Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 1

Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 1
Mikill dagur bindindisimaniia í Hollandi Hefðu hin ýmsu bindindisfélög í Hollandi kunnað ljóð Matthíasar. Joch- umssonar, hefðu þau vafalaust tekið sér í munn þessar setningar skáldsins: Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman. Bæði sænsk og norsk bindindisblöð skýra frá stórum degi í sögu bindind- isfélaganna í Hollandi. Þau komust að þeirri niðurstöðu á árinu sem leið, að þau væru hvert út af fyrir sig, van- megnug til að geta velt þungum steini og komu sér saman um að sameinast. Slíkt er alltaf skemmtilegur viðburður í sögu manna. Tólf hundruð manna komu til fund- ar 15. desember s.l. og afréðu einhuga sameininguna. Fyrrverandi innanríkis- ráðherra, Willem Drees, stjórnaði þess- ari ráðstefnu og gerði það skemmti- lega, segir þar. Þar sameinuðust 15.000 bindindismanna. Þegar þessu var lok- ið, varð hinni nýju liðssveit ljóst, hve gagnlegt það myndi vera, að ger- ast aðili í alþjóðlegum samtökum bind- indismanna, og þá var næsta sporið stígið. Sótt var um upptöku í Stór- stúku Hollands. Góðtemplarareglan í Hollandi fékk því myndarlega jólagjöf — 15.000 liðsmenn á einu bretti. — Allt þetta gerðist auðvitað ekki hugs- unarlaust og undirbúningslaust. Árum Framhald á 2. bls. Þetta er ekki samkeppnis uppboð á kroppslegum fríðlcik, en þó mun sumum ís- lenzku stúdentunum, sem voru með í 50 manna förinni til Mackinac-eyjar í Banda- ríkjunum sumarið 1957, hafa litist allvel á hinar hroshýru og snyrtilegu austurlenzdcu snótir. Til hins alþjóðlega þings MRA- manna kom þá 100 manna sveit ungmenna frá Japan, fulltrúar 4,300,000 æskumanna þar í landi. Myndin er af þessum fulltrúa- hópi.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.