Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 3

Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 3
EINI NG 3 SUMARMÁL Ritstjórn blaösióunnar: GuSmundur I>órarinsson og Einar Hanncsson. „Varaðu þig á bannsettu brennivíninu44 Gunnar og Sigurður voru hinir beztu vinir, áhugamál þeirra á ýmsum svið- um fóru mjög saman, báðir voru harð- duglegir sjómenn og stunduðu sjó á sama skipi. — Á skemmtunum bar það eitt á milli, að Gunnar vildi aldrei hafa vín um hönd og hversu sem Sigurður lagði að honum, sat hann alltaf fastur við sinn keyp. Sigurður, sem var hversdagslega hið mesta prúðmenni varð mjög óvæginn með víni og sást þá ekki fyrir. Kom það oft í hlut Gunnars að sefa Sigurð og forða hon- um frá illindum og leiðinda drykkju- látum, var það á einskis manns færi annars en Gunnars að hafa hemil á Sigurði, er hann var kominn í þann ham. — Eftir aflasæla vetrarvertíð og ævintýralega þénustu á síldveiðum, skyldu þeir félagar eitt sinn um nokk- urn tíma, þar sem Gunnar fór til for- eldra sinna og vina á Norðurlandi, en Sigurður til höfuðstaðarins. Báð- ir voru með fullar hendur fjár og höfðu á prjónunum stór áhugamál, sem áttu að verða grundvöllur að heill og hamingju framtíðarinnar. —Gunn- ar var þó með nokkrar áhyggjur vegna félaga síns og voru hans síðustu orð er þeir skyldu. „Varaðu þig á bann- settu brennivíninu.“ — Líða nú svo tveir mánuðir að fundum þeirra fél- aga ber ekki saman, en þá fer Gunnar til Reykj avíkur og lætur það verða sitt fyrsta verk að heilsa upp á félaga sinn. En honum bregður allmikið í brún er hann kemur í herbergi vinar síns. Því hann var allur reifaður og önnur hönd hans í fatla. — Hið fyrsta, sem Gunnari verður að orði er. „Hvað er að sjá þig vinur, nú hefur þú held- ur betur dottið í það.“ „Já,“ segir Sig- urður og stynur þungan. „Ég hefði betur farið að þínum ráðum. Sjálfur veit ég harla lítið um mitt síðasta æv- intýr. Ég lenti í einhverjum róstum og endaði með því að ég fór að berjast við alsaklausar rúður. Já, ráðslag mitt gat ekki vitlausara verið og eftir það var mér fyrst ljóst hve mikið ég á þér að þakka. — Það versta er að ég er búinn að eyða allri minni ársþénustu í þetta brjálæði, svo öll mín stóru á- form eru úr sögunni.“ Þetta er nú held- ur mikið sagt og nær sanni að segja. Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. En þó mættir þú muna Bakkusi þennan óleik.“ En Sigurður svaraði: „Ég fagna komu þinni, en ekki þarftu að minna mig á kveðju- orð þín frá því í haust. — Ég ætla mér ekki að bíða svipað afhroð öðru sinni.“ IJT-félag stofnað á Sauðárkróki í apríl stofnaði Gunnar Þorláksson, er- indreki stórstúkunnar ungtemplarafélag á Sauðárkróki. Heitir félagið UT-félag stúk- unnar Gleym mér ei. Formaðnr félagsins var kosinn Þorbjörn Árnason. — Við bjóðum hið nýja félag velkomið í hóp ÍUT-félag- anna og félaga þess til samstarfs. Öldrykkja og ölvun við akstur. Skýrsla lögregluþjónustunnar í Kaup- mannahöfn sýnir það, að árið 1961 var 80 af hundrað tilfellum af ölvun við akstur að kenna öldrykkju. Það er yfirgnæfandi öldrykkja, segir þar, sem veldur því, að ökumenn setjast í ölvunarástandi upp í bíl- inn og aka leiðar sinnar. Árið 1961 voru kærðir í borginni 1004 ökumenn fyrir ölvun við akstur, þar af 7 konur. 40 af hundraði voru innan við 30 ára aldur og 67% innan við fertugsaldur. 800 hinna 1004 kærðu voru undir áhrifum vegna öldrykkju eingöngu. Svo gaspra menn um „meinlausa ölið.“ Þegar til flokkunar kom hinna kærðu, voru verkamenn lang hæstir. Vilja áróðurs- menn ölsins á íslandi færa verkamönnum og æskulýð þessi hagræði? >f >f X- GÓÐIR GESTIR Um miðjan aprílmánuð voru hér á ferð tveir góðir gestir frá Svíþjóð, sem hér dvöldust í tvo daga á ferð sinni til Banda- ríkjanna, en þangað héldu þeir til 4 mán- aða kynnis- og námsdvalar í boði þarlendra aðila. Þetta voru Carl-Axel Valen, stjórnar- meðlimur í alþjóðasambandi ungtemplara og Harry Anderson, æskulýðsfulltrúi sænskra stjórnarvalda. Báðir eiga þessir ungu menn gott starf að baki sér í samtök- um sænskra góðtemplara. Carl-Axel var t. d. um skeið ritstjóri TJnga iankar, blaðs sænskra ungtemplara, og er nú lektor við Lýðskóla templara í Tollare. Svíarnir þágu boð, og viðræður við for- ustumenn Landssambandsins gegn áfengis- bölinu, góðtemplara, tryggingarfélags bind- indismanna og Æskulýðssambands íslands, en Carl-Axel er einmitt einn af forustu- mönnum sænska æskulýðssambandsins. Létu þeir félagar mjög vel af dvölinni hér. Báðu þeir fyrir beztu kveðjur til samherj- anna hér á landi.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.