Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 1

Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 1
21. árg. Reykjavík, ,maí 1963. 5. tbl. OGNIR Svo heitir einn af pistlum ritstjóra Kirkjuritsins, séra Gunnars Ámason- ar, í 2. hefti árangsins 1963. Þar er rætt mikið alvörumál, sem ekki má svæfa með sinnuleysi og þögn. Eining leyfir sér að endurprenta hér kafla úr þessum pistli. Þar segir: „Enn í dag er oss ekki holt að gleypa við öllu utan úr hinum stóra heimi, en værum sælastir ef unnt væri að forð- ast sumt, sem þar veður uppi, svo lengi sem framast er unnt. Þetta er að vísu almennt viðurkennt í orði, en látið danka í reyndinni. Vér erum snilling- ar í að taka létt á öllu og þegja margt í hel. Höfum gaman af að þyrla upp orðaryki, sem fallið er niður á morgun. Þetta sannast glöggt á umræðunum um ofnotkun deyfilyfja og grun um vaxandi eiturlyfjasölu, sem blöðin ræddu nokkuð fyrir nokkrum vikum. Það mál endaði á þeirri ályktun — að mér skilst, að - enn væru ekki verulef brögð að þessu — það væri óhætt ac blunda ögn lengur á verðinum. Nóguj ‘tíriii seinna að taka rösklega í taum ana, ef þörf gerðist. Það er þessi gamla og nýja saga, ac vér ætlum að verða vitrir eftir á. Er það snjallræði hefur gefizt fremur illa Máltækið segir, að þegar hús nábú- ans stendur í ljósum logum sé mann? eigið í hættu. Mig langar hér til a? vekja athygli á greinum í sænske kirkjublaðinu (Vár kirkja) 2. og 3 tbl. þessa árs, um ofangreind mál Fyrri greinin nefnist: Töfluátið — Þjóðarvoði? Upphafið er á þessa leið' „Andlegt heilsufar vorter orðið áhyggj u- efni. Fjórði hver Stokkhólmsbúi og fimmti hver maður úti á landi þarfn- ast einhvers konar andlegrar verndar. Alltof mikið hugsunarleysi ríkir varð- andi útgáfu lyfseðla út á svefn- og taugameðul, og einnig deyfilyf." Þetta lætur A. Engel, landlæknir hafa eftir sér í blaðafregn. Margir læknar taka í sama streng: „Misnotkun taflna og hinna og þess- ara lyfja grefur undan andlegu og líkamlegu heilsufari þjóðarinnar. Eina leiðin til að hamla á móti aukinni mis- notkun er almennari fræðsla." Síðar er m. a. getið um eftirfarandi staðreyndir: Árið 1962 gleyptu Svíar í sig töflur og alls konar lyf fyrir um 4300 millj. ísl. króna. Neyzlan vex um 125 millj. ísl. króna árlega. Mest er neytt af alls konar örvandi og styrkjandi meðulum og í öðru lagi ýmis konar róandi lyfj- um. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að fólk er óspart á að koma öðrum, bæði vin- um og vandalausum á bragðið og hjálpa þeim um slík lyf, ef svo ber undir. 25 af hundraði taka einu sinni á viku inn meðul, sem þeir kaupa án læknisráðs. 33 af hundraði víkja út af fyrirmælum læknanna. Næstum annar hver maður er svo hirðulaus um þessi meðul, að börn og unglingar geta hæg- lega náð í þau og vanið sig á þau. Þetta er að verða sænskt þjóðarböl, sem krefst nýrra aðgerða: Lækna, presta og sálfræðinga. Ekki sízt sakir þess að tala sjálfsmorða og tilrauna í þá átt hefur fimmfaldast síðan 1946. Vitinn í skuggahverfi lieitir þetta málverk GuSmundar Einarssonar, myndhöggvara. Hér mun þó ekki haft í huga einhver hliðstæða skuggahverfa stórborganna, heldur vitinn í fátæklegu og ljósvana hverfi. — Lengi hefur það verið skoðun manna, að fátækt væri ein orsök drykkjuskapar, og hún eigi lítil en nú er það ekki síður orðin sannreynd, að velgengnin fæðir ekki síður af sér mikiö áfengisvanda- mál og misnotkun lyfja. Sannar forsíðugrein blaðsins m. a. jjet.ta.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.