Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 6

Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 6
6 EINING EINING Mánaðarblað um áfengismál, menningarmál. bindindi og önnur Ritstjóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum f járhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku íslands, kostar 50 kr. árg., 5 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík. Sími: 15956. látan og algóðan. Auðvitað verður þessi trú ávalt að vera að miklu leyti eða mestu leyti hugsjón, því að Guð getur enginn skilgreint. Hann er órannsakanlegur og yfir allan mannlegan skilning hafinn, en hann er vissulega mannsins og mannkynsins hæsta, altækasta og dásamlegasta hugsjón, og margan hefur sú hugsjón frelsað frá sinnisveiki, óham- ingju, brjálæði og alls konar vansæld og óhamingju, en orðið sönn lífsfylling, máttugur stjómandi mannsins að öllu leyti, fagnaðarefni í andstreymi og huggun í öllum sorgum. Gleymum svo ekki orðum hans, sem Guð sendi okkur: „Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ * -X * »EGAR lögreglumaður stendur á gatnamótum og stjórnar umferð, verður hann að endurtaka mjög oft þær handahreyfingar, sem segja til vegar. Við, sem ráðist höfum í það, að reyna að benda mönn- um á hina ágætustu leið á ævigöngunni, verðum að endur- taka oft það, sem mestu máli skiptir, því að við, mannanna börn, erum gleymin, gjörn á að stefna hver sína leið og telja margan veg greiðfæran, þótt hann endi á helslóðum. Mikill er sá fjöldi manna, á öllum aldri og af öllum litar- háttum og öllu þjóðerni um heim allan, sem leitar og leitar, stundum andvarpandi og sárlega vansæll, vina snauður og samúðarþurfi, — leitar að þessu, sem allir þrá — ham- ingjunni. Eins og oftast, er það hinn mikli misskilningur, sem gerir vandamálið tilfinnanlegt og oft óleysanlegt. Misskilningurinn liggur í því, að menn halda að ham- ingjan sé fólgin í því að fá, fá. Þar af leiðandi allar kröfu- göngur mannkynsins. Menn halda að leiðin til hamingju sé að eignast svo margt: góða atvinnu, vel borgaða, góð húsa- kynni, falleg og dýr húsgögn, öll þægindi og geta notið nógsamlega skemmtana. En það er mikill harmleikur, að oft er einmitt þetta fólk, sem flest getur veitt sér, vansæl- ast, en auðvitað er það líka oft hitt, sem skortir flest. í blindni halda menn dauðahaldi í þetta, að fá, fá. En örugga hamingjuleiðin er hið gagnstæða, þessi: að gefa, gefa, gefa fyrst og fremst mestu gjöfina, gefa sjálfan sig, óskiptan og algerlega. Hverju og hverjum á svo að gefast? Það gæti orðið langt mál upp að telja. Margt getur nægt til hamingju, jafnvel aðeins útvalinn vinur. Hitt er þó enn veigameira og mátt- ugra bjargráð, að gefast einhverju málefni, því göfugra og æðra, þeim mun máttugra og fullkomnara bjargráð. Það verður að vera svo mikilvægt, svo gott og göfugt við- fangsefni, svo glæsileg hugsjón eða nærtækur raunveru- leiki, að það geti orðið sönn lífsfylling í lífi mannsins og máttugur stjórnandi tilfinningalífs, skoðana og athafna mannsins. Hér mæt'ti nefna mörg líknarstörf, listir, framfaramál, vísindalegar rannsóknir, siðbætur á ýmsum sviðum og svo margt og margt. Mest er um vert að maðurinn gefi sig hugðarefni sínu af heilum hug og hjarta. Og nú segir til- finninga- og hugsjónaskáldið góða, Guðmundur Guðmunds- son: Friðarins Guð, in hæsta hugsjón mín. Margt getur verið mikilvægt, en getur nokkuð verið mátt- ugra, meiri aflgjafi, betri heilsulind, meiri lífsfylling, meira göfgandi og öruggara til fagnaðar og farsældar, en barns- leg og bjargföst trú á Guð sem föður, kærleiksríkan, rétt- Bréf Áfengisvarnaráðs til formanna áfengisvarnanefnda Bréf, eins og það, sem hér fer á eftir, send- ir Áfengisvarnaráð ríkisins úrlega til for- manna allra áfengisvarnanefnda í landinu. Þótt ekki hafi hréfin verið hirt í blaðinu undanfarin ár, hefði það vissulega verið við- eigandi, að lesendur hlaðsins fengju að kynn- ast ofurlítið á þann hátt starfsemi ráðsins. Reykjavík, M. janíiar 1963. Kæri formaður! „ f . FENGISVARNARÁÐ hefur um hver áramót sent öll- um áfengisvarnanefndum umburðarbréf, þar sem get- ið hefur verið nokkurra atriða úr starfi og sögu áfeng- isvarnanna og bindindismálsins árið, sem leið. Þetta hefur þó jafnan verið nokkuð ágripskent, eins og vænta má í stuttu bréfi, enda ekki við öðru að búast. Starf ráðsins miðar m. a. að því að leiðbeina, efla og upp- örva til starfa alla þá aðila, sem vinna og vilja vinna að bind- indissemi þjóðarinnar. En þó að starf ráðsins sé þannig á breiðum grundvelli og það láti sér ekkert óviðkomandi, sem snertir áfengisvarnir almennt, eru þó tengsl þess við áfeng- isvarnarnefndirnar og félagssamtök þeirra hvað mest, eins og lög og reglugerðir gera beinlínis ráð fyrir. Þetta starf get- ur ráðið þó ekki leyst af hendi, eins og æskilegt væri og gera þyrfti. Ráðið hefur aðeins einn erindreka í þjónustu sinni enn sem komið er, og þó að hann sé hið bezta hæfur til starfsins, er einum manni ofvaxið að annast það, eins og nauðsyn kref- ur, enda þarf hann ýmsum öðrum verkefnum að sinna, en ferðalögum milli nefnda og skóla. Á síðastliðnu sumri var Sigurður Gunnarsson, kennara- skólakennari, ráðinn til þess að sýna kvikmyndir og flytja erindi um bindindis- og áfengisvarnamál. Ferðaðist hann í rúmlega tvo mánuði um Vestfjörðu, Austurland og einnig nokkuð um Suðurlandsundirlendið. Bar starf hans góðan ár- angur. En þess ber að geta, að erfitt getur reynzt að fá góða menn til ferðalaga um stuttan tíma, en helzt er það hægt á sumrin, þegar aðstæður til slíks starfs eru vitanlega erfið- astur vegna sumaranna. Þá starfaði frú Guðlaug Narfadóttir fyrir ráðið, eins og áður. Mætti hún á þingum og fundum kvenna og flutti erindi um áfengisvarnir og áfengisvandamálið. Á því er mikil þörf, að ráðið hafi í þjónustu sinni tvo fastráðna góða menn og myndi ekki af veita. Að þessu hefur verið stefnt undanfarin 2—3 ár og nokkuð áunnist. Þá myndi verða kleift að sinna betur en unnt hefur verið, bindindis-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.