Eining - 01.04.1963, Page 1

Eining - 01.04.1963, Page 1
Undramáttur ástríkisins Eitt hið mikilvœgasta áhrifavald til mótunar líkams'> sálar og tilfinningalífs okkart Vísindamaður leggur fram staðreyndir. Höfundur: Ashley Montagu. Grein þessi birtist nýlega í tima- ritinu Reader’s Digest. SLLT fram að síðustu árum hafa vísindamenn kynokað sér við að hefja rannsóknir varðandi ástríki, en með vaxandi skilningi og athugun á undirrót á geðbilun og sálsýki hefur athyglin beinzt meir og meir að fyrstu æviárum mannsins. Nýfæddu barni er það langmikilvæg- ast að halda lífi. En það eitt, að halda lífi, er ekki nægilegt, og í flestum til- fellum er vafasamt, hvort aðeins full- næging líkamsþarfanna nægir til þess. Samkvæmt hlutlausri athugun og rann- sóknum allmargra lækna og annarra könnuða, er það nú vitað, að hverju ungbarni er nauðsynleg ástúð sem einn þáttur uppvaxtarins, og án þess að verða ástúðarinnar aðnjótandi þrosk- ast það ekki sem heilbrigð lífvera til sálar, anda og líkama. Þótt vel sé séð fyrir líkamsþörfum þess, getur það samt visnað upp og dáið. Vegna þekkingarskorts á þessu, fór svo hina fyrstu tvo áratugi þessarar aldar, að ekkert þeirra barna, sem inn- an eins árs voru vistuð í sjúkrahúsum eða ungbarnastofnunum, hélt lífi. Þessi óskaplegi ungbamadauði var til umræðu á fundi Barnalækningafélags Banda- ríkjanna árið 1915. Þá greindi dr. Henry Chapin frá því, að í tíu ung- bamahælum (eða sjúkradeildum) í Bandaríkjunum hefðu öll börn innan tveggja ára dáið, að einu undanteknu. Á þessum sama fundi skýrði dr. R. Hamil frá því, að í stofnun í Fíladelfíu, sem hann var tengdur, hefði ekkert barn, er þangað var komið innan eins árs, náð tveggja ára aldri. Læknir frá New York, dr. T. S. Southworth, gat þess, að það hefði verið venja einnar stofnunar, sem þá var lögð niður, að merkja á móttöfkuspjald hvers ung- barns: vonlaust. Það náði yfir allt sem fyrir gat komið. Yfir þetta ástand varpar frásögn dr. Fritz Talbots skæru Ijósi. Hann heim- sótti barnaspítala í Diisseldorf í Þýzka- landi fyrir svo sem 50 árum. Hann veitti athygli aldraðri konu, sem var á vakki um deildina með ungbam í fang- inu. Hann spurði forstöðumanninn, hverju þetta sætti. „Ó, það er hún Anna gamla,“ var svarið. Þegar við get- Bros á hverju andliti, sæluværð yfir hinu yngsta. Ástríki sjáanlega alls- ráðandi og Iífsfyll- ingin augljós.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.