Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 9

Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 9
EINING 9 SLAÐINU hefur borizt bréf frá Jó- hannesi Guðmundssyni, kennara í Húsavík. Hann víkur þar að grein, sem birtist fyrir nokkru í Tímanum og hét þar: „Þannig drekkur ungviði.“ Fjallar hún um rannsókn í Kaupmannahöfn og nágrenni á því, hvaða fræðslu böm og unglingar hefðu fengið þar um skað- semi áfengisneyzlunnar. Kom í ljós, að 60 af hundraði höfðu enga fræðslu hlot- ið um þetta í skólunum. Fjórði hlutinn hafði fengið aðeins nasasjón af þessu, en aðeins 7 af hundraði höfðu hlotið rækilega fræðslu um þessi mál. Bréf- ritarinn mælir svo á þessa leið: „I sambandi við þessa grein vaknaði sú spurning hjá mér, hvernig þessum málum mundi háttað hjá okkur. Ég veit að vísu, að hér á landi er lögskipuð fræðsla um áfengi á skyldunámsstiginu, en er það nú víst, að þessari skipun sé svo vel hlýtt sem skyldi? Oft hefur það heyrst og með miklum rétti, að ekki ættu aðrir að fást við kristindómsfræðslu en þeir, sem væru trúaðir menn eða tryðu að minnsta kosti sjálfir á aðalatriði kristindómsins. Mér finnst þessu hljóti að vera svipað farið um fræðslu í áfengismálum. Fram- kvæmi hana menn með hangandi hendi, sem eru vinveittir Bakkusi eða jafnvel áhangendur hans, getur hún orðið lítils virði. Ég veit, að ýmsir kennarar eru al- gerir bindindismenn, en samt sem áður allt of fáir, að minnsta kosti stendur megin þorri þeirra utan við bindindis- félag kennara. Væri því full þörf á, að hér á landi færi fram rannsókn lík þeirri, sem hér var minnst á í upphafi þessa máls.“ Þá minnir bréfritarinn á vaxandi á- fengisneyzlu ungmenna, sem flestum blöskri, þótt seinir séu þeir til mark- vissra úrbóta. Orsakimar geti verið margar, en ein þeirra gæti verið skort- ur á fræðslu og því ástæða til rann- sóknar um það atriði. Hann heldur svo áfram: „Eitt af því, sem oft hefur verið rætt og mikið ritað um af bindindismönn- um, er afstaða æðstu manna þjóðfé- lagsins og valdhafanna til áfengis- neyzlu. Þegar erlendir gestir koma til landsins og ríkisstjórnin og aðrir fram á menn bjóða til veizlu, flýtur þar jafn- an allt í áfengum drykkjum, — annað þykir ekki sæmandi, því haldið fram, að annað væri þjóðinni til smánar. Ég fyrir mitt leyti er nú ekki eins sannfærður um þjóðarsómann af þess- um drykkjuveizlum, og þótt undarlegt megi heita hefur aldrei heyrst, að Tryggva Þórhallssyni hafi verið legið á hálsi fyrir það að hafa ekki vínveit- ingar í veizlum stjórnarinnar á alþing- ishátíðinni. Að hve miklu leyti þjóðin hefur orðið sér til skammar í augum erlendu gestanna við þetta tækifæri, er mér ókunnugt um. Hins vegar mun þetta hafa vakið mikla eftirtekt meðal gestanna, því að það braut í bág við það, sem tíðkaðist þá með öðrum þjóð- um. En að þjóðin hafi af þeim sökum glatað velvild eða virðingu annarra þjóða, hef ég aldrei heyrt. Væri þó slíkt ekki látið liggja í láginni.“ Þá víkur kennarinn að hinu marglof- aða fordæmi bæjarstjórnar Akureyrar í sambandi við 100 ára afmæli kaupstað- arins, að veita alls ekki vín í afmælis- veizlunum, hve mikla athygli þetta hafi vakið, og hve ánægjulegt, að allir stjórn- málaflokkar staðarins gátu orðið sam- mála um þetta. Hann heldur svo áfram: „Út af þessu hefur mér dottið í hug, hvort ekki væri unnt, að hefja mark- vissa baráttu um land allt fyrir því, að vínveitingar í opinberum veizlum verði lagðar niður. Fyrst er að fá þessu fram- gengt innan hvers bæjarfélags, þar sem þess þarf við og hætta ekki fyrr en sig- ur hefur unnizt. (Hér hefur bæjar- stjómin aldrei leyft sér að veita vín opinberlega, hvorki við móttöku forseta né annarra gesta). Þegar sigur væri unninn í bæjunum, mætti gera áhlaup á aðalvirkið — Reykjavík og knýja þar fram sams konar samþykktir. Þá eru það þingveizlumar, stjómarveizlurnar og forsetaveizlumar. Um allt þetta á að fara hörðum höndum og fordæma það rækilega. Og ekki vantar nóg dæm- in um það, hvemig ýmsir forustumenn þjóðarinnar, þótt ágætismenn séu á marga lund, geta orðið bæði sér og öðr- um til skammar, þegar áfengið er ann- ars vegar . . . Þá langar mig til að minnast á tvennt í sambandi við þessi mál. Hér er mikið unnið að slysavömum síðari árin. Öflug samtök hafa verið mynduð og mörgum hefur verið bjarg- að. Sérstaklega hefur kvenfólkið geng- ið vel fram í því að vernda líf sjómann- anna og á fyrir það fyllstu þakkir. En eitt þykir mér á skorta hjá blessuðum konunum. Furðu margar þeirra neyta áfengis, og slíkt fer alltaf fjölgandi. Skyldu þær hafa athugað það, að með þessu gefa þær uppvaxandi sonum sín- um fordæmi, sem ekki er til þess fallið að vernda þá fyrir hættum í framtíð- inni. Og hvers megna viðvaranir þeirra og áminningar, þegar þær sjálfar vísa þeim veginn til þeirra lifnaðarhátta, sem oft og tíðum leiða til slysa og ófam- aðar. Ekki nægir það, að fórna nokkr- um krónum eða stundum til slysavama. Eigið fordæmi er bezta slysavörnin, ef vel á að farnast hinni uppvaxandi kyn- slóð. Margar sögur eru til um björgunaraf- rek íslenzkra sjómanna, þar sem þeir hafa hætt lífi og limum til að bjarga nauðstöddum félögum sínum, og verða slík afrek aldrei fullmetin né fullþökk- uð. Því hörmulegra er að heyra um það, að einmitt þessi stétt manna skuli ganga einna lengst í því að drekka frá sér vit og velferð og koma öðrum út í sama kviksyndið, verða þannig valdir að margháttuðum slysum og óhamingju. Með öðrum orðum, taka það með ann- arri hendinni, sem þeir gefa með hinni af svo mikilli rausn. Illt er að geta ekki komið sjómannastéttinni í skilning um þenna tvískinnung í breytni hennar. Læt ég hér staðar numið. Ef þú óskar að birta í Einingu eitthvað úr þessum hugleiðingum, er það velkomið. Jóhannes Guðntundsson. Viðbætir. Áreiðanlega munu þeir, sem bezt þekkja Jóhannes Guðmundsson, unna honum þess sannmælis, að þar sé mað- ur grandvarleikans og góðvildar. Vitnis- burð slíkra manna er ekki unnt að ó- gilda. I eldra bréfi til ritstjóra Eining- ar vék Jóhannes einnig að þessu marg- rædda vandamáli okkar og komst þá svo að orði: „Liggja til þess (óreglunnar) ýmsar orsakir, svo sem almenn velmegun, mikil atvinna og gríðarlegar tekjur sumra manna. Það þarf meira en lítið siðferðisþrek 16—17 ára unglinga, sem fá í hendur 40—60—80 þúsund krónur eftir tvo mánuði, til þess að þeir fari vel með allt það fé eða kunni nokkuð með það að fara, svo til nytja megi horfa. Naumast er hægt að ætlast til þess, ekki sízt, þegar hinir eldri og reyndari halda hinum görótta drykk oft ósleitilega að þeim í stað þess að var þá við.“

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.