Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 3

Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 3
EINING 3 \J o c-t I/ SUMARMÁL Ritstjórn blaösióunnar: Guðmundur I>órarinsson og Einar Hannesson. Hvað vilja ungtemplarar? íslenzkir ungtemplarar vilja móta samfélagsmenninguna, án áfengis. Sam- félag, þar sem kröfunum um frjálsa lífsnautn manna er stjórnað af þeirri samfélagskennd, er vill efla líf, og af tilliti til heilla einstaklings og heildar. Menningu, sem gerir menn hæfari til að uppfylla þær kröfur, sem samfélagið gerir til manna um hagsýni, hæfni og dugnað í daglegum störfum. fslenzkir ungtemplarar telja þess vegna, að menning án áfengis sé eitt af því, sem leiðir til framfara og þjóð- arheilla. fslenzkir ungtemplarar vilja heyja á þessum grundvelli, ásamt öllum mann- bætandi öflum, linnulausa baráttu gegn áfengisverzlun í öllum hennar mynd- um. Sambandið setur því algert bind- indi á áfenga drykki sem skilyrði fyrir félagsréttindum. ró 1 lci ópjci // Grétar Þorsteinsson, þinggæzlumaður ungmennastarfs í Reykjavík, félagi í Ut- félaginu Hrönn, er mjög liðtækur íþrótta- maður. Hann hefur þrisvar sinnum tekið þátt í landskeppni í frjálsum íþróttum. Grétar hefur æft spretthlaup og hlaupið 100, 200 og 400 metra hlaup, en aðalgrein hans eru 400 metrarnir. Grétar er félagi í glímufélaginu Ármanni. Hér á dögunum áttum við stutt spjall við Grétar um íþrótt- ir og fara hér á eftir molar úr því. — Aðspurður kvað Grétar miklar fram- farir hafa orðið á íþróttasviðinu síðustu áratugina. Árangrar hafa orðið betri og betri með hverju árinu og þætti ýmsum nú, sem í sumum greinum frjálsra íþrótta mætti varla komast lengra, hvað metin snerti. Hinum mannlega mætti væru tak- mörk sett. Grétar tók sem dæmi, að um s.l. aldamót hefði heimsmet í 100 metra hlaupi verið 11,8 sek., en nú væri heims- metið 10,0 sek. Samskonar tölur í hástökki væru 1,81 og nálgaðist óðum 2,30 m. 1 kúluvarpi var metið 1896 11,22 m en nú varpaði sá, sem lengst varpaði yfir 20 metra. Og þannig mætti lengi telja. — Grétar sagði aðbúnað og aðstöðu í- þróttamanna afar misjafna og gilti það bæði um einstakar þjóðir og einstaklinga. Sumar þjóðir, ekki sízt hin svokölluðu stórveldi, spöruðu ekkert til þess að sem beztum árangri yrði náð á þessu sviði, enda væru íþróttirnar, sem alkunna er orðnar snar þáttur í kapphlaupi stórþjóð- anna um vinsældir og áhrif. Áhugamennsk- an stæði, sem betur fer, enn víða traustum fótum, en atvinnumennska, dulbúin eða ó- dulbúin, sækti stöðugt á. Gætu menn auð- veldlega séð á þessu, hver aðstöðumunur væri, þegar svo er í pottinn búið. — Ekki færi hjá því, að flestir, sem æfðu frjálsar íþróttir væru þátttakendur í keppni. Þó væri nokkuð um, að menn æfðu án þess að ætla sér að taka þátt í keppni. Ýmislegt fleira sagði Grétar, en hér lát- um við staðar numið að sinni, og þökkum honum fyrir. Ut-félag á ísafirði. Á ferð sinni um Vestfirði í febrúar, stofn- aði Gunnar Þorláksson, erindreki stórstúk- unnar og stjórnarmeðlimur ÍUT, ungtempl- arafélag' í ísafirði. Félag þetta mun starfa innan vébanda stúkunnar ísfirðings. — Við bjóðum félagið velkomið í hóp ÍUT-félaganna. Stjörnuklúbburinn. Ungtemplarafélag Einingarinnar beitti sér fyrir stofnun gömludansaklúbbs ungmenna á aldrinum 16—25 ára. Klúbburinn starfar í GT-húsinu í Reykjavík annan hvern miðviku- dag. Kiúbburinn hlaut nafnið Stjörnuklúbb- urinn. Starfsemi þessi hófst í janúar og hef- ur gengið mjög vel. Félagar í klúbbnum eru rúmlega 100. OFT ER GLATT A HJALLA HJÁ UNG- TEMFLURUM. Við viljum með birtingu þessarar myndar minna á Norræna ung- templaramótið, sem verður1 í Kolding í Dan- mörku dagana 7. til 11. júlí í sumar. Við höfum þær fréttir að færa, að Danir leggi sig mjög fram um að gera mótið sem á- nægjulegast þátttakendum, er munu verða frá öllum Norðurlöndunum og víðar að. . Tóbaksbindindi. Um nokkurt skeið hafa birzt öðru hverju í dagblaðinu Tímanum auglýsingar varðandi tóbaksnotkun. Auglýsingar þessar bera með sér, að þar er á ferð áhugamaður um tóbaks- bindindi. Jöfnum höndum er bent á þá hættu, sem samfara er notkun tóbaks og þann mikla kostnað, sem leiðir af neyzlu þess. Við leyf- um okkui' að birta hér á eftir eitt sýnishorn. „— Reykingar og arfur afkomenda. Við gát- um í síðasta þætti sextugra hjóna, sem vörðu hluta bankainnstæðu sinnar, vegna tóbaks- bindindis, til íbúðarkaupa og áttu þó eftir kr. 115.000,— Ef þau létu upphæðina standa óhreyfða myndu þau eiga kr. 280.000,— við sjötugs aldur, og skiptu þau henni milli 4 erfingja, fengi hver þeirra kr. 70.000 í reiðufé. — Allt ávöxtur þess að þau byrj- uðu ekki að reykja 18 ára en lögðu andvirði eins pakka á dag kr. 21,oo á vöxtum á banka. •—HG12.“ Þessi ágæti áhugamaður á þakkir skilið fyrir hugkvæmnina og þá fórnfýsi, sem hann sýnir með þessu framtaki, sem kostar ekki svo lítið fé.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.