Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 7

Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 7
EINI NG 7 \ I fræðslu skólaæskunnar og almennri upplýsingastarfsemi um áfengis- og bindindismál, en á því hvorttveggja er mikil þörf. Áfengisvarnanefndirnar og félagssamtök þeirra eiga þakkir skilið fyrir skilning þeirra á þessu máli og ágætan stuðning við það. Starf áfengisvarnanefndanna hefur verið með líkum hætti og áður, víða allfjölþætt og markvisst og sitthvað reynt til að vekja áhuga almennings á nauðsyn bindindis. Þá er það ef til vill mest að þakka áhuga áfengisvarna- nefndanna og félaga þeirra, að nú hafa verið staðfestar reglugerðir um löggæzlu á samkomum utan kaupstaða í flest- um sýslum landsins eftir látlausa baráttu í 6—7 ár. Nefndirnar í Skagafirði hafa komið því til leiðar, að sýslu- nefndin hefur samþykkt þann viðauka við lögreglusamþykkt sýslunnar að „börnum innan 16 ára aldurs er bannaður að- gangur að almennum danssamkomum í Skagafjarðarsýslu“. Enn hefur það ekki fengist að vegabréfaskyldu væri á komið, en málinu verður haldið vakandi og mega þar einnig áhrif áfengisvarnanefndanna sín mikils. Skólamót hafa verið haldin all-víða og þykja gefa góða raun. Alls bárust 226 ársskýrslur frá nefndunum eða 99%, og verður það að teljast mjög góður árangur. Ársskýrslurnar gefa áreiðanlega raunhæfari mynd af ástandi og horfum í áfengis- og bindindismálum hér á landi, séu þær vandlega gerðar, en hægt er að fá annars staðar. Þær eru því mjög mikilvægar. Samvinnan við nefndirnar hefur verið ánægjuleg, eins og við önnur bindindisfélög og samtök, en ýmis þeirra hafa starfað vel á árinu. Nefni ég þar aðeins Landssambandið gegn áfengisbölinu, Samband bindindisfélaga í skólum, Bind- indisfélag kennara og Bindindisfélag ökumanna, sem öll hafa unnið gott og margþætt starf, þótt eigi verði rakið hér. Landssambandið gekkst s. 1. sumar fyrir námsskeiði um bindindis- og menningannál. Var það nokkuð sótt, einnig utan af landi, en hefði þó mátt vera fjölsóttara, því að vel var til þess vandað. Hér var um athyglisverða nýung að ræða og gæti orðið upphaf námsskeiða fyrir unga menn og konur, sem líkleg væru til að verða leiðtogar í félags- og æskulýðsmálum. Þá stofnaði landssambandið á árinu Bind- indisráð kristinna safnaða undir forystu formannsins, Péturs Sigurðssonar, ritstjóra. Kristilega bindindishreyfingin er mjög voldug á Norðurlöndunum hinum og hefur unnið mikið gagn þar. Ástæða er til að vona, að Bindindisráð krist- inna safnaða muni marka heillavænleg spor í bindindissögu þjóðar vorrar, þegar fram líða stundir. Tryggingarfélagið Ábyrgð h. f. hefur nú starfað í tæp tvö ár, og gengið betur en vonir stóðu til. Býður það hagstæð tryggingakjör fyrir bindindismenn og færir stöðugt út starf- semi sína. ÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Hin heilaga glód En María stóð hjá gröfinni úti fyrir grátandi. Er hún var að gráta, gægðist hún inn í gröfina og sér tvo engla í hvítum klæðum sitja þar, annan til höfða, hinn til fóta, þar sem líkami Jesú hafði legið. Og þeir segja við hana: Kona, hví grætur þú ? Hún segir við þá: Af því að búið er að taka burt drottin minn, og eg veit eigi, hvar hann hefur verið lagður. Þegar hún hafði þetta mælt, sneri hún sér við og sér Jesúm standa þar, en hún vissi ekki, að það var Jesús. Jesús segir við hana: Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú? Hún hugði að þetta væri grasgarðsvörðurinn, og segir við hann: Herra, hafir þú borið hann burt, þá segðu mér, hvar þú hefur lagt hann, og mun eg taka hann. Jesús segir við hana: María! Hún sneri sér við og segir við hann . . . : meistari. Jesús segir við hana: Snertu mig ekki, því að enn þá er eg ekki uppstig- inn til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar. María Magdalena fer og boðar lærisveinunum: Eg hef séð drottin! Jóh. 20, 11—18. Við höfum fyrir skömmu sungið „Sigurhátíð sæl og blíð.“ María hafði grátið. Lærisveinarnir voru vonsviknir og daprir. Hinir tveir á leiðinni til Emmaus voru niðurbeygðir, og sögðu: „En vér vonuðum, að hann væri sá, er leysa mundi ísrael.“ Allt í einu er sorgarskýjunum svift burt. Frá manni til manns berast orðin: Hann er upprisinn. Ólýsanleg fagnaðaralda fer um sálir hinna von- sviknu lærisveina. Þeir umskapast í sigursæla og ósigrandi menn, undur og stórmerki gerast og þar með rís ný heimsmenning, nýtt sögutímabil og mikill fjöldi manna verður að nýjum mönnum. Ekk- ert fær staðist upprisukraftinn. Krossarnir fúna, bálin slökkna, sirkúsarnir í Róm hrynja og sjálft heimsveldið volduga liðast sundur. Sigurgöngu Nasareans stöðvar ekkert, og í fylling tímans mun allur heimurinn lúta honum og bjargast inn í ríki hans. ooooooooooooooooooooooooooooooooo Á árinu keypti áfengisvarnaráð kvikmynd (auk kvik- mynda um áfengismál) um skaðsemi tóbaksreykinga, gerða undir stjórn amerískra vísindamanna og byggða á vísinda- legum rannsóknum. Kvikmynd þessi hefur þegar verið sýnd víða um land og þykir mjög áhrifamikil og lærdómsrík. Lokaskýrslur um áfengissöluna 1962 liggja enn ekki fyrir. Líkur benda til, að áfengisneyzlan hafi nokkuð aukizt, en salan þó meira, enda hækkaði verð á áfengi all-mikið. Víst er um það, að mikils er neytt af hinum görótta drykk, enda sér þess víða merki í þjóðlífinu. Alvarlegasta vandamálið er hið sama hér og annars staðar, sívaxandi drykkjuskapur unglinga og kvenna og afleiðingar þess. Ötular áfengisvarn- ir, fræðsla og upplýsingastarfsemi er ef til vill líklegasta ráðið til að firra þjóðina þessum hörmulega vanda eða draga verulega úr honum. En til þess þarf mikið fé, heilbrigt al- menningsálit og starf margra góðra manna og kvenna. Tak- markið er einstaklingsbindindi, sem byggist á innri þroska, félagslegri ábyrgðartilfinningu og siðgæðisvitund fjöldans. Vð skulum öll vinna vel á nýju ári í þeirri trú, að góður mál- staður sigri að lokum. Þökk fyrir samvinnuna á liðnu ári. Gleðilegt nýtt ár. Með kærri kveðju. Ki’istinn Stefánsson. Magnús Jónsson. Guðlaug Narfadóttir. Kjartan J. Jóhannsson. Gunnar Árnason.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.