Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 3

Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 3
EINING 3 W o g -T 1/ SUMARMÁL Ritstjórn blaösiðunnar: GuOmundur I>órarinsson og Einar Hanncsson. Hvað vilja ungtemplarar? IUT vill m. a.: Koma á styrkum og varanlegum vin- áttuböndum og kynnum, m. a. með því að veita æskumönnum tækifæri til að njóta sameiginlega ferskra, hollra og hressandi skemmtana og útivistar. Þjálfa einstaka félaga með kappræð- um, þátttöku í námskeiðum fyrir æsku- lýðsleiðtoga, almennum námskeiðum, skipulagsstarfi og stjórnarstörfum. Samvinnu við alla framfarasinnaða aðilja um skipulega fræðslustarfsemi um áfengismál. Vinna gegn því að áfengi sé haft um hönd á ferðalögum og á skemmtunum æskumanna. Efla áhrifaríkt fræðslu- starf urn tómstundamenningu og holla notkun sumarleyfa, ásamt starfi til verndar náttúru landsins, með þátt- töku í skógrækt landsins o. s .frv. Starfa að því að koma á bindindis- fræðslu, þar sem lögð sé sérstök áherzla á að veita hinni uppvaxandi kynslóð staðgóða þekkingu á áfengisvandamál- inu. I því sambandi sé höfð samvinna við ungmennafélög, skóla, kennara þeirra og nemendur. -j< -k Spor ■ rétta átt Sænskir ungtemplarar (SGU) og Samband bindindisfélaga í skólum í Svíþjóð (SSUH) hafa ákveðið samvinnu um útgáfu á blaði, en undanfarið hafa staðið yfir umræður um þetta mál. Munu blöð samtakanna „Unga Tankar" og „Polstjárnan“ hætta að koma út, þegar hið nýja blað hefur göngu sína, sem verður um miðjan febrúar. „Unga Tankar“ hefur komið út í rúmlega hálfa öld og hefur hin seinni ár komið út hálfsmánaðarlega. Um þessar mundir fara fram umræður milli forustumanna helztu bindindissamtak- anna í Svíþjóð um möguleikana á að hefja útgáfu á sameiginlegu blaði, er komi í stað þeirra blaða, sem hver samtök fyrir sig gefa út. Má því vel vera, að samvinna áðurnefndra æskulýðssamtaka, sem er til fyrirmyndar, sé aðeins fyrsta skrefið í þá átt að sameina blaðaútgáfu sænsku bindindishreyfingarinnar. Takist það, má búast við mjög öflugu og fjölbreyttu málgagni, með t. d. sérstökum æskulýðssíðum, sem tvímælalaust yrði mál- efninu til mjög mikils gagns. -x -K -k * A vettvangi ÆSI 1 seinasta fréttabréfi Æskulýðs- sambands íslands, ræðir formaður þess, Skúli Norðdahl, arkitekt, nokkuð um framtíðarverkefni sambandsins. Þar segir m. a.: „Viðræður og aukin kynni af starfsemi æskulýðssambandanna á Norðurlöndum vona ég að verði til þess, að okkur takist að byggja upp starfsráðstefnur líkar því, sem þau hafa gert. Eru þessar ráðstefnur í því fólgn- ar, að ákveðið umræðuefni er tekið fyr- ir og undirbúið með góðum fyrirvara. Eru valdir fyrirlesarar með sérþekk- ingu eða að öðru leyti staðgóða reynslu á því sviði, sem fjalla skal um. Einnig er safnað gögnum um mál- efnið og dreyft með góðum fyrirvara til þátttakenda, svo að þeir geti búið sig undir umræðurnar. Til að tryggja Framh. á 4. bls. Gott fordæmi Hinn heimsfrægi söngvari og kvikmynda- leikari Pat Boone er alger bindindismaður á áfenga drykki og ekki eingöngu það, held- ur góður liðsmaður bindindismálsins. Hann er hið góða fordæmi aðdáendum sínum og öðrum. X- >f >f Vei heppnuft sjóvinnunáinslieið Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve veigamikill þáttur sjósókn hefur verið í lifi íslendinga frá fyrstu tíð og ailar götur til þessa. Margan ungan manninn dreymir um að verða sjómaður, annað hvort að komast á fiskiskip eða kaupskip — reyndar er úr fleiri tegundum atvinnu að velja, sem til sjávarútvegs teljast. Margmennið í stærri bæjum og borgum leiðir af sér að ungir pilt- ar komast ekki í snertingu við sjósókn eins og margir jafnaldrar þeirra í fiskibæjum út um allt land, þar sem feður og eldri bræð- ur gefa piltunum snemma kost á að sjá hvern- ig hlutirnir eru gerðir, og kynnast þeim sjálfir. Sjóvinnunámskeiðin, sem efnt hefur verið til undanfarin ár i Reykjavík, Hafnarfirði og víðar eru því nauðsynleg. Þau hafa reynzt vinsæl og árangursrík og orðið þátt- takendum bæði til ánægju og gagns. Á nám- skeiðunum kynnast piltarnir og nema ýmis- legt af hagnýtri sjóvinnu. Myndirnar hér á síðunni sýna þar sem verið er að leiðbeina piltum í sjóvinnu. Á annarri er verið að leiðbeina i netahnýtingu, en á hinni er ver- ið að útskýra sjókort fyrir hóp pilta.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.