Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 6

Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 6
6 EINING EINING Múnaöarblað um áfengásmál, bindindi og önnur menninparmál. Ritstjóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson. Biaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku íslands, kostar 50 kr. árg., 4 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Revkjavík. Sími: 15956. A Sj? blaði sænsku stórstúkunnar, Reformatorn, birtist ný- i lega viðtal við tvo Indverja, karl og konu, sem komu * til Svíþjóðar og vildu kynnast starfi góðtemplararegl- unnar þar, sem er mjög öflugt eins og baráttan gegn áfengis- bölinu yfirleitt. Þessir indversku gestir gátu einnig frætt um mikið og merkilegt starf í heimalandi sínu til að vinna gegn því, að áfengið eitri þjóð og einstaklinga, og verður hér skýrt frá nokkrum meginatriðum, er fram komu í þessu við- tali. Skulum við nú gefa Indverjunum orðið. I heimalandi voru hefur algert bann gegn öllum áfengum drykkjum og eiturlyfjum verið mikilvægur þáttur í þjóð- málabaráttunni. Þegar Gandhi hóf frelsisbaráttu sína fyrir nærfellt 50 árum, tók hann bannið upp sem eitt atriði stefnuskrár sinnar. Nokkur hundruð sjálfboðaliðar þyrptust utan við áfeng- isbúðirnar í þorpum og bæjum um allt land og sárbændu menn að snúa baki við áfenginu. Einkum voru konur fjöl- mennar í þeim hópi. Brezk yfirvöld tóku fasta marga þeirra, sem tóku þátt í þessum aðgerðum, og settu í fangelsi. En samt breiddist þessi hrejrfing út og vakti mjög almenna andstöðu gegn áfengisnautn. Víða hjuggu menn pálma og önnur tré, sem ræktuð voru til áfengisframleiðslu. Þannig hafa Indverjar um langan aldur barizt gegn áfengisneyzlu sem þjóðarböli. Meðan þeir bjuggu við takmarkaða sjálf- stjórn var algert bann lögleitt í ýmsum ríkjum. Forvígis- maður þess máls var einn merkasti stjórnmálamaður þeirra, C. Rajagopalachari, sem var forsætisráðherra í Madras. Eftir að Indland öðlaðist fullt sjálfstæði hafa öll ríki ind- verska samveldisins nema Vestur-Bengal komið á algeru banni. Sérstök nefnd hefur verið sett til að fylgjast með fram- kvæmd bannsins. Annarri nefnd var fyrir tveim árum fal- ið að meta árangur bannsins. Að lokinni nákvæmri athug- un komst hún að þeirri niðurstöðu, að alls staðar. þar, sem banni hefur verið komið á, hefur það orðið þjóðinni að ó- metanlegu gagni. Einkum á það við um verkamenn við kornmylnur og námur, einnig um bændur, vefara og aðra handverksmenn í þorpum landsins. Á því leikur enginn vafi, að hundruð þúsunda manna hafa sloppið við tjón af völd- um áfengisneyzlu, og njóta nú hamingju, heilbrigði og ein- drægni á heimilum sínum. Þar ríkir friður og velsæld 1 stað ófriðar, barsmíða og misþyrminga á börnum, sem fylgja í kjölfar áfengisneyzlu. Einkum kunna konur að meta það, hve bannið hefur góð áhrif á efnalega afkomu heimilanna, þar sem menn þeirra koma nú heim með kaup sitt, svo að þær geta keypt meiri mat og föt og búið í betri hýbýlum, og varið meiru til góðs uppeldis og menntunar barna sinna. Þær geta verið ó- hræddar við að taka þátt í hátíðum og skemmtunum, og einnig varið nokkru til að efla búskapinn og fjölga hús- dýrum. Það er haft eftir Mahatma Gandhi, að engin ríkisstjórn ætti aö byggja tekjur ríkisins á áfengissölu, þar eð þeir fé- munir, sem svo eru fengnir, séu fengnir með því að merg- sjúga þjóðina, og á þessari meginreglu byggir Indlands- stjórn enn stefnu sína. Tilgang bannsins segja Indverjar vera að breyta venj- um og háttum fólksins, enda þótt það sé erfitt hlutverk. Indverjar eru þó svo vel staddir í þessu efni, að meðal þeirra er mjög sterkt almenningsálit gegn ofneyzlu áfengis. Jafnvel meðan engin bannlög voru til og hver maður gat drukkið eins og hann lysti var uppi rík trúarleg erfðavenja og samfélagslegar hömlur gegn drykkjuskap og meira að segja einnig gegn reykingum. Víndrykkja, spilamennska o. þ. h. var ekki álitið merki um tigna þjóðfélagsstöðu, heldur þvert á móti litið niður á slíkt. sem ósæmilegt, bæði einstaklingum og samfélagi. Múhameðstrú forbýður t. d. áfengisnautn og sárfáir múhameðstrúarmenn á Ind- landi neyta víns. Hindúatrú telur áfengisnautn vera slæm- an löst, og aðeins meðal lægstu stétta tíðkast áfengisnautn. Á þessu hefur þó orðið allmikil breyting, og þrátt fyrir löggjöfina hefur áfengisneyzla breiðzt ört út á síðustu tímum meðal menntamanna og efnaðri stétta. Það getur þótt hæfa að drekka í klúbbum og heimboðum og verka- mönnum hefur einnig orðið hált á svellinu. Ekki hafa Indverjar sloppið við það, að sérhyggjumenn, sem fjandsamlegir eru samfélaginu, hafi tekið til við bruggun og smygl og hagnazt á því, einkum í og kringum stórborgirnar, eins og t. d. Bombay. Ríkisvaldið er samt við því búið að uppræta þennan ófögnuð. Hins vegar kvört- uðu Indverjarnir undan því, að frjáls samtök og félög hefðu ekki gengið fram fyrir skjöldu í þessu efni, þar sem ríkisvaldið eitt gæti ekki að fullu unnið þetta verk. Ný- lega hafa verið settar á laggirnar nefndir til að fylgjast með framkvæmd bannsins í hverju ríki, og þess er að vænta, að þær geti orðið stjórnaryfirvöldunum hjálplegar við framkvæmd bannlaganna. Ekki geta lögbrot nokkurra manna heft bannlagastefn- una, því að Indverjar eru sannfærðir um það, að eina leið- in til að endurbæta félagslega og fjárhagslega aðstöðu alls þorra manna er að banna alla framleiðslu, sölu og auglýsingar áfengra drykkja og annarra deyfandi lyfja. Með þeim orðum luku Indverjarnir máli sínu í viðtali við Reformatorn. Bj. M. íslenzkaði. Kvikmynd — smámynd af heiminum Skki er mér. fyllilega ljóst, 'hver ástæða er til þess, að ég kem sjaldan í kvikmyndahús og leikhús. Árið 1938 bauð mér einhver að koma með sér í bíó. Þegar ég kom heim, skrifaði ég þetta erindi og flutti það svo í útvarpið, en því hafa áreiðanlega allir gleymt, sem heyrðu þá. Áræði ég nú að biðja Einingu að geyma það mér til minnis, áður en það fer í glatkistuna. Hvað var svo að sjá í þessu bíói? Kvikmynd, sem var marglit smámynd af mannlífinu. I upphafi myndarinnar bar mest á þessu yndislegasta og fallegasta, sem skreytir

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.