Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 7

Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 7
EINI NG 7 Uih keitaga (ftcð „Komið, vér skulum hverfa aftur til Drottins, því að hann hefur sundurrifið og mun lækna oss, hann hefur lostið og mun binda um sár vor. Hann mun lífga oss eftir tvo daga og reisa oss upp á þriðja degi, til þess að vér lifum fyrir hans aug- liti. Vér viljum þekkja, kosta kapps um að þekkja Drottinn, — hann mun eins áreiðanlega koma, eins og morgunroðinn rennur upp — svo að hann komi yfir oss eins og regnskúr, eins og vorregn, sem vökvar jörðina.“ Hvað skal ég við þig gera, Efraím, hvað skal ég við þig gera, Júda, þar sem elska yðar er eins hvikul og morgunský, eins og döggin, sem snemma hverfur.“ — Hósea 6,1—J. Er vandinn enn hinn sami og á dögum spá- mannsins, að elska okkar til Guðs og alls þess, sem gott er, satt og fagurt, sé hvikul eins og morgunský, eins og döggin, sem snemma hverfur? En fráhverft þessu lendir mannkynið alltaf í því að verða „sundurrifið,“ verða „lostið“ og þurfa að bera sár — djúp sár. En ef þjóðirnar segja af heilum hug: „Vér viljum þekkja, kosta kapps um að þekkja Drottinn,“ þá er lækningin vís, bless- un himinsins yfir líf þjóðanna, svalandi, græðandi eins og vorregnið, sem vökvar jörðina. Þegar norð- urhvel jarðar hverfur árlega á ný til sólarinnar, þá rennur upp vor og sumar. Vorregnið, sem spá- maðurinn talar um, er afturhvarf mannkynsins, sú andlega vakning, sem breytir vetrarkulda ó- friðar og sundrungar í kærleiksyl og bræðralag. Altaristafla í Brimilsvallakirkju í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Gefin í minningu Kristólínar Kristjánsdóttur, konu Ólafs Bjarnason- ar bónda á Brimilsvöllum. Gefendur: vinir og vandamenn. Altaris- taflan var sett í kirkjuna haustið 1962 og fór þá fram virðuleg vígslu- athöfn í kirkjunni. Taflan er 2,30 metrar á hæð. — Listaverkið gerði Guðmundur Einarsson, myndhöggvari. mér vandalausum. Og ég tek samsinnandi undir ummæli síra Magnúsar Helgasonar í húskveðjunni eftir hann: „Mér finnst hann hafa verið mestur maður allra þeirra, sem ég hef haft kynni af, og einn af þeim beztu.“ Þannig endar Einar Kvaran þessa ágætu ritgerð sína um Björn Jónsson. En þar er minnzt á mörg afrek hans, afstöðu hans til ýmissa mála, heilindi, vinnuþrek og mikinn mann- dóm. Föðurlandið og móðurmálið var honum sem helgir dómar. „Enginn maður hefir getað unnað móðurmáli sínu heitar en hann gerði . . . Hann hugsaði um það sem eitthvert stórslys og óbætanlega minnkun, ef óíslenzkulegt orðfæri slapp inn í ísafold eða þar sást einhver subbuleg setning.“ Þannig mælir Einar Kvaran. Var það ekki ómetanlegur vinningur hvers málefnis að eiga liðveizlu slíks manns sem Björns Jónssonar? Þar fór saman mannvit og manndómur og mikil drenglund, eins og þegar hefur verið minnzt á. Á 55. blaðsíðu ritgerðarinnar, segir Einar Kvaran: ,,Á þessum árum kom upp hér á landi mál, sem Björn Jónsson lét mjög til sín taka, og hefir víst verið honum einna hjartfólgnast allra mála, að bindindismálinu undanteknu." Hér gefst okkur, sem gert höfum bindindi að baráttumáli okkar, gott tækifæri til að staldra við og hugsa. Kvaran minnist á sérstakt mál, sem hafi verið Birni Jónssyni einna hjartfólgnast, að bindindismálinu undanteknu. Með öðrum orðum: honum var bindindismáliö hjartfólgnast. Hér er mikið sagt, því að Björn Jónsson átti mörg stór áhugamál, svo sem sjálfstæðismál þjóðarinnar, en skyldi honum ekki hafa verið fyllilega ljóst, að einn veigamesti þátturinn í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar var einmitt sá, að losa hana úr klóm áfengispúkans, sem svo lengi hafði leikið hana grátt. Af þessum skilningi á málinu gerðist Björn Jónsson einn sterkasti liðsmaður í þessari sveit manna, sem stefndi mark- visst að algeru áfengisbanni. Hann vissi að engan verri óvin og hættulegri skaðvald átti þjóðin yfir höfði sér en áfengispúkann. Aftur segir Kvaran (bls. 59) : „Merkustu málin, sem náðu fram að ganga á þinginu (1909) voru auk sambandsmáls- frumvarpsins, áfengisbannlögin og háskólalögin. Bannlögin voru auðvitað eftirlætisbarn Björns Jónssonar, eftir alla hans miklu baráttu í bindindismálinu. Og meiri þátt átti hann en nokkur einn maður annar í því, að koma þeim hina öruggu leið gegnum þingið.“ og sem ráðherra undirritaði

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.