Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 8

Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 8
8 EINING BJÖRN GUÐMUNDSSON Aður kennari og skólastjóri núpsskóla Alltaf eru það vissir menn, sem verða öðrum fremur minnisstæðir. Björn Guð- mundsson var einn þeirra. Bæði vegna baráttumáls þessa blaðs og vinsemd- ar Bjöms við ritstjóra þess, á hann vissulega skilið að blaðið geymi mynd hans og nokkur minningarorð. Það verður þó aðeins fárra orða vitnisburð- ur. Honum og starfi hans hefur þegar verið lýst í hinum víðlesnari blöðum og mun það geymast þar og víðar. Strax við fyrsta handtak duldist gesti ekki það, að Björn var maður festunnar og traustleikans, og með þeirri festu, skapgerðarþroska og manndómi, lagði hann hverju góðu málefni lið, sem hann náði til. öll framfaramál studdi hann og var víða í forustu, bæði í ungmenna- félagsskapnum, kaupfélagsmálunum, sparisjóðsmálum, sem hreppstjóri, kennari, skólastjóri og fleira, og ekki varð bindindismálið þar útundan. Heill og sterkur var hann alls staðar, þar sem hann lagði fram góða starfskrafta sína. Numið hafði hann góð fræði og einnig það, hvers konar manngerð sæmir þeim bezt, þarf ekki annað en nefna Askov í Danmörku og svo sam- vistirnar við séra Sigtrygg Guðlaugs- son að Núpi, en á undan voru gengnir bæði Flensborgarskóli og Kennaraskól- inn. Hann mótaðist einnig á þeim árum, þá manndómur þótti meira virði en pen- ingar. Það var gott að kynnast Birni Guð- mundssyni. í fari hans var eitthvað sér- lega traustvekjandi, hlýtt og notalegt. Alloft kom ég að Núpi, þreyttur af göngu í þeim erindum að flytja í skól- anum erindi, og það var alltaf tilhlökk- un að hitta húsráðendur Núpsskóla og nokkra úrvalsmenn á staðnum. Stund- um hafði leið mín legið samdægurs vestan frá Arnarfirði, yfir fjallið til Þingeyrar, þaðan með ferju að Gemiu- falli og svo áfram gangandi út að Núpi, og þá var farandmaður tekinn að þreyt- ast. Þetta endurtók sig alloft um 10 ára skeið, en ævinlega hvarf öll þreyta, þegar Björn var búinn að rétta manni sína hlýju hönd og bjóða mann velkom- inn. Ævinlega voru nemendur skólans góðir tilheyrendur, en ekki skemmdi að hafa á meðal þeirra tilheyrendur eins og Björn, séra Sigtrygg Guðlaugs- son og bróðir hans Kristinn Guðlaugs- son og annað ágætisfólk í þessu mark- verða skólahverfi. Margar eru minning- arnar góðar frá þessum árum. Björn var góður ræðumaður og kenn- ari, en honum var fleira til lista lagt. Líklega hefði hann getað orðið góður læknir, listamaður og leikari. Hann var mörgum góðum hæfileikum búinn. I góðri minningargrein í Tímanum 2B. febrúar sl. kemst Jóhannes Davíðs- son svo að orði: „Um veturnóttaskeið 1908 var ung- mennaskólinn á Núpi settur í þriðja sinn. Þegar skólastjórinn — og stofnandi skólans — séra Sigtryggur Guðlaugs- son hafði flutt skólasetningarræðu sína, gekk ungur maður og íturvaxinn, hvat- lega upp að kennarapúltinu og hóf ræðu sína á þessum orðum: „Sum lög hafa forspil“. Lagði hann út af þessum orð- um í snjallri og hrífandi ræðu. Sagði hann, að skólinn ætti að vera forspil lífsstarfs okkar nemendanna. Þessi maður var Björn Guðmundsson, sem þetta haust var að hefja kennaraferil sinn við Núpsskólann, sem varð bæði langur og heilladrjúgur. Þó að við Björn værum báðir fæddir og upp aldir í sömu sveitinni, hafði ég þó ekki séð hann áður. Ég varð strax heillaður og hrifinn af þessum glæsilega manni og hinni góðu ræðu, er hann flutti. Kynni okkar Björns urðu bæði löng og allnáin, fyrst var hann kennari minn, síðan leiðtogi í félagsmálum, og síðan langa ævi náinn samstarfsmaður í fé- lags- og sveitarmálefnum. Það er mér því bæði ljúft og skylt að minnast þessa vinar og samferðamanns að leiðarlok- um. Björn Guðmundsson var fríður mað- ur og glæsilegur. Hann var hár vexti, beinvaxinn, vel limaður og vel farinn í andliti, ennið hátt og hvelft, brúnir dökkar og hárið hrafnsvart og liðað. Yf- irskegg bar hann á yngri árum, fagur- lega snyrt. Allur svipur mannsins lýsti gáfum og góðmennsku. Handtakið var hlýtt og fast. Ljúfmennska og birta var eins og hjúpur, er fylgdi persónu hans og viðmóti hvar sem hann kom fram.“ Björn Guðmundsson var Vestfirðing- ur, fæddur að Næfranesi í Dýrafirði — fallega firðinum — 26. júní 1879. Hann var ágætur fulltrúi hins góða vestfirzka kyns. Hans minnumst við margir með þökk og virðingu. - □ - AMMA Þjóöleg frceöi og skemmtun Svo heitir allsjáleg og vönduð bókr sem út kom árið 1961, prentuð í prent- smiðju Björns Jónssonar h.f. AkureyrL Safnað hafa og búið undir prentun: Finnur Sigmundsson, landsbókavörðurr Steindór Steindórsson, yfirkennari og Árni Bjamason, bókaútgefandi. Bókin er 464 blaðsíður og kennir þar margra grasa og misjafnlega er lesmálið skemmtilegt, en þar er allmikinn þjóð- legan fróðleik að finna. Ekki verður að þessu sinni skráð hér nein lýsing á bókinni, en gott sýnis- horn af efni hennar er t. d. stuttur kafli: Vr endurminning'um Baldvins Bárdals. Fyrst eru nokkrar línur um uppruna og æviferil mannsins, og svo þetta tekið úr minningum hans. „ Vorið 1858 fluttu foreldrar mínir að Sandvík. Það vor var aftaka hart. Sögðu gamlir menn og fróðir, að ekki hefði komið jafn hart vor síðan 1835. Is lá fyrir öllu Norðurlandi í apríl og maí, en þó ekki landfastur. Sum- arið varð gott og grasvöxtur í meðallagi um sláttarbyrjun. Nýting varð þó slæm í Bárðardal og víðar, því í júlí- og ágústmánuði voru mikl- ar rigningar með kulda og setti snjó ofan í mið fjöll. Náðust töður víða í dalnum ekki fyrr en seinast í ágústmán- uði og voru þá orðnar meira eða minna skemmdar. Um haustið var líka bág veðrátta. I lok septembermánaðar kom mikil fönn og urðu skaðar á sauðfé.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.