Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 7

Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 7
EINI NG 7 REYNSLAN HÉR af bannlögunum var sú, að nokkrir gátu náð sér í áfengi — og það voru fyrst og fremst „heldri menn“ svokallaðir. Verkalýðurinn drakk ekki, bragðaði varla vín, unglingar og konur snertu ekki áfenga drykki. Andbanningar fengu gengið af bannlögunum dauðum með fullyrðingum og spádómum, sem allir hafa reynst rangir í hverju einasta atriði. Þetta eru staðreyndir, sem enginn getur mótmælt. REYNSLAN HEFUR SANNAÐ að því meira áfengi, sem selt er í landi,. því fleiri verða slysin og því fleiri glæp- imir, því meiri nauðsyn á fangelsum og því meira heilsu- leysi og þar af leiðandi meira fé til heilsugæzlu og sjúkra- húsa. — Einnig þetta eru staðreyndir, sem ekki er hægt að hrekja. Menn segja hins vegar, þegar þeir sjáársfjórðungs- lega tölur um sölu áfengisverzlunarinnar: „Á hverju ætti ríkið að lifa ef ekki væri áfengisgróðinn?“ Þetta er næst- um eins og sagan um Kleppsvinnuna,, að bera sand dag eftir dag upp á þak og hella honum þar í pípu og láta hann renna aftur í hauginn fyrir neðan og halda þannig áfram við- stöðulaust. AÐ SELJA ÁFENGIÐ til að fá yfir sig glæpina, árás- irnar, slysin, heilsutjónið líkamlegt og andlegt — og streit- ast svo við að byggja sjúkrahús og fjölga læknum, stofna blátt band og upptökuheimili í borg og sveit, að byggja ný fangelsi og fjölga í lögreglunni. Það er næstum því kátbros- legt. — Allt gert til þess að svala svikaþorsta nokkurra, til- tölulegra fárra einstaklinga. Það heitir á tungu sumra manna, „að hefta ekki einstaklingsfrelsið.“ Hannes á horninu. Afengisaugljismgar og áfengisnotknn hins opinbera Eftir Oskar Jónsson, útgerðarmann Hafnarfirði. Kyrir nokkru birtist í einu dagblaðinu í Rvík smáklausa um vínveitingar í opinberum veizlum og samkvæm- um, myndatökur o.s.frv. í því sambandi. Var á það bent að myndir frá þessum samkvæmum væru í raun og veru áfengisauglýsingar, en lögum samkvæmt eru áfengis- auglýsingar bannaðar. Ég er sammála greinarhöfundi, að þegar dagblöðin eða vikublöðin birta myndir úr þessum hófum þar sem gestimir eru með vínglas í hendi, skála hver við annan, þá eru þetta auglýsingar á vissan máta fyrir aukinni áfengisneyzlu. Þetta eru víðlesin blöð, sem birta myndir frá þessum samkundum, þau eru lesin af ung- um og gömlum. Börnin sem rétt eru farin að geta lesið, grína í þessar „fallegu“ myndir, þar sem venjulega fyrir- menn þjóðarinnar eru samankomnir, svo sem embættis- menn, forstjórar, iðjuhöldar, blaðamenn o.m.fl. Börnin og unglingarnir lesa myndatextana, og sjá prúð- búið fólk, þar sem gleðin skín út úr sérhverju andliti, allir með glös í hendi, sumir að skála o. s. frv. Hvemig verka svo þessar myndir og textar þeirra á æsku- fólkið? Ég er sannfærður um að margur æskumaðurinn hugsar þá sem svo: En hvað það verður gaman þegar ég Hin heilaga glóð En tala þú það, sem sæmir hinni heilnæmu kenningu, að aldraðir menn séu bindindissamir, sið- prúðir, hóglátir, heilbrigðir í trúnni, kærleikanum og þolgæðinu. i Svo skalt þú og áminna hina yngri menn að vera hóglátir, og sýn þig sjálfan í öllum greinum sem fyrirmynd góðra verka, sýn í kenningunni grand- varleik og virðuleik, — heilnæmt orð, óákæranlegt. Tala þú þetta og áminn, og vanda um með allri röggsemi. Lát engan lítilsvirða þig. Minn þá á að vera undirgefnir höfðingjum og yfirvöldum, vera hlýðnir, vera reiðubúnir til sér- hvers góðs verks, lastmæla engum, vera ódeilu- gjarnir, vera sanngjarnir, sýna hvers konar hóg- værð við alla menn. Því að þeir voru tímarnir, að vér vorum einnig óskynsamir, óhlýðnir, villuráf- andi, í ánauð margs konar fýsna og lostasemda, ól- um aldur vorn í illsku og öfund, andstyggilegir, hatandi hver annan, en er gæzka Guðs frelsara vors og mannelska birtist, þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni fyrir laug endur- fæðingar og endurnýjungar heilags anda, sem hann úthellti yfir oss ríkulega fyrir Jesúm Krist, frels- ara vorn, til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs. — Títusar- bréf 2, 1, 2; 6, 7, 15. 3: 1-7. Hér lýsir postullinn mönnunum eins og þeir voru, áður en þeir gengu Guði á hönd. Eigum við að festa okkur það í minni? „Óhlýðnir, villuráfandi, í ánauð margs Jconar fýsna og lostasemda, ólu aldur sinn í illsku og öfund, andstyggilegir, hatandi hver annan.“ Gæti þetta verið lýsing á einhverjum nútímamönn- um? En svo þegar guðstrúin hefur umskapað hug- arfar þeirra, þá eru þeir orðnir.„Bindindissamir, siðprúðir, hóglátir, heilbrigðir í trúnni, kærleikan- um og þolinmæðinni.“ — í hvorum flokknum erum við. v._________________________________________________________J er orðinn stór og get tekið þátt í slíkum hófum með fyrir- mönnum þjóðarinnar, auðvitað með glas í hendi, og fá svo myndir af mér í víðlesnum blöðum landsins. — Og ég verð að segja það, að eðlilegt er að unga fólkið hugsi þannig, því: Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Ég tel rétt að vekja máls á þessu í blaði bindindis- manna og ég vil líka beina þeim tilmælum til þeirra, sem gæta eiga þess, að bann við áfengisauglýsingum sé haldið, að þeir athugi hvort möguleikar séu á því, að fyrirbyggja þessar myndabirtingar úr þessum samkvæmum. Og til hvers er það, þegar við hinir eldri tölum um fyrir börnum okkar og biðjum þau að forðast áfengið, þá liggja blöðin á borð- inu með myndum af fyrirmönnum þjóðarinnar, hampandi vínglösum í flottum og fínum samkvæmum. Hversu mikið mark taka þá ungmennin á umvöndunum okkar eldri mann- anna, þegar við þeim blasir það, sem höfðingjarnir aðhaf-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.