Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 12

Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 12
12 EINING Góðtemplarareglan færist í auk- anna í IMoregi Stórtemplar Norðmanna, Johan M. Mjö- sund, segir að nú sé hagur Góðtemplara- reglunnar þar í landi það beztur, sem hann hafi verið eftir heimsstyrjöldina. Stríðið hafi fært margt úr skorðum, einnig félags- lífið. Eftir hernámið og stríðið liafi áhugi þjóðarinnar beinst fyrst og fremst að við- reisninni, tengslin milii eldri og yngri kyn- slóðarinnar verið með veikara móti, en nú sé orðin breyting til bóta. Þing norsku stórstúkunnar verður í Staf- angri í sumar og er talið öruggt að þangað komi um 1200 þingfulltrúar og gestir. Þar verður áreiðanlega gott að koma, því að Norðmenn kunna þá list að há skemmtileg stórstúkuþing. Það gætir bjartsýni í norsku bindindisblöðunum. Bölsýni má heldur aldrei ná tökum á þeirri sveit manna né einstaklingum, sem betra vilja heiminn. Spurt og spjallað í útvarpssal Seinast var spjallað um fjárveitingu til listamanna. Okkur sem lifðum um síðustu aldamót finnst allt það tal mjög hlægilegt, ef það getur þá ekki heitið raunalegt. Ekki veitti af að gera allmikla hreinsun í þeim fjölmenna hópi, sem kalla sig listamenn. Það er blátt áfram hlægilegt og vansæmandi listinni að kalla alls konar skriffinna lista- menn, álíka jafnréttmætt og að kalla alls konar fræðagrúskara vísindamenn, eins og nú tíðkast. Þessi notkun á virðulegum nöfn- um er eitt sýnishornið af „hógværð“ okkar kynslóðar, sem allt heimtar með frekju og kallar það „smánarlegt“, sem vel er veitt. Fjöldi manna gutlar við eitt og annað, sem þeir vilja að heiti list, en á ekkert slíkt nafn skilið. Það er álíka furðulegt fyrir- bæri í mannkynssögunni eins og liegar menn geta hlotið heimsfrægð fyrir að dunda við sér til skemmtunar að spila mannspil eða tefla manntafl, og þetta verður heilmikill fréttamatur, sem áður var talið dundur til gamans og auðvitað hálfgerður hégómi. Margt fleira mætti nefna, eins og fegurðar- samkeppni kvenna og alls konar dellu. Erindrekar bindindismála í báðum deildum sænska þjóðþingsins hefur verið lagt fram frumvarp um hækkun launa bindindiserindreka (instruktöra). Lagt er til að laun þeirra hækki úr 16.000 sænskra króna á ári í 20,000. Þetta verður hátt á annað hundrað þúsund íslenzkra króna. Það eru þrefalt hærri laun manna á borð við undirritaðan. Engan áhuga hef ég á því að styðja kaupskrúfu, og ættu allir þjóðhollir menn að stilla kröfum sínum þar í hóf. Hitt er svo annað mál, að mönn- um verður að greiða svo vel erilsamt og jafnvel erfitt starf, að nýtir menn fáist til starfsins. Bindindisstarfsemin hér á landi verður að fá fleiri launaða starfsmenn. Þetta verð- ur að vera krafa okkar, öllu fremur en háar launagreiðslur. Hálfverk er alltaf dýrasta verkið og líka leiðinlegasta, og sjái ríkis- stjórnin sér ekki fært, með allan sinn áfeng- isgróða, að bæta hér við svo sem þremur launuðum mönnum, verður erfitt að halda í horfi með bindindisstarfið í landinu, eins og nú er komið öllum félagsmálum. Á þessu þarf að finna sanngjarna og viðunandi lausn. P. S. LAIMGLÍFIR IUEIMIM í bæ einum í Englandi eru íbúarnir þekktir fyrir það, að ná háum aldri. Dag einn sá ferðamaöur gamlan mann standa grátandi fyrir utan húsið sitt. Hvers vegna grætur þú, spurði f erðamaðurinn ? —Af því hann pabbi sló mig, og það á 92 afmælisdegi mínum. — Hve gamall er þá pabbi þinn? Hann er 128 ára. — Verða menn raunverulega svo gaml- ir hér? Ójá, afi minn er einnig á lífi, og vel á sig kominn. —• Það getur ekki verið satt. Hve gam- all er hann þá? Það man ég nú ekki fyllilega, en þér getið spurt prestinn, sem býr í húsinu þarna, því að hann fermdi okkur alla þrjá. Ferðisl og flyijið vörur yðar með skipum H.f. Eimskipafélags íslands „Alli með Eimskip'1 TIIUBLRVERZLIiMIIM VÖLUNDUR h.f. Reykjavík ★ Kaupið timbur og ýmsar aðrar byggingavörur. hjá stærstu timburverzlun landsins

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.