Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 11

Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 11
EINI NG 11 'V Kenn harni þínn að nna istorminum Bagt er frá því í febrúarhefti Reader’s Digest 1963, að uppi hafi verið fyrir allmörgum ár- um blaðamaður, sem skrifað hafi sína beztu ritgerð á dánardægri móður sinnar. Hann kallaði greinina: ,,Hún kenndi mér að una storminum.“ Blaðamaðurinn segir frá því, hve hræddur hann sem barn hafi verið við þrumur og eldingar. Skjálfandi hrædd- ur hafi hann falið sig inni í svefnher- bergi. Móðir hans hafi þá komið og leitt hann sér við hönd út þangað sem þau gátu séð hamfarir krafta himn- anna í algleymingi og lízt fyrir hon- um þessu undri himinhvelfingarinnar, sem gæti framkallað svo dýrðlegt fyr- irbæri, og að hin litla mannvera fengi að njóta þeirra forréttinda að kynnast þessu, þótt hætta kynni að vera í því fólgin. Smátt og smátt vandist dreng- urinn á að una storminum og öllu því í mannlífinu, sem storma vekur, and- stöðu, misskilning, gagnrýni og þess- háttar, og láta ekkert af því skelfa sig. Geta foreldrar, nú á öld hinnar ægi- legu atomorku, þegar eðlilegt þrumu- veður verður sem hégómi til saman- burðar við ógnir þær, sem mannshönd- in megnar að kveikja,- skilið börnum sínum eftir nokkuð dýrmætara en hug- rekki? Er nokkuð meira áríðandi en að kenna baminu að lifa í sambúð við hættuna. Algengt er að vandræðast yfir því, hve skelfileg þessi veröld okkar sé til þess að ala þar upp unga kynslóð. Þetta er öfugmæli. Nú eru beztu tím- ar til að fæða barn í heiminn, hvort sem sprengjur ógna eða ekki, hefur bam aldrei átt vísara að lifa sinn tí- unda fæðingardag en einmitt nú. Svip- ist um í hvaða gömlum enskum kirkju- garði sem er, þar sem þriðji hver leg- steinn er yfir bamagröfum. Tíminn er aðeins óheppilegur til að ala upp kveifarunga, vælukolla, skælu- rokka og felukúta. Engir algerlega ör- uggir staðir era til framar. Kveifar- ungar vom betur settir áður. Það voru þeir tímar, er menn gátu lifað allan sinn aldur án þess að kynnast mann- legum hörmungum eða heyra skoti hleypt af í bræði. Nútímaæskumenn eiga ekki á neinu slíku völ. Leiðin ligg- ur um fjalllendi, á barmi hengiflugs, þar sem niður sér í ægidjúpið. Fjar- lægðar útsýnin er geysilega töfrandi, en leiðin hentar engum hugleysingjum. Hin sanna uppeldissnilli foreldra er nú sú, að kunna að venja bam sitt jöfnum höndum við öryggi og erfið- leika. Barnið þarf að njóta ástríkis en ekki umvefjast þeim tepruskap, sem hnekkir sjálfstraustinu. Barnið verður að kynnast svipu og sársauka erfið- leikanna, þó ekki í svo ríkum mæli, að það þjáist af öryggisleysi. Hið hryggilegasta fyrirbæri í heim- inum eru foreldrar, sem standa utan veggja ungmennaréttarsalarins ogand- varpa, „og við reyndum þó að láta hon- allt í té.“ Allt? Sæmileg rausn sjálfsagt. Auð- veld leið, ef til vill. En hvað þá um skilning á gildi eins og annars? Hvað þá um ánægjuna af því að innvinna sér eitthvað, hið mikilvæga uppeldis- gildi þess að hljóta laun fyrir vel unn- ið verk. Og hvað um ánægjuna af því, hjálpa fjölskyldunni til að sigrast á einhverjum erfiðleikum eða þann skiln- ing piltsins á athöfnum yfirleitt, sem hefðu getað vakið aðdáun hans á af- rekum annarra? Hvað svo einnig um þá ólýsanlegu ánægju, sem drengur verður aðnjótandi, þegar hann skynj- ar að honum er treyst eins og full- orðnum manni. Sedrusviður fjallana elzt upp við hret og storma, og lifir langa, langa ævi, á það að þakka sínum stinna stofni og sterku rótum. Hinn hávaxni og tignar- legi pálmaviður nýtur sólarhita og svala hitabeltisins. Mergur hans er meir og rætur hans grunnfærar. Hann stenzt ekki fellibylinn. Dugleg reynast þau börn, sem van- izt hafa að una storminum. Hamingju- samir foreldrar sedrusviðar fjallanna. --K- Var að horfa á tunglið Ella, hvað ert þú að gera þarna úti svona seint? kallaði mamma hennar.— Ég er bara að horfa á tunglið, mamma. — Segðu þá tunglinu að taka reiðhjól ið sitt og koma sér af stað, því að þú átt að fara í rúmið. A" Afengissalan 1. janúar til 3i. marz 1963. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík Akureyri ísafirði . . Siglufirði Seyðisfirði Kr. 45.317.619,00 5.018.672,00 1.759.239,00 1.015.702,00 1.080.195,00 54.191.427,00 Á sama tíma 1962 var salan eins og hér segir: Selt i og frá Reykjavík Akureyri ísafirði . . Siglufirði Seyðisfirði Kr. 37.098.628,00 3.672.486,00 1.537.345,00 834.267,00 742.882,00 43.885.608,00 Salan er 23,5% meiri nú en á sama tíma í fyrra, en þess ber að geta, að allmikil verðhækkun varð á áfengi 1. júlí 1962. ÁfengisvarnaráS. (Heimild: Áfengis- og tóbaksverzlun rík- isins.) -k -K -K Ættlaði það sjálfum sér Það hugsjónamönnunum ofvaxið er, að umskapa heiminn, jafnt þér eins og mér. Og eflaust það betur í annars hönd fer. Það ætlaði skaparinn verk handa sér. Og þó að hann fari að þessu með gát, og þurfi ekki að viðhafa æsing né fát, mun ekki samt verða á umbótum lát, og aldrei svo fara að Guð verði mát. Hann telur, að liggi víst ekki neitt á, að allmörgu þurfi hann víðar að gá, og ei þurfi vinnan að vera svo ströng, það vinnist um eilífð, oghúnsémjög löng. Pétur Sigurðsson. * -K * Of gömul Hann: Heldur þú ekki að þér lær- ist að elska mig? Hún: Nei, það held ég ekki. Hann: Nei, sjálfsagt ekki, þú ert of gömul til þess.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.