Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 2

Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 2
2 EINING Ég læt þessar tölur tala að sinni. Þessi hróp ætti ég heldur að segja.“ Þetta var kafli þessa pistils í Kirkjuritinu. Vissulega þyrfti hann að birtast í viðlesnari blöðum en Kirkju- ritinu og Einingu. Hér hrópa þeir, sem hafa kynnt sér voðann og vita hvað í húfi er, hrópa viðvörun til þjóðanna. Hér var rætt um eitthvert markverð- asta velferðarríki heimsins, sem býr við háþróaða tæknimenningu og flest lífsins þægindi og gæði, en sem skort- ir samt hið mikilvægasta af öllu, ró- semd hjartans. Nútímamaðurinn heimtar stöðugt hærra kaup, styttri vinnudag, ríkmannlegri íbúðir, búnar öllum þægindum og dýrindis húsgögn- um, en svo eirir fjölskylda hans ekki þar né hann sjálfur. Það er stokkið í allar áttir í leit að æsandi skemmtun- um og lesið allmikið af æsandi sorp- ritum, flogið um allan heim í leit að einhverju, brunað fram um allar þjóð- brautir landsins í „lúxux“-bílum, hraði, hraði, hávaði, hávaði, og sé staldrað við á „staðnum næsta við bíl- skúrinn," eins og einhver rithöfundur í Ameríku nefndi heimilið — staðinn þar sem menn matast og sofa — Þá er starað í algleymi í sjónvarpið og ef til vill hægt að sjá nokkur morð eða ofbeldisverk á stuttri kvöldstund. Hvað er hugboð ? Fyrsta skiptið, sem ég kom til Stokkhólms, var mér fengin gisting í góðu hóteli nálægt einum mesta skemmtigarði borgarinnar. Kvöld eitt sat ég þar einhverstaðar á ofur- lítilli hæð, hugsaði og horfði út í blá- inn. Ég sá tvær ungar mannverur, pilt og stúlku, sveifla sér upp á vélhjól og bruna af stað, en bæði kveiktu þau í sígarettunni áður en þau settust á reiðhjólið. Ekki var það þó þetta, og ég veit ekki hvað það var, sem vakti það hugboð mitt, að þrátt fyrir allan glæsileik þess, sem séð varð, fannst mér ég skynja, að eitthvað vantaði í líf þjóðarinnar. Ég hef aldrei síðan getað gleymt þessari stund. Þrisvar síðan með ára millibili, hef ég lesið miklar fréttir í ísl. blöðum um aðfarir ungmenna í Svíþjóð um stór- hátíðir, páska og jól. Og þegar lög- regla hafði eitt sinn farið á stúfana ríðandi til þess að reka eitthvað af þessum ærslabelgjum og skemmdar- vörgum inn í hliðargötur,til þess að handsama nokkra, og farið var svo að yfirheyra þá og þeir spurðir, hvers vegna þeir gerðu þetta, þá var svarið þetta: „ó, við vorum að drepast úr leiðindum." Drepast úr leiðindum í allri velgengninni, öllum þægindunum og þrátt fyrir allar skemmtanirnar og eftirlætið. Hvað olli leiðindunum, þess- um drepandi leiðindum? Tómleiki sál- arinnar, skorturinn á rósemd hjart- ans. En hvað veitir sanna lífsfyllingu? Hvað gefur hjartanu rósemd? Má ég minna enn einu sinni á orð spámanns- ins: „Fyrir afturhvarf og rósemi skul- uö þér frelsaðir verða, í þolinmæði og tranisti skal styrkur yðar vera.“ Þjóð, sem er rík af þessu þarf ekki að gleypa í sig örvandi lyf, róandi lyf, eiturlyf fyrir á fimmta milljarð króna á ári, til viðbótar áfengi fyrir nokkra milljarða króna. Mánudagskvöldið 18. marz sl. flutti Bjartmar Guðmundsson, alþm. ágætt útvarpsspjall um daginn og veginn. Þar fór hann með m.a. nokkrar setn- ingar eftir lækni, sem hann hafði rætt við. Læknirinn vék að vissri vanlíðan fólksins — margfaldri vöntun. Mig minnir það væri: eyrðarleysi, friðleysi, hvíldarleysi og hamingjuleysi. Þetta fæddi svo af sér hin „drepandi“ leið- indi, þrátt fyrir velgengni og góð lífs- kjör. Eina læknisráðið sagði kunnáttu- maðurinn vera það, að fólkið kæmist í samfélag við náttúru landsins, sveita- kyrrð og hollustu, heilsugjafa fjalla- loftsins og ferðalaga í þeim heimi., Vissulega fór læknirinn með rétt mál um þessa græðilind, aðeins í einu var þar ofsagt þessu, að þetta væri eina meinabótin. Það er eins og mönnum gleymist oft, að til sé andlegur heim- ur, hið líkamlega og efniskennda sé hið eina. Eins og hvíta liljan getur haldið hreinleik sínum í ryksælu um- hverfi, eins getur hver Daníel átt sanna lífsfyllingu, geðró og hraustleik sálar og líkama, og hreinleik hjartans í hvaða Babýlon sem er. Fólk heldur sálum sínum of lítið til haga við þann Mímisbrunn, þá heilsulind, sem þessi lífsgæði veitir. Páll postuli sagði við safnaðarbörn sín: „í stað þess að drekka yður drukkna í víni, skuluð þér fyllast andanum.“ Menn sem eiga hina andlegu fyllingu, fyllingu guðstrausts og trúar, þurfa hvorki örfandi lyf né deyfilyf. Fólkið í velferðarríkjunum gengur með fullan maga en oft tóma sál. Þar er ein nagandi fátækt. Mörg sálin fer leiðar sinnar guðvana, þar af hin „drepandi“ leiðindi, þar af eirðarleys- ið, friðleysið, hvíldarleysið og ham- ingjuskorturinn. Bæn postulans var, að menn fylltust „allri guðsfyllingu.“ Það leysir allan vanda og læknar verstu meinin. Pétur SigurSsson. Fær Líbería áfengisbann? Svo heitir ritstjórnargrein í norska Godtemplarblaðinu. Góðtemplarareglan hefur þrifizt mjög vel í Líberíu. Stór- templar hennar er Arthur Smith, fyrrv. herforingi. Hann segir að nú muni reglan hefja markvissa sókn í landinu og um alla Afríku, verða sterk og fær um að vinna gegn öllum áfeng- isáróðri. Við stefnum að því, að öll Afríku- lönd geti útrýmt áfengisneyzlunni og áfenginu. Reglan hefur eitt sinn reynt að koma á áfengisbanni í Líberíu, en tókst það ekki, en við höfum ekki látið bugast í þeirri sókn, segir stórtempl- ar. Margir forystumenn stjórnmála landsins eru í góðtemplarareglunni og forsetinn, W.S. Tubman hefur verið þar í forustu. Margir háskóla og menntaskólanámsmenn eru í reglunni. Við keppum að því, segir stórtemplar, að námsmenn okkar, sem nám stunda í háskólum erlendis, geti fengið bú- staði hjá fjölskyldum, svo að þeir þurfi ekki að búa í matsölu- og veit- ingahúsum. Við reynum að kveða nið- ur gamlar og rótgrónar venjur í Vest- ur-Afríku, sem viðhaldið hafa geysi- legum drykkjuveizlum í sambandi við jarðarfarir. Dæmi eru til þess, að þar séu einstöku menn enn að greiða kostn- aðinn við útför afa sinna. Við munum leggja mikla áherzlu á alþýðufræðslu og bindindisfræðslu, seg- ir stórtemplar, Arthur Smitt, enn- fremur, og treystum því, að reglan geti orðið áhrifarík í landi voru. Svo var um skeið í okkar landi, ís- landi, en að slíku skuli hafa hrakað með vaxandi framförum, velgengni og menningarskilyrðum, ber ekki vitni vaxandi siðgæðisþroska, því að nægi- legt áfengisböl er enn í landinu, og því þörf margar sterkra handa.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.