Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 4

Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 4
4 EINING SJÖTUGUR BDKBINDARI Alltaf einhver traustur og góður samferðamaður að verða sjötugur. Starfsdegi þeirra hallar. Hverjir taka við? Allir íslendingar á þessum aldri hafa oft verið nefndir aldamótamenn, en um síðustu aldamót var víða vor í lofti í mannheimi. Menn áræddu að hugsa, vona og vera bjartsýnir. Síðan hafa oft válegir hlutir gerst, miklir stormar geisað, margar vonaborgir hrunið, og einnig hinar raunverulegu. Öldin hefur alið upp tvær kynslóðir, sína með hvoru móti. Guðgeir Jónsson er maður fámáll og orðvar, taki hann til máls á mannfund- um, eru orð hans venjulega fá, og þannig mun hann skapi farinn, að honum sé lítill greiði gerður með því, að um hann sé spunninn einhver mærðar- lopi. Postulinn Jakob kvað upp þann stóradóm yfir mönnum: „Hrasi ein- hver ekki í orði, þá er hann maður fullkominn..“ Varasamt getur það ver- ið að fullyrða, að Guðgeir hrasi alls ekki í orð og sé því maður fullkom- inn, en hrasanir þeirra manna verða venjulega færri, sem kunna að stilla orðum sínum í hóf, og það mun sann- ast, að væru allir þjóðstjórar og for- ustumenn manna gæddir sömu skap- gerð og Guðgeir, þá yrði ekki róstu- samt í heimi þeirra. Þar með er ekki sagt að Guðgeir sé játningabróðir allra manna, en áreiðanlega er hann sú manngerð, sem hvert mál getur leyst friðsamlega, og þykist ég nú með þessum orðum hafa gefið Guðgeiri þann vitnisburð, eftir löng kynni, sem menn yfirleitt geta beztan hlotið. 1 Guðgeir Jónsson er maður traustur og mótast öll framkoma hans af þeim eðlisþætti. Trúr er hann svo og skyldu- rækinn, að þótt ekki sé nemaumfrem- ur veigalítil nefndarstörf að ræða eða eitthvert þjónustuverk á stúkufundi, þá vanrækir hann ekkert. Hann er því eftirsóttur, en tranar sér ekkert fram. Mest hafa okkar kynni orðið í sam- bandi við bindindisstarfið. En verka- lýðsmálin hafa einnig átt áhuga hans. Honum hefur verið ljóst, að hin vinn- andi stétt er burðarás þjóðfélagsins, og hann má ekki bregðast, heldur þarf hver maður að vera algáður og til verka hæfur. Um skeið var Guðgeir forseti Alþýðusambands íslands, og fulltrúi þess, er hann nú í fulltrúaráði Landssambandsins gegn áfengisbölinu. Félagi góðtemplarareglunnar hefur hann verið frá æskuárum og sinnt þar margvíslegum störfum, verið umdæm- istemplar, verið í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands og ýmsum embætt- um í reglunni. Hér mætti svo telja fram ýmis trúnaðarstörf, sem hann hefur leyst af hendi í þjóðfélaginu, eins og venjulegt er um menn sem vel er treyst. Guðgeir ber það með sér, að hann hefur að öllu leyti verið farsæll maður og heimilisgæfunnar hefur hann notið, átt ágætis konu, Guðrúnu Sigurðar- dóttur, honum samhenta og samstarf- andi í félagsskap, og góð börn. Og er ekki þetta ríkidæmið mesta? Við gift- um okkur báðir sama árið, aðeins er ég búinn að njóta þeirra gæða tveim árum lengur en hann. Um langt skeið er Guðgeir búinn að vera forstöðumaður bókbandsverkstæð- is ríkisprentsmið j unnar Gutenbergs. Ætt hans kann ég ekki að rekja, en fæddur er hann að Digranesi í Sel- tjamameshreppi, eða þar sem nú heit- ir Fífuhvammur í Kópavogi. Þar er skjólgott og snýr móti suðri og sól. I sambandi við sjötíu ára afmæli Guðgeirs, sumardaginn fyrsta, 25. apríl sl., flytur Eining og ritstjóri hennar honum og fjölskyldu hans beztu heillaóskir og þakkir fyrir vin- áttu og mikið og gott samstarf um ávntlirri pétur Slgurflsson FORSETAEFNIÐ ÞORÐIAÐ SEGJA NEI Þegar Harrison hershöfðingi var í kjöri sem forsetaefni Bandaríkjanna, snæddi hann eitt sinn hádegisverð í veitingahúsi í Washington. Þegar mál- tíðin var á enda, drakk Harrison skál sína í vatni. Þá sagði maður einn frá New York, sem mæla skyldi fyrir næstu skál: „Herra hershöfðingi, vilj- ið þér veita mér þann heiður að drekka eitt vínglas með mér?“ Hershöfðing- inn afþakkaði kurteislega, en rétt á eftir bað annar hann að drekka vín- glas. Nú þótti honum nóg ko,mið. Hann stóð upp frá borði og sagði mjög kurt- eisislega: Herrar mínir, ég hef neitað hér tvisvar sinnum að bragða vín. Þetta hefði átt að nægja, og þótt vín- glasið væri borið upp að vörum mér, skyldi enginn dropi koma inn fyrir varir mínar. Ég ásetti mér þegar á unga aldri að bragða aldrei áfengi og ég hef aldrei gengið á heit mitt. Ég lauk síðasta háskólaprófinu ásamt 16 öðrum ungum mönnum. Þeir eru allir dánir sem drykkjumenn, vegna þess skaðlega vana, að drekka vín. Ég get þakkað bindindisloforðinu heilsu þá og hamingju, sem ég nýt. Viljið þið enn- þá hvetja mig til að drekka? Harrison hershöfðingi dó 4. apríl 1841. Hann var forseti Bandaríkjanna, elskaður og virtur af öllum. Frækom, 8. árg. bls. 264. Hressilegur vitnisburður Vísir birti stóra mynd af Krustjoff um miðjan apríl sl. og segir frá því, að hann hafi verið að skoða listaverkasýningu og öskrað þá um listamennina, að þeir væru „kynvillingar, sníkjudýr og svín.“ Nítjánda apríl birti svo Tíminn ummæli Albana um Krustjoff, að hann væri „Kjaft- askur, rógberi og falsspámáöur." Þetta myndi hinn tannhvati „Örvarodd- ur“ Þjóðviljans hér á árunum hafa kallað „sovjettníð.“ Því þá hrópaði hann „Sovjett- níð, sovjettníð, er eg fór með nokkrar setn- ingar úr enskri bók um það, að í Rússlandi ætti sér stað siðspilling eins og í mörgum öðrum löndum. Nú hefur mikið heyrst um það, að menn séu dæmdir harkarlega í Rússlandi fyrir sviksemi og siðspillingu, jafnvel verið tekn- ir af lífi fyrir slíkt. Þannig fer viðburðarásin oft með réttlínu- trú hinna ofurseldu. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.