annað mesta brjálæði hins hálfsiðaða heims. Eina lausnin er alger útrýming áfengra drykkja, algert áfengisbann, allt annað kák mun aldrei nægja, því að svo vanþroska er mannlegt eðli. Engar góðar óskir nægja til að stjórna mann- kyni. Það verður að lúta lögum, en hvort tveggja þarf að fara saman: siðgæðisræktun og mark- viss, viturleg löggjöf. Frétt frá Borgarnesi Trúfastur reglubróðir í Borgarnesi, Stefán Ólafsson, kemst svo að orði í bréfi til rit- stjóra blaðsins: „Barnastúkan tók hér til starfa á ný. 90 börn komu á fyrsta fundinn 25. nóvember. Það var góð byrjun. Forustuna hefur Jón F. Hjartar, hann fluttist liingað í haust og bind ég miklar vonir um, að hann fái liér einhverju áorkað í bind- indismálum, því að hann er mikill áhugamaður“. IMýjárskveðja til bindindismanna í IVVorgunblaðinu Andstæðingar okkar sleppa vissulega ekki tækifærum til að hella úr skálum reiði sinn- ar yfir okkur. Þegar einhver ofsi er þar á ferð, rná húast við að einhver talsverður kali sé innifyrir, ef til vill, og vafalítið, af því að þessum mönnum finnst við standa á einhvern hátt í vegi áhugamála þeirra. Vissulega hefði þessi ónafngreindi maður í dálkum Velvakanda getað andmælt hinni litlu blaðaklausu í Nútímanum, sem kom honum í svo vont skap, án þess að kasta grjóti fordæmingar sinnar í allt okkar bindindisstarf og kveða upp þann illgirnis- lega dóm, að við gerðum aldrei neitt. Á slíkt ofstæki er ekki eyðandi mörgum orð- um. Á þeini árum, er bindindismenn vorii mikilvirkastir í landi hér, reistu flest öll samkomuhús landsins og gerðust hrautryðj- endur á ýmsum sviðum félagslífs, skorti ekki „aðkast og níð“, eins og Guðmundur skáld Guðmundsson komst að orði í her- hvöt sinni til templara. Þeir verða vafa- laust skammaðir framvegis fyrir að gera annaðhvort of mikið eða ekkert, en leiðtogi kristinna manna sagði lærisveinum sínum að fagna, þegar talað væri um þá „allt illt ljúgandi." -K -K * Ferðisi og flyijið vörur yðar með skipum H.f. Eimskipafélags íslands #/Alli með Eimskip## TltiBURVERZLUIMIIM VÖLUNDUR h.f. Reykjavík ★ Kaupið timbur og ýmsar aðrar byggingavörur. hjá stærstu timburverzlun landsins

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.