Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 11

Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 11
EINI NG 11 Morgunblaðið, 1. nóvember, 1962 segir frá þessum drykkjuskap á brezkum tog- urum. Yfirskriftin í blaðinu er þessi: ,,Allir hásetarnir iðulega drukknir.“ „Um þetta má lesa í „Fishing News.“ Uar segir ennfremur, að í Grimsbyborg einni hafi 130 mál, vegna ölvunar há- seta og óhlýðni, komið fyrir dómstólana, það sem af er árinu. Hefur blaðið það eftir fulltrúum yfirmanna og sjómanna, að iðulega séu skipstjórar, stýrimenn og vélamenn þeir einu, sem ódrukknir séu í byrjun veiðiferðar. Telja allir aðilar, að þetta sé stór- hættulegt og hafi oftar en einu sinni valdið slysum og miklu fjárhagslegu tjóni fyrir togaraeigendur vegna tafa. Hver útgerðardagur kosti 300 sterlings- pund. Ein höfuðástæða þessa ástands er talin vera sú, að mjög væg sekt liggi við, þótt skipstjóri kæri hásetana fyrir ölvun.“ Hér er nefnd aðeins ein atvinnugrein, en hver getur reiknað allt atvinnutapið, öll slysin og allan ófarnaðinn í iðnaði og öðrum atvinnugreinum ? Morgunblaðið, 10. nóvember, 1962: „Sex innbrotsþjófar handteknir.“ „Alls játuðu piltarnir sex á sig 11 innbrot í Reykjavík, víðs vegar um bæ- inn, einkum á veitinga- og matsölustaði. Stálu þeir bæði peningum, sælgæti og tóbaki.“ Nærri má geta hvílíkir reglu- menn þessir piltar hafa verið . . . Útvarpið, 8. desember,1962, sagði að ölvun við akstur væri daglegur viðburð- ur og að þau afbrot væru tæp 400 á árinu. Fram til 8. des. hefðu bílaárekstr- ar verið 2306. Þetta var víst skýrsla frá lögreglunni. Morgunblaðið, 29. desember, 1962, sagði frá „DauSa fangans á Sey8isfirði.“ Hann var 21 árs að aldri, settur í „fangageymsluna vegna ölvunar." Morgunblaðið, 3. janúar, 1963: „Lögreglan beitti táragasi gegn óróa- seggjunum í miðbænum.“ „Ölvun var mjög mikil“, segir blaðið, „tugir manna teknir úr umferð og lög- reglan var hvað eftir annað kvödd til að skakka leikinn í heimahúsum. Þá bar mikið á ölvun unglinga. I miðbæn- um sáust jafnvel 13—14 ára unglingar, sem voru alldrukknir . . . .Óspektar- piltarnir voru flestir á aldrinum 12— 17 ára .... Gluggar voru brotnir í fimm verzlunum við Austurstræti og sex stöðumælar eyðilagðir. Einn piltanna var með 400 kínverja á sér, en hann játaði að hafa þá selt og sprengt 1600 stykki. Var hér um smyglvarning að ræða.“ Finnst mönnum þetta ekki dálagleg lýsing af áramótafagnaði ? Og væri það ekki íhugunarefni, að lögreglan er köll- uð hvað eftir annað í heimahús til að skakka leikinn. Þetta gera menn þó venjulega ekki fyrr en í fulla hnefana, og vafalaust enda fjölmargir vandræði sín án nokkurrar tilhlutunar lögreglu. Allan þenna djöfulskap leikur áfengis- púkinn, eyðileggur hátíðir og skemmt- anir fyrir mönnum, veldur stórskemmd- um, meiðslum og hver veit hverju. Ennfremur segir í Morgunblaðsgrein- inni: „Frá klukkan 8 á gamlárskvöld til klukkan 6 morguninn eftir skrifaði lögreglan 70 skýrslur um ölvun. Voru 38 teknir í vörzlu, en 32 var ekið heim til sín. Milli kl. 6 og 8 að morgni nýárs- dags var lögreglan svo kvödd til 8 heim- ila í bænum til þess að binda endi á slagsmál og jafna ágreining, sem upp hafði komið meðal fólks, sem enn sat þá við drykkju. Frá morgni gamlársdags til morguns nýársdags leituðu 150 manns aðstoðar á slysavarðstofunni. Um kvöldið var þar lögregluþjónn á vakt til að halda uppi lögum og reglu í biðstofunni, því að meiri hluti þeirra, sem þá komu þangað, var undir áhrifum áfengis." Er nú unnt að hugsa sér smánarlegra hátíðarhald. Eftir drykkju alla nóttina til kl. 6 eða 8 árdegis, verður að kalla lögreglu til að stilla til friðar og stöðva slagsmál á einkaheimilum manna. Fjöldi manna kemur á slysavarðstof- una vegna meiðsla sinna, og megnið af því er svo ölvað, að þar þarf einnig lög- reglu til að vernda friðinn. Morgunblaðið, 12. janúar, 1963: Drukkinn unglingur brýtur rúður hér í borg.“ Það var heldur ekki neitt smáræði. Drukkinn reikaði pilturinn frá einum staðnum til annars og hamaðist við að brjóta rúður. Fátt af öllu þessu, sem nú var talið á þessum svarta lista, myndi gerast, ef áfengið væri ekki í spilinu, en þótt þjóðir leggi drukkna af- brotamenn sína í bönd, fást þær ekki til að fjarlægja áfengispúkann sjálfan. Ekki furða þótt þær státi af menningu sinni. Vonandi gerið þið, góðir lesendur blaðsins, meira en að lesa þetta. Von- andi hugleiðið þið það rækilega og at- hugið, hvort ekki sé kominn tími til að efla sem bezt öll þau samtök manna í landinu, sem ekki vilja láta sér nægja að sjá drukkna menn setta í járn, en krefjast þess, að komið verði járnum, að einhverju leyti eða öllu, á áfengis- púkann — áfengisverzluninni settar þær hömlur, er nægi tíl að draga úr áfengisneyzlunni og skemmdarverkum hennar. Það væri bezta svarið við níði og rógi þeirra manna, sem bera hagnað áfengissalanna fyrir brjósti og þurfa þess vegna alltaf annað slagið að skaða bindindismenn með rógi og ósannindum, í því trausti að almenningur trúi níði þeirra. Rógurinn er jafnan gómsætur og nógir til að trúa honum. Sagt er, að lygin fari um alla jörð á meðan sann- leikurinn setur upp skóna. Aflraumr freista Eitt sinn var ég að líta í ljóð eftir Björnstjerne Björnsson og varð þá fyr- ir mér þetta alkunna stef: Foraget af de store, men elsket af de smá, — sig, er det ikke vejen. som det nye má gá? Forrádt av dem som vagt burde være, just af dem, — sig, er det ikke sádan, at en sanhed stár frem? Mér var þá kunnugt um, að Matthías Jochumsson hafði þýtt ljóðið, en hafði þá ekki þýðinguna við hendina og mundi hana ekki orðrétt, en fór að fikta við að þýða stefið. — Oft hafa menn gert sér til gamans að reyna að lyfta sama steininum, þótt ekki hafi þar allir verið jafnsterkir, og hví skyldu ekki fleiri en einn mega reyna sig á að þýða fjórar línur, þótt afburðamaður hafi lokið því verki. Þýðing Matthíasar er á þessa leið: Að hrekjast af háum, en hýsast af þeim smá, er heimslánið annað, sem hið nýja vænta má ? Að verða af sínum svikinn, af sínum einmitt þeim, á sannleikurinn annars að vænta hér í heim? Þýðingu mína hafði ég þannig: Höfðingjunum hneyksli, en hinum smáu kært, er hvert það nýmál oftast, sem blessun getur fært. Og liggur ekki sannleikans sigurganga helzt um svikastíg þess manns, sem til gæzlu honum velst ? P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.