Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 8

Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 8
8 EINING Sjötugur: séra Halldór Kolbeins Heill þér sjötugum, séra Halldór Kolbeins, vinur minn. Menn, sem aldr- ei lenda í vandræðum, geta hæglega komið öðrum í vanda. Og þegar ég gef í skyn, að þú hafir aldrei verið í vand- ræðum staddur, á ég við það, að þótt fjöll hafi risið framundan, þá munt þú jafnan hafa sagt eins og Nopoleon: „Þar skulu engir Alpar verða.“ En nú hefur þú komið mér í vanda. Allt í einu orðinn sjötugur, og ég fyrir löngu auðvitað búinn að marghneyksla lesendur Einingar með öllum mínum af- mæiisgreinum, sem jafnan verða of langar í þetta litla blað, en þyrftu þó ævinlega að vera lengri, ef skrifa ætti um menn eins og þeir eiga oft skilið. Mig langaði til að velta vandanum af mér, því að vissulega er ekki vandalaust að skrifa um þig svo að vel sé, og fá einhvern annan til að skrifa um þig í Einingu, en hvern þá? Nógir eru svo sem til. Tveir góðir eru þó frá teknir, báðir búnir að skrifa um þig í Morgun- blaðið — prófessorarnir báðir, heiðurs- og skáldaprófessorinn Hagalín og guð- fræðiprófessorinn Björn Magnússon. Ég óska þér til hamingju með þína öruggu sigurgöngu upp á sjöunda þrep aldursstigans, og með þessar tvær greinar. Þeim mátt þú vel una, og mjög hefði ég viljað mega skreyta Einingu með þessum greinum, en Morgunblaðið lesa margir og þar voru þær því bezt komnar. Segi svo: hjartans þakkir fyr- ir alla uppörfun, þegar fundum okkar hefur borið saman, fyrir vináttu og oft gott samstarf, og sný svo máli mínu snöggvast til lesenda blaðsins. Þegar ég freistast til að fara nokkr- um orðum um séra Halldór Kolbeins, koma mér helzt í hug orð, sem eitt sinn voru sögð um hinn merka presta- skólakennara Phillips Brooks: „Dag- urinn var drungalegur og ömurlegur, þá kom Phillips Brooks gangandi niður götuna og sjá, bjart varð yfir öllu.‘- Mér hefur alltaf fundizt lifna og birta yfir öllu, þar sem séra Halldór hefur komið. Stutt er síðan ég hlustaði á hann á stúkufundi og með honum kom einhver hressandi gustur af nýju lífi, og svo hefur það jafnan verið. Þegar hann var prestur í Súgandafirði, kom ég stundum gangandi frá önundarfirði yfir Klofningsheiði og niður að Stað, prestsetrinu í Súgandafirði, og þar var göngumóðum gott að koma. Eitt sinn, er ég kom þar, stóð svo á, að ég hafði lofað að koma aftur til Flateyrar bráð- lega og flytja þar erindi á kvennaþingi. Á leiðinn yfir fjallið var ég stundum að hugleiða, hvað ég ætti að bjóða hin- um ágætu konum. Kom mér þá í hug þetta biblíuorð: „Sjá, drottinn skapar nýtt á jörðu, kvenmaðurinn verndar karlmanninn." Ég spurði séra Halldór, hvar í biblíunni þessi ritningargrein væri. „Er þetta í biblíunni?" spurði hann. „Já,“ svaraði ég, „og þú hefur sjálfsagt reynt sannleiksgildi þessara orða. Það er sjaldan asi á frú Láru Ólafsdóttur, en áreiðanlega hefur hún verið manni sínum, eins og fleiri góðar konur, sannur verndarengill. Menn, sem eiga slíkar konur, geta jafnan borið höf- uð hátt.“ Ég ættfæri hvorugt hjónanna hér. Það hefur Hagalín gert í sinni ágætu Morgunblaðsgrein. En þakklátur má hver maður vera, sem af góðu bergi er brotinn. Það þótti mér bæði þægilegt og skemmtilegt, að þegar ég kom að Stað og ferðinni var heitið að Suður- eyri, þá var eins og séra Halldóri fynd- ist hann eiga að vera eins konar með- hjálpari minn. Hann gekkk með mér inn í kauptúnið og strax, er við komum hann staðfestingu bannlaganna. Getum við, bannmennirnir, ekki verið ánægðir með þenna fyrirliða okkar, lifandi og látinn. „Bannlögin voru eftirlæt- isbarn Björns Jónssonarsegir höfundur ritgerðarinnar. Sjálfsagt hefur Björn Jónsson, skilið það af reynslu und- anfarinna kynslóða og reynslu annarra þjóða, að áfengis- neyzlunni yrði aldrei haldið í skefjum meðan áfengissala væri leyfð. Hann hefur litið á það mál eins og Abraham Lin- coln, sem sagði, að áfengissalan yrði aldrei hamin — aldrei „controleret,“ hana yrði að afmá, líkt og krabbamein er skor- ið burt. Áfengissalan er gróðavegur, og fégirndin sleppir engu, nema hún sé neidd til þess. Bidindisfræðsla, umvand- anir og góðar bænir bíta ekki á fégirndina. Tækifærið verð- ur að taka frá henni, allt annað reynist hálfverk og minna en það. Árið 1913 átti ég heima í Noregi, þá rúmlega tvítugur, hafði þá aldrei skipt mér af bindindi, þekkti vel bæði bragð- ið af áfengi og tóbaki, þótt ég afneitaði hvoru tveggja um þetta leyti. Þá sá ég mynd í tímariti frá Bandaríkjunum. Það var myndin af manninum með dollaraaugun, manninum, sem sá ekkert nema dollar. Hann sá ekki öll slysin, allan ófarnaðinn og skelfingarnar, sem gerðust í kringum hann af völdum áfengissölu hans. Þessi mynd hefur síðan oft verið mér gott ræðuefni, og frá því að ég sá þessa mynd, hef ég verið heilshugar bannmaður. Og oft hef ég verið þakklátur fyrir það, að vera í góðum félagsskap, þar sem nefna má menn eins og Björn Jónsson og aðrar beztu hetjur bannstefnunnar á íslandi, og svo menn eins og Abraham Lincoln, Kagawa í Japan, Gandhi í Indlandi, Bernard Shaw, svo að einhverjir séu nefndir. Ef þeir menn, sem tóku við sjálfstæðismálinu úr höndum Björns Jónssonar, hefðu haldið stefnu hans í bindindis- málinu, þá væri nú gott ástand í landi hér í þeim efnum. Hvenær rennur sá dagur upp á ný? Það er ekki unnt að semja við áfengispúkann, fremur en Kristur við Satan á stundu freistingarinnar. Hann leysti málið einfaldlega: „Vík burt frá mér, Satan.“ Slíkt hið sama verður sveit bindindismanna um heim all- an að segja við áfengispúkann — áfengissöluna. Síðari ritgerðin í jólabók Isafoldar, um Ólaf Björnsson, eftir Sigurð Guðmundsson, skólameistara á Akureyri, er slík perla, slík mannlýsing, að hverjum ritstjóra myndi þykja mikill fengur að mega skreyta blað sitt þessu fagra ritverki. Þar er naumast unnt að tína úr dýrustu setning- arnar. Allt þarf þar helzt að fylgjast að. Stutt ævi, dásamlegt líf, yndisfögur mannlýsing, aflgjafi og hvatning hverjum manni til dáða, drengskapar og betr- unal’- Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.