Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 5

Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 5
EINI NG 5 Einar Tömasson sjötugur Fáir mannkostir eru mikilvægari í öllu félagslífi, og reyndar hvar sem er, en staðfestan, trúmennskan og traust- leikinn. Áhlaupamenn geta verið mjög þarfir til átaka undir ýmsum kringum- stæðum, en til þess að gefa öllu mann- lífi nægilega kjölfestu og öryggi, er staðfestan og hin óbrigðula trúmennska flestu nauðsynlegri. Einar Tómasson, fyrrv. kolakaup- maður, sem átti sjötugsafmæli 18. febr- úar s.l., er einmitt einn þessara traustu manna, sem skipa sæti sitt vel og bregð- ast ekki, og er þetta eitt hið bezta, sem um menn verður sagt. Það er ró og festa yfir öllu látbragði Einars, um hann enginn taugaæsandi stormur né hávaði, og um þessa rósemd hjartans vitnar svipur hans. Rúmlega 50 ár hefur hann verið einn sinni, það mun hafa verið 1915, varð stutt, en strax varð séra Sigtryggur mér minnisstæður. Á árunum 1930 til 1940 kom ég svo oft að Núpi og flutti marga fyrirlestra í skólanum þar. Þá veittist mér það að kynnast þessum frábæra mannkostamanni. Alla vildi hann styðja, og þessu blaði sendi hann stundum gjafir og hélt tryggð við það til dauðadags. — Blessuð veri minning hans. Hann unni sinni þjóð, unni sann- leikanum, helgaði líf sitt hinum göf- ugustu hugsjónum og helgustu trú. Hann deyr ekki. Pétur Sigurðsson. af þessum ómetanlegu, traustu félög- um góðtemplarareglunnar, víst alltaf félagi stúkunnar Einingarinnar nr. 14 í Reykjavík, og við hlið hans var þar jafnan hans ágæta kona, Ragnhildur Jónsdóttir, Einars Jónssonar, prentara. Hjúskap hófu þau Einar og Ragnhildur árið 1917 og vissulega áttu þau erindi saman, því að börn þeirra eru 11, öll á lífi við góða heilsu og góða líðan. Einar Tómasson hefur verið gæfumaður og hann hefur gert heilan hóp sveina ham- ingjusama með því að gefa burt 9 dæt- ur sínar, hreppti sonur minn eina þeirra, sem þegar er búin að fæða honum sjö syni, hvað sem meira verður, um það vil ég ekki gerast neinn spámaður. Bindindisstarfið hefur ávallt verið á- hugamál Einars Tómassonar. Hann er nú heiðursfélagi í stúku sinni. Gaman hefur Einari þótt að innlífa sig frí- merkjasöfnun og mun vera allvel að sér í þeirri grein. Þá er hann slingur veiði- maður, þykir gaman að fást við laxinn og hefur iðkað það um áratugi. Hann hefur hlotið verðlaun og heiðursmerki fyrir heppni og snillimennsku við lax- veiðarnar, en mest hrós á Einar skilið fyrir þegnskap og það hversdagslíf, sem einna bezt tryggir heill hverrar þjóðar. Við erum margir reglubræður hans, sem samfögnum honum yfir heillaríkri ævigöngu fram á sjötugasta afmælis- daginn, óskum honum allrar blessunar á komandi dögum og þökkum góða lið- veizlu hans í félagsstarfinu. Pétur Sigurðsson. [=] 40 ára: Barnastúkan Eyrarrós í Siglufiröi Þetta er ein albezta og merkasta barnastúka landsins. Hún var stofnuð 14. janúar 1923 og hefur starfað mjög vel síðan til mikilla þrifa og velfarnaðar siglfirzkum æskulýð. Stundum verið fjölmennasta barnastúka landsins. Lengst af hafa þrjár valdar konur ver- ið gæzlumenn hennar. Fyrst sú, sem var aðalhvatamaður að stofnun stúkunnar, Frú Guðrún Jónsdóttir, þá frú Kristín Þorsteinsdóttir, og svo fram að því síð- asta um 26 eða 27 ára skeið, frú Þóra Jónsdóttir. Óhætt mun að fullyrða að þessar ágætu konur hafi með þessu starfi, unnið mikilvægt uppeldisstarf. Þetta er einmitt hið mikilvægasta á- fengisvarnastarf, sem oft gleymist að þakka, sem vera ber, þótt hinum sé sungið lof, sem reyna að draga nokkra af auðnuleysingjunum upp úr foraðinu, sem Áfengisverzlun ríkisins hryndir út í það. Eftirtektarvert er það, hve margir unglingar 14 ára og eldri eru í stúk- unni, og skiptast þeir þannig: Stúlkur yngri en 14 ára...... 123 Drengir yngri en 14 ára...... 82 Stúlkur eldri en 14 ára...... 107 Drengir eldri en 14 ára...... 56 Fulltíða félagar (þ. e. 14 ára og eldri), sem eru líka í undirstúku, eru 80. Alls eru félagar barnastúkunnar 368. Og enn er valið fólk gæzlumenn stúk- unnar. Aðalgæzlumaður, Jóhann Þor- valdsson, kennari, margreyndur og á- gætur liðsmaður bindindisstarfsins, og aðstoðargæzlumaður, frú Kristín Gunn- laugsdóttir. Happ er það þjóðinni, þeg- ar hinir æskilegu leiðbeinendur gerast leiðsögumenn uppvaxandi æskumanna. Prýði þessi Eyrarrós sem lengst Sigluf j arðareyri. i=i Tölurnar hækka Árið 1962 varð áfengissalan í land- inu tæpar 236 milljónir króna, 36,5 milljónum króna meiri en árið 1961 og er það aðallega verðhækkun, sem kem- ur hér til greina. Magn áfengisneyzl- unnar á mann var rúmlega 1,8 lítri ár- ið 1962, en rúmlega 1,6 árið áður. Er þessi aukning því töluverð og meiri en hún hefur verið undanfarin ár. Vafa- laust er það velgengnin, fjölgun vínveit- ingahúsanna og svo ill tízka, sem veld- ur þessari meinþróun í áfengismálum þjóðarinnar og er það slæm niðurstaða. Leyni-innflutningur og sala er senni- lega ekki meiri nú en verið hefur und- anfarin ár, en farsælast væri það allri þjóðinn, ef tölurnar gætu farið að hall- ast á hinn bóginn, færast jafnt og þétt niður á við. Það myndi vitna um menn- ingu og vaxandi siðferðisþroska manna. í Noregi seldi ríkiseinkasalan áfenga drykki árið, sem leið, fyrir næstum 600 milljónir norskra króna, en árið áður var salan 573 milljónir kr. Salan s.l. ár nálgast því fjögur þúsund milljónir ísl. króna.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.