Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 12

Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 12
12 EINING Úr Endurminningum Sigfúsar Blöndals m. I kaflanum hér á undan, í síðasta tölublaði, getur Sigfús Blöndal þess m. a. að í Reykjavík hafi verið „mikil drykkjuskaparöld, áður en góðtemplara- reglan kom til sögunnar." Hann segir svo á 86. blaðsíðu: „Góðtemplarareglan breytti miklu til um lífið í Reykjavík, þegar hún kom, og var á þeim tímum til mestu bóta. Ýmsir vinir Bakkusar, einkum þeir, sem kynnzt höfðu amerískum eða brezk- um siðum, breyttu nú um lífemi og gengu í regluna, og á meðal þeirra voru sumir gáfaðir menn og fjörugir, og þó að sumir þeirra yrði breyskir og brot- legir árum seinna, ber ekki að gleyma því, að áhugi þeirra og starfsemi á fyrstu árum reglunnar var þýðingar- mikill og til mikils góðs bæði fyrir þá sjálfa og aðra. Hér vil ég fyrst og fremst telja Jón ólafsson, Þorlák 0. Johnson, Gest Pálsson og Guðlaug Guð- mundsson, sem allir gengu úr reglunni síðar, og svo þá Indriða Einarsson og Björn Jónsson ritstjóra, sem alltaf, það eg veit til, voru bindindismenn óslitið, þó að mér sé ókunnugt um, hvort þeir hafi verið meðlimir reglunnar síðari hluta ævi sinnar. (Jú, það er öruggt, þeir voru það. Ritstj.). Magnús móður- bróðir minn gekk snemma í hana, og bar mikið á dugnaði hans þar sem á öðrum sviðum. Félagslíf bæjarins glæddist mikið við stúkufundina og skemmtana- kvöld þau, sem þeim voru samfara, voru oft fjölbreytileg, með söng, upplestri, góðum kappræðum og öðrum fagnaði . . Á heimili okkar hafði reglan góð áhrif. Að bænum móður minnar og fyr- ir fortölur og dæmi annarra gekk faðir minn í regluna, og hélt vel bindindið til dauðadags." í sambandi við þetta minnist Blöndal á ýmsa templara, sem mjög voru riðnir við leikstarfsemina á fyrstu árum henn- ar í Reykjavík. Þeir unnu þar allmikið brautryð j endastarf. Giftingarloforð Mamma, spurði litla stúlkan, lofar fólk alltaf, þegar það giftir sig að elska hvort annað. Já, vissulega, barnið mitt. -— Þú og pabbi eru þá víst ekki gift fyrir fullt og allt. Vargur í véum. Illa Kámi góösemd gált, gengur siösemd fjarri. Sóöamenni saurga allt, sem þeir koma nærri. P. S. Ástleitnl Þú elskar mig þá ekki framar. — Nú er þetta þriðja skiptið, sem þú kveð- ur og berð þig til að fara, áður en pabbi kastar þér á dyr. [=J Vandasamt val Ung snót státaði af því, að bæði banka- stjóri og læknir hefðu biðlað til sín. Það verður vandasamt val, sagði sá er bún talaði við: peningarnir eða lífið. [=J Það sem kvíðanum veldur Mæðurnar eru ekki kvíðafullar út af því, hvað dætur þeirra kunni að vita, heldur hinu, hverng þær öðlist vitneskjuna. [=J Því hafði hann gleymt Hvað er um að vera þarna frammi, kallaði frúin, sem var háttuð. — Ó, ég var að koma kettinum út, svaraði húsbóndinn. — f öllum lifandí bænum komdu þá högnanum einnig út, kallaði frúin. Olíufélagiö SKELJUNGUR h.f. Einkaumboð fyrir „SHELL“ vörur Gefjunaráklæðin breytast slteltt i' lítunt og munztrum, Þ»i ræður tízkan hverju sinm. Eitt breytist þó ekki. vóruvóndun uerk- smiðjunnar og gæði islenzku ullarinnar Allt þetta hefur hjálpað til að gera Gefj-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.