Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 10

Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 10
ÍO EINING Laust fyrir hátíðarnar í vetur barst ritstjóra blaðsins gott bréf frá Akur- eyri. Það skrifaði Jón Kristinsson, rak- ari. Bréfi þessu fylgdi góð afmælisgjöf til blaðsins, en það átti 20 ára afmæli í nóvember s.l. Gjöfin var 6 nýir kaup- endur blaðsins. Hver vill vera næstur? Höfundur bréfsins flytur blaðinu góðar óskir og fer mjög notalegum orð- um um það, sem gert hafi blaðið „eftir- sóknarvert.“ Svo segir hann frá jóla- fundi elztu stúku landsins — Isafoldar — en á þeim fundi bættust stúkunni fimm nýir félagar. Til fundarins voru einnig boðnir félagar hinnar stúkunnar á Akureyri — Brynju. Vil ég nú lofa lesendum blaðsins að heyra, hvernig stúkan Ísafold-Fjallkonan heldur jóla- fundi sína. I bréfinu segir: „Eftir fundarsetningu og vígslu ný- liða, þegar einhverjir eru, eru sungin 3 f. v. af sálminum „í Betlehem er barn oss fætt.“ Þá er flutt í tali og tón- um upphaf 2. kap. Lúkasar guðspjalls. Hirðarnir heyrast leika á flautur sálma- lag. Engillinn flytur boðskap sinn, við undirleik þýðra orgeltóna — „1 Betle- hem er barn oss fætt.“ „Himneskir her- skarar“ flytja lofsöng og slá hörpur, en þulur les textann og tengir saman. Þá eru sungin 3 næstu vers sálmsins „í Betlehem,“ en síðan flytur prestur jólahugvekju. Þegar hann hefur lokið máli sínu, er sungið 7. vers sálmsins, sem nefndur var, og svo gengið í sam- bandshring. Þar útbýta dróttsetar kert- um til allra. Æðstitemplar kveikir á sínu kerti og með því á kertum þeirra, sem næstir honum standa, en þeir síðan á kertum þeirra næstu, og svo hver hjá öðrum, unz tendraður er ljósahringur. Þá er sungið f. v. af „Heims um ból,“ prestur flytur bæn og eru svo sungin tvö síðustu vers sálmsins, og lýkur þann- ig athöfn þessari. Kertin hefur hver og einn heim með sér og tendrar þau síðan á jólunum. Athöfn þessi hefur jafnan verið mjög hátíðleg." Hér lýkur kafla bréfsins. Góðtempl- arareglan á Akureyri hefur verið frá fyrstu tíð mjög merkur menningarfé- lagsskapur. Þar hafa margir ágætis- menn verið að verki fyrr og síðar, og enn nýtur hún þar góðra starfskrafta. Starfsemi hennar er því góð fyrirmynd. Verði svo um öll ókomin ár. Vitnisburbur Sigfúsar Blöndaís um áfengismál og bindindismenn ii I Endurminningum Sigfúsar, á bls. 78 og 79, er eftirfarandi frásögn: „Af öðrum einkennilegum mönnum, sem eins og settu svip á borgina, man ég eftir Benedikt Gröndal (Sveinbjarn- arsyni), litlum manni vexti, grönnum, snarlegum og skínandi af fjöri og gáf- um, alls staðar og hvenær, sem hann var að finna. Gröndal hafði verið kenn- ari við latínuskólann, en honum hafði þá nýlega verið vikið frá embætti vegna óreglu. En þar sem ekki var hægt að neita verðleikum hans sem skáld og rithöfundur, var hann látinn fá eftir- laun og eins konar rithöfundarstyrk hjá Alþingi, sem hét svo að væri til að vinna að riti um menningarsögu Norð- urlanda .... Einu sinni var Gröndal að drekka inni á „káetunni" (svo var kallaður óæðri hlutinn á Hótel fslandi) með einhverjum sjómönnum. Honum mislík- aði eitthvað við þá og fór að skamma þá, og kallaði þá ,,dóna.“ — „Því ertu þá að drekka með okkur, ef við erum dónar?“ spurði einn þeirra. — „Það skal ég segja þér, það er af því, að ég get verið dóni líka,“ sagði Gröndal, „það er sá munur á mér og ykkur, að þegar ég er fullur, þá er ég dóni, en þið eruð dónar bæði fullir og ófullir." í annað skipti var Gröndal á heim- leið frá káetunni, en var óstyrkur á fót- unum, datt og gat ekki staðið upp aft- ur. Hann lá þar nú nokkra hríð, þangað til að mann bar að, sem fór að hjálpa honum, Sveinn að nafni, sjómaður, stór og sterkur, sem Gröndal kannaðist við. Sveinn bauðst til að hjálpa honum heim, en Gröndal fannst það of langt, og bað Svein heldur að bera sig inn á káetuna aftur. Sveinn gerði það. Þeim sem þar sátu var heldur en ekki skemmt við sjónina, er Sveinn kom inn með Grön- dal á bakinu, og settu upp skellihlátur. „Hvað eruð þið að hlæja, aularnir ykkar!“ sagði Gröndal, „það er bara ég, sem kem hér með hann Svein minn!“ Um Gröndal má samt segja, að drykkjuskapur hans varð aldrei til að eyðileggja hann, en því miður fór svo um marga á þeim tímum í Reykjavík, enda var þar í rauninni mikil drykkju- skaparöld, ekki sízt meðal kaupmanna, en „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ Ég hef áður nefnt Sigmund prent- ara Guðmundsson, glæsilegan mann á velli og mesta dugnaðar- og gáfumann, ágætan í iðn sinni, sem á endanum varð ræfill af drykkjuskap.“ Þannig lýsir Sigfús Blöndal lífinu í Reykjavík skömmu áður en góðtempl- arareglan kom til sögunnar. Þar var „mikil drykkjuskaparöld“. Hefði fólk- ið í Reykjavík verið eins margt þá og nú, er aldarhátturinn var slíkur sem Blöndal lýsir honum, þá hefði ástandið verið furðulegt, Getið þið mótað þá mynd í huganum ? Yfirleitt talar Sigfús Blöndal vel um fólkið í bænum, og hælir embættis- mönnum, en drykkjuskapurinn var samt þessi ljóti skuggi á bæjarlífinu. Nú skulum við í næsta kafla heyra, hvaða breyting varð á, samkvæmt frá- sögn Blöndals, þegar góðtemplarar hófu starfsemi sína í bænum, ekki aðeins varðandi drykkjuskapinn, heldur einn- ig félagslífið.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.