Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 10

Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 10
10 EINING SJÖTUGUR: Ornólfur Yaldemarsson Eining hefur varla við að flytja ýms- um sæmdarmönnum, í sveit okkar bindind- ismanna, heillaóskir, er þeir stíga styrk- um fótum farsællega þrep af þrepi ofar í aldursstiganum. Allmörg undanfarin ár hef ég stundum hálfhlaupandi á götum Reykjavíkur, rekist á Örnólf Valdemars- son. Hefur mér þá jafnan fundizt sem við værum báðir ungir enn, sérstaklega hann, og er hann líka ofurlítið yngri. Ekki gránar hár hans, glaðlega viðmótið hið sama og áður, og svipurinn unglegur og hreinn. Og svo er hann allt í einu orðinn sjötugur. Það var mér alltaf tilhlökkun á árun- um 1930—1940 og jafnvel lengur, að koma af fjöllum ofan eða á einhverri fleytu til Suðureyrar í Súgandafirði, þeg- ar Örnólfur var þar kaupmaður og útgerðarmaður, og með lífi og sál at- hafnasamur í félags- og velferðarmálum Súgfirðinga. Þar naut þá góðtemplara- reglan krafta hans og hans ágætu fjöl- skyldu svo um munaði og það góða fylgi hennar hefur enzt fram á þenna dag. Þá voru á Suðureyri samtaka góðir kraftar í bindindis- og félagsmálum, og þótt mér séu þar einna minnisstæðastir þeir, Kristján A. Kristjánsson, Örnólfur Valdemarsson, séra Halldór Kolbeins og Priðrik Hjartar, skólastjóri, og skyldulið þeirra, þá er það glæfraskapur að nefna nokkurn, því fleiri voru þeir þessir sam- taka, sterku og góðu menn og fjölskyld- ur þeirra. Hverju þorpi og hverri byggð var vel borgið með slíkt starfslið i félags- málum. Það var mjög til fyrirmyndar, og gott var að koma á heimili þessa elsku- lega, glaðlynda og trausta fólks. Hér er ekki um neitt skjall að ræða, það átti sannarlega skilið hið bezta, sem yfirleitt verður um menn sagt. Á 70. afmælisdaginn fékk Örnólfur tvær heillaóskagreinar, aðra efir Snorra Sig- fússon, fyrrv. námsstjóra, í Tímanum 5. janúar s.l. og hina í Morgunblaðinu þann sama dag, eftir séra Árelíus Níelsson. Þessum greinum má Örnólfur vissulega vel una. Þar mæltu menn sem gátu og höfðu til þess næga þekkingu, drenglyndi og hreinskilni. Meðal annarra orða Snorra Sigfússonar eru þessi: „Á ísafirði er Örnólfur fæddur 5. 1. 1893. Voru foreldrar hans Guðrún Sig- fússdóttir trésmiðs Pálssonar og Valdi- mar Örnólfsson, bókhaldari þar og síðar á Suðureyri, bæði kvistir á góðum stofni. Sótti Örnólfur Núpsskóla á sinni tíð og naut áhrifa sr. Sigtryggs Guðlaugssonar, sem orðið hafa honum giftudrjúg sem fleirum. Hefur hann líka jafnan reynzt þeim skóla sínum hollur vinur og um skeið var hann þar formaður skólaráðs. Og í verzlunarskóla sat hann einnig. En eftir það gerðist hann skrifstofumaður og síðar kaupmaður og útgerðarmaður um langt skeið“. Þá ræðir Snorri félagslífið á Suðureyri og segir svo: „Þar var þá vissulega líf og fjör í litlu þorpi, og mátti með sanni segja um Ö. V„ að hann væri þar eigi aðeins dug- mikill athafnamaður við útgerð og verzl- un, heldur og líka ötull starfsmaður við hvers konar menningarlegt framtak þorps- búa. Enda naut hann trausts þeirra, sat m. a. lengi í hreppsnefnd og var um skeið oddviti hennar. Áttum við þá um margt samstarf, nágrannarnir, sem höfðum sömu trúnaðarstörfum að gegna. Er margs að minnast frá þeim dögum, því að hvorug- um var um það gefið að láta halla á sína sveit í þeim viðskiptum, en margt gat orkað tvímælis í samskiptum sveita þá. Var þá gott að kynnast og eiga sam- skipti við jafn drengilegan mann og reglu- saman sem oddviti Súgfirðinga reyndist þá jafnan í því starfi og margs konar öðrum félagslegum viðfangsefnum, sem á baugi voru á þeirri tíð. Örnólfur Valdimarsson er tvíkvæntur Fyrri kona hans, Finnborg Kristjánsdótt- ir, útvegsbónda og verzlunarstjóra á Suð- ureyri, ágæt kona, lézt eftir stutta sam- búð. Eina dóttur áttu þau, sem ber nafn móður sinnar. Síðari kona Örnólfs er Ragnhildur Þor- varðsdóttir prests að Stað, Brynjólfssonar og Önnu Stefánsdóttur konu hans. Er Ragnhildur hin ágætasta kona, dugmikil og stjórnsöm og hin bezta móðir. Hefur heimili þeirra hjóna jafnan verið fjöl- mennt og gestrisið menningarheimili, sem jafnan var gott að gista, og munu margir eiga þaðan góðar minningar. Þó gáfu þau hjón sér tíma til að sinna ýmsum þegn- skaparstörfum utan heimilisins, hafa m. a. alla tíð verið áihugasamir og starfandi góðtemplarar og samhent um að ala börn sín upp í þeim anda. Enda njóta þau nú þeirrar hamingju að sjá þeim stóra og mannvænlega hópi vel farnast". Um Örnólf Valdemarsson skrifar séra Árelíus Níelsson á þessa leið: „Hann er mikill gæfumaður. En vel mætti segja mér, að hann væri fyrst og fremst sjálfur sinnar gæfu smiður með trú sinni á „Guð í alheimsgeimi og Guð í sjálfum sér“. Stundum er traustum mönnum og trú- um líkt við fjöl og dranga. Og þaðan mun orðið drengur runnið. Og þar er Örnólfur í fremstu röð, sam- kvæmt skilgreiningu Snorra Sturlusonar. Hann er vaskur maður og batnandi, það er vaxandi. Hann sameinar til fyrirætl- ana og framkvæmda trúmennsku, skyldu- rækni og ást á fögrum hugsjónum, svo sem íslendingur gæti orðið prúðastur. Hann bregzt ekki í smástaf né stafkrók en er samt manna frjálslyndastur. Trú- mennska hans og vandvirkni er með ó- líkindum, en samt er hann umburðar- lyndur og laus við smámunasemi og nöld- ur. Hann er svo hreinskilinn og hispurslaus að ég hygg að enginn mundi væna hann um „að vinna það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans", en samt segir hann sannleikann á svo ástúðlegan hátt, að vart gæti ég hugsað mér nokk- urn reiðast honum. Hann er bindindissamur og hófsamur, en heldur samt hinar prýðilegustu veizlur, þar sem allir skemmta sér konunglega. Byrja veizlur hans gjarnan með „Cock- tail“, sem allir verða að taka þátt í af fjöri og þoli. En sá „cocktail“ er almenn- ur söngur ljóða og laga af svo breiðum vettvangi, að þar finna allir eitthvað handa sér. Og í þessari „andlegu ádrykkju" er f jölskyldan svo æfð og samtaka, að allir eru svifnir á ljóðvængi ljóss og tóna eftir örskamma stund án fyrirhafnar, eins og æfður söngkór. Örnólfur er kvæntur hinni ágætustu

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.