Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 2

Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 2
2 EINING Sjá bls. 54. Af sama nærfærnislega skilningnum, einnig lotningu, er húð- strýking Krists gerð. Bls. 98. Það er stórbrotinn tignarsvipur hins máttuga og mikla brautryðjenda á vangamýnd' Krists á bæn í Grasgarðin- um. Bls. 14. Þar hefst þrautagangan — harmleikurinn mikli. Fóts'porið. Sjá bls. 38. Stórkostleg mynd, blóðferillinn mikli, þeirra millj- óna manna, sem fetuðu í fótspor Krists, sóttu fram sigursælir gegn myrkraöfl- unum, sigri hrósandi í dauðanum, ým- ist varpað fyrir klær og kjaft villidýra, rómverskum lýð til skemmtunar í leik- húsunum miklu, eða kvaldir í píningar- klefunum, leiddir á bálið, krossfestir eða hálshöggnir. Öll er þessi mikla saga letruð í þetta ummálslitla, en mikla listaverk frúarinnar. Flóttinn. Bls. 41. Foringinn handtekinn og bundinn. Sveit hans á flótta, en hin sveitin í sókn. Síðar snerist flóttinn í glæsilegasta sigurinn. Hvílík uppörfun og huggun, öllum, sem á vegum ljóssins, heyja baráttuna gegn ofureflinu! Krossfestingarhrópió. Bls. 94. Múg- sálin ægilega. Hvílíkur ógnarkraftur, sefjun og blindni. Öll hugsun fjöldans runnin saman í eitt ægilegt og hugsun- arlaust öskur. Lítið á andlitin mörgu í verki listakonunnar. öll sem storknuð og steinrunnin heimskan. Aðeins einn æðissvipur á öllum. í slíkri múgsefjun týnist einstaklingssálin og öll andlit- in verða að einu ófreskju andliti múg- sálarinnar. Það eru þungir og oddhvassir dropar, sem listamaðurinn sér drjúpa af hönd- um Pílatusar, er hann reynir að sanna sakleysi sitt með handaþvotti. Sjá blað- síðu 118. Þetta eru vafalaust blóðdrop- ar. Og ákærendur Krists hrópuðu: „Hans blóð komi yfir oss og börn vor!“ Löngum hafa líkamsþjáningar Krists, í sambandi við aðdraganda krossfest- ingarinnar og krossdauðann, verið ræðuefni kennimanna í kristnum sið, en hver fær mælt djúp sálarangistar móður hans við krossinn, sjá bls. 154. Með þjáning var hann í heiminn borinn og þyrnikórónan og krossinn var loka- þátturinn. Sjöunda oröiö. Það er eitthvað und- samlega himinsækið í þessu listaverki frú Barböru. Ekki get ég gert mér grein fyrir því, hvers vegna hugur minn hvarflaði fljótt til málverks Einars Jónssonar, Morguns, er ég starði á myndina: „Faðir í þínar hendur fel ég anda minn.“ Þessi tvö listaverk eru af allólíkri gerð og af ólíku tilefni, en er þar ekki einhver mikill skildleiki, sókn inn í ríki eilífðarinnar og ljóssins? Um dauöa Jesú, bls. 186, fagurt og sérstætt listaverk. Dauði höfundar kristninnar og fæðing og ferill kirkju hans. Sjáiö manninn. Bls. 106. Hver er liann? Hin mikla spurning? Hverju svörum við? Pílatusi hefur sjálfsagt ekki hug- kvæmst að í þessum orðum myndi hann gefa öllum komandi kynslóðum og kennimönnum þeirra eitt hið mesta ræðuefni. Sjáið manninn! Hvað sáu þeir, er Pí- latus ávarpaði, í þessum manni! — Burt meö hann! sögðu þeir. Þeir sáu ekk- ert dýrmætt né dásamlegt. Svo hafði illur áróður formyrkvað og blindað sál- arsjón þeirra. Og um allar aldir síðan hafa menn séð hið ólíkasta í þessum manni. Alltaf hljóma orðin: Sjáiö manninn! Forgöngumaður Krists, kraftprédik- arinn, Jóhannes skírari, var ekki glám- skyggn, er hann sá Krist. Eins og Píla- tus sagði hann: sjáið! — „Sjá, Guðs- lambið!“ Hann sá í þessum manni hina miklu fórn, sáttasemjarann, meðal- gangarann milli Guðs og manna. Hann, sem kom til að brjóta niður „millivegg- inn, sem orsakaði fjandskapinn,“ að- skildi mann frá manni, trúflokk frá trú- flokki, eitt kirkjufélag frá öðru, kyn- þátt frá kynþætti, stétt frá stétt og mennina frá Guði. Sjáið manninn! Það er ekki sannað, að Pílatus hafi ekki séð eitthvað svipað í Kristi og Jóhannes skírari og að hann hafi óskað þess innst í hjarta sínu, að æsti múgurinn, sem hann ávarpaði sæi það líka. Þá hefði hann ekki þurft að þvo hendur sínar til vitnisburðar því, að hann væri ”sýkn af blóði þessa réttláta manns!“ Hann játaði það, að hann gæfi böðlunum í hendur réttlátan og saklaus- an mann, en hann var ekki maður til að telja múgnum hughvarf, ekki maður til að standa við sannfæringu sína, ekki maður til að lifa trú sína. Það hafa verið uppi margir Pílatusar síðan. Sjáið manninn! Þar stóð hann og lauk ekki upp munni sínum, „eins og lamb, sem leitt er til slátrunar,“ „sjá, Guðs lambið,” sagði Jóhannes skírari, — og nú stóð hann þar, hrak- inn, hæddur, húðstrýktur og kvalinn, en æðrulaus, eins og lamb leitt til slátr- unar, máttugur og sigurviss, krýndur veglegustu kórónunni, þyrnikransinum, táknmynd allra þjáninga mannkynsins, heiðursmerki Guðs vina. — Látum svo skáldið hafa síðasta orðið: „Oftast fyrst á þessum þyrnikrans þekkir fólkið tign síns bezta manns.“ M. J. Þessi sérstaka útgáfa Passíusálmanna er gefin út á þriggja alda afmæli þeirra. Menningarsjóður gefur hana út. For- málsorð skrifar biskupinn, herra Sig- urbjörn Einarsson. Það er ekki langt spjall, en ágætt. Niðurlagsorðin eru þessi: „Nú hefur kona, frú Barbara Árna- son, gert myndir við sálmana, sem fylgja þeim í þessari útgáfu. Það er fyrsta passía í myndum, sem vér höfum eignazt, en hitt er þó meira, að hún er gerð af frábærri list. Myndir frú Bar- böru munu jafnan taldar meðal merk- ustu tíðinda á ferli Passíusálmanna.“ Það er um Passíusálmana eins og margt annað á braut guðsríkisins á jörðu, þeir fæddust í fátæks manns kofa, en tign þeirra hefur risið hærra með hverri öld, sem liðið hefur. Pétur Sigurðsson. Þið eruð siðferðisstyrkur í þjóðfélsginu Þannig mælti kirkju- og fræðslumála- ráðherra Noregs, Helge Sivertsen, til hjálpræðishersins þar í landi, sem ný- lega átti 75 ára afmæli. Við þetta tæki- færi var hvert sæti skipað í hinum mikla sal ráðhússins í Osló. Meðal hinna tignu gesta var konungurinn og kirkju- málaráðherrann, sem flutti hjálpræðis- hernum heillaóskir ríkisstjórnarinnar og lét þá þessi viðurkenningarorð falla, að hann væri siðferðisstyrkur í þjóð- félaginu. „Mesta löngun hef ég,“ sagði ráð- herrann, „til þess að hrósa ykkur hverj- um og einum fyrir frjálsmannlega djörfung, djörfung til að vinna góð- verkin. Þótt þið státuðuð af þessu sjálf- ir, væri það ekki ástæðulaust, en það gerið þið ekki. Þið sinnið starfinu og það eru verkin, sem sýna yfir hverju félagsskapur sem þessi býr.“ Ómenningin kastar oft steini að starfsemi félaga eins og hjálpræðishers- ins. Það er létt verk. Til hins þarf bæði trúarþrek og djörfung, að rísa gegn spilltum tíðaranda. □ MERKISAFMÆLI. Tveir merkir Reglu- bræður í Hafnarfirði, þeir Gísli Sigurgeirs- son og Kristinn Magnússon, áttu nýlega sjötugs-afmæli. Þeirra verður nánar getið í næsta tölubiaði.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.