Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 5

Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 5
EINI NG 5 SJÖTUGUR: Kristinn J. Magnússon, málarameistari Hinn 25. febrúar síðastliðinn varð einn af þekktustu mönnum góðtempl- arareglunnar í Hafnarfirði sjötugur, maður, sem jafnframt er meðal kunn- ustu iðnaðannanna þar í bæ og haft hefur góð og mikil afskipti af ýmsum félagsmálum öðrum en reglustarfinu. Það er Kristinn J. Magnússon málara- meistari . Kristinn er fæddur í Narfakoti í Innrí-Njarðvík 25. febr. 1893. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Ólafsdóttir og Magnús Pálsson sjómaður, er þá var til heimilis í Narfakoti hjá bróður sín- um, Árna Pálssyni kennara (föður Ár- sæls bókbindara og þeirra systkina). Til Hafnarfjarðar fluttist Kristinn vorið 1916, og gekk þá um haustið (4. nóv- ember) að eiga heitmey sína, Maríu Al- bertsdóttur. Hafa þau átt myndarlegt heimili í Hafnarfirði og komið 7 mann- vænlegum börnum upp, sem búsett eru í Hafnarfirði og Reykjavík og eitt á Raufarhöfn, öll gegnir þegnar síns bæjarfélags, — en barnabörn þeirra hjóna eru nú 9 talsins. Kristinn hóf sjálfstæða starfsemi sem húsamálari árið 1920 og hefur stundað þá iðn síðan og jafnan þótt vandvirkur og smekkvís í starfi. Á unglingsárunum suður í Njarðvík hafði Kristinn um skeið verið félagi í stúkunni Trúnni nr. 38. Þann þráð tók hann ekki upp aftur fyrr en á nýársdag 1928, er hann gekk í stúkuna Daníels- her nr. 4, og er ekki ofmælt, að þar hafi þeirri stúku borizt notadrjúg nýársgjöf. Kona hans hafði gengið í stúkuna mán- uði áður. Hafa þau hjón unnið stúku sinni og stefnu hennar síðan af mikilli trúmennsku. Kristinn var gerður að fjármálarit- ara stúkunnar jafnskjótt og hann hafði gengið í hana, og er það skemmst af að segja, að síðan hefur hann jafnan gegnt einhverju embætti innan hennar, nú í þriðjung aldar. Hann hefur verið æðsti templar nokkrum sinnum og einnig um- boðsmaður stórtemplars. Nú gegnir hann hinu síðartalda embætti (frá 1955). Fulltrúi stúku sinnar hefur hann verið á fjölmörgum þingum hinna æðri stiga. Þingtemplar var hann í nokkur ár og átti um skeið sæti í framkvæmda- nefnd umdæmisstúkunnar. Tvívegis hefur hann átt sæti í framkvæmda- nefnd Stórstúku Islands (1953—55 og 1959—61), bæði skiptin sem stórkape- lán. Með þessari upptalningu er þó ekki sagan sögð öll. Hins er eftir að geta, sem mest er um vert: Öll þessi trún- aðarstörf hefur Kristinn rækt með stakri alúð og samvizkusemi. Ég ætla, að furðu fáir séu þeir fundir í Daníels- her síðan 1928, sem Kristinn hefur ekki mætt á, hafi hann verið ósjúkur, og jafnan tekið drjúgan þátt í störfum fundanna. Slík er trúmennska Kristins við þann málstað, sem hann tekur að sér. Nýtur hann og óskoraðs trausts félagssystkina sinna. Má geta þess til marks um það, að hann hefur verið formaður húsnefndar góðtemplara í Hafnarfirði síðan 1942. Svo mætti virðast, að framlag Krist- ins til reglustarfa væri ærið nóg félags- málaverk einum manni, sem jafnframt hefur lengstum haft fyrir mannmörgu heimili að sjá. En ekki hefur sú orðið raunin á um Kristin J. Magnússon. í tveim félagssamtökum öðrum hefur hann unnið svo mikið og gott straf, að hvort um sig mundi teljast sæmilegt af hverjum meðalmanni, auk þess sem hann hefur verið í barnavei’ndarnefnd og stjórn sjúkrasamlags. Kristinn hefur verið félagsmaður í málfundafélaginu Magna síðan 1935. Ókunnugum kynni að virðast, að það væri ekki mikið til frásagnar. En þar leynist þó meira undir. Það var mál- fundafélagið Magni, sem 1924 hóf trjá- rækt í hinum sérstæða skemmtigarði Hafnfirðinga, Hellisgerði, og hefur séð um alla ræktun þar og starfrækslu síð- an. Kristinn var formaður Magna 1939 —56 eða í 17 ár og formaður garðráðs næstu 3 ár og auk þess garðvörður síð- astliðið ár. Hann hefur átt mörg sporin og margri stundinni varið fyrir Hellis- gerði á þessum tíma öllum. Ekki hafa störf Kristins í þágu frí- kirkjunnar í Hafnarfirði síður verið þeirri stofnun notadrjúg. Þar hefur hann verið í safnaðarráði síðan 1932, meðhjálpari síðan 1939 og umsjónar- maður kirkjunnar frá 1951. Hafa þessi störf hans verið unnin af sömu elju og alúð og störf hans fyrir regluna og Hell- isgerði. Það var mjög að maklegleikum, að stúkan Daníelsher gerði Kristin J. Magnússon að heiðursfélaga sínum á sjötugsafmæli hans. Jafnframt stofn- uðu nokkrir félagar í Daníelsher heið- ursmerkjasjóð, er notaður skal til að veita stúkufélögum, er til þess þykja hafa unnið öðrum fremur, viðurkenn- ingu fyrir störf sín. Var Kristni afhent heiðursmerki frá sjóðnum, smekklega gert, fyrstum manna. Er það samróma álit þeirra, er til þekkja, að hann hafi til þess unnið. Ólafur Þ. Kristjánsson. ____U5=o Slysfarir Á fyrstu 26 dögum þessa árs urðu hér á landi 9 dauðaslys með ýmsum hætti. Allt var þetta fólk á ungaaldri. í þessum fyrsta mánuði ársins urðu 19 dauða-umferðarslys í Noregi. Mest af þess- um slysum gæti gætni og granvarleiki af- stýrt. Skortur á gætni og grandvarleika verður alltaf þar sem menn ekki stjórnast af vakandi ábyrgðartilfinningu, en ábyrgð- arkenndin er beinn ávöxtur siðferðisþroska. Það er þessa dyggð, sem hraðamenning- una skortir svo tilfinnanlega, og þess vegna verður slysafaraldurinn svo geigvænlegur. Enginn hrekkur vi5 Getur fólk vanizt þessu, þótt iðulega segi l>löðin frá manndrápum í sambandi við drykkjuskap eða stórslysum, brunum og alls konar ófarnaði. í febr. sl. skýrðu norsk blöð frá drykkjusvalli og áflogum þar á einum stað. Einn maðurinn fékk hnífstungu í mag- ann, skreiddist hann heim í hús sitt og dó þar. Svo mælir ráðherrann Hinn nýkjörni félagsmálaráölierru Nor- egs, Olov Gjærevoll, prófessor, segir, að á vegum embættis síns muni hann gefa mjög gaum að áfengismálunum, sem liann telji vera eitt af mestu og hœttulegustu vanda- málum þjó'öarinnar. Slíkl þgrftu allir teiötogar þjóöa að gera. (Heimild: Godtemplarbladet norska).

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.