Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 1

Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 1
21. árg. Reykjavík, júní—júlí 1963 6.-7. tbl. GÓÐ FRÉTT Góða frétt fulttu blöðin nýlega um það, að nú skyldi fjölga á alfaravegum í Reykjavík listaverkum snillinganna. Margir munu nema staðar við styttu stórskáldsins, Einars Benediktssonar, fara svo heim og lesa ljóðin hans, og ef til vill getur Sæmundur fróði á seln- um hvatt einhvern til að skilja betur en áður, að maðurinn býr yfir miklum mætti og getur lagt beizlið við hin furðulegustu öfl. Fleiri verk Ásmund- ar Sveinssonar munu vekja eftirtekt. Þá mun margur standa hljóður og hugsandi frammi fyrir hinu stórbrotna meistaraverki Einars Jónssonar — Út- lagar. Mikið gleðiefni er það, að loks skuli það nú gert úr varanlegu efni. Óskandi væri, að þjóðin sæi sóma sinn í því, að láta steypa sem hraðast hvert af öðru listaverka Einars Jónssonar. XJtlagar: Einar Jónsson. Morguninn eftir að ég í fyrsta sinn sá listaverk Einars, hrukku upp úr mér á meðan ég var að klæða mig eftirfar- andi stef: Þú semur þann óð, sem aldrei deyr meðan aldir og kynslóðir lifa. Þú yrkir betur en allir þeir, sem orða sín ljóð og skrifa. Þú gefur storknuðum málmi mál þíns meistara himinsala, og steyptum líkneskjum stóra sál, þar steinarnir spekina tala. Þeir boða guðs orð og benda þeim, sem bergmálið kunna að þýða, á nýjan himin og nýjan heim, sem nútíminn er að smíða. Þar framtíðin skapar rós við rós í ríki hins góða og sanna, er vilji Guðs segir: Verði ljós í vitund og sálum manna. Þar stendur í berg þín ritning rist, öll rituð í sannleiks nafni. Hvert orð er spekings og spámannslist, í spakmála dýru safni, og innblásið lífsins anda þeim, sem öll reisir þroska-merki, og skapar dásemda heilan heim og himin í skáldsins verki. P. S. Sætið hennar móður minnar Eftir eina orrustuna í borgarastríði Bandaríkjanna voru 100 særðir her- menn fluttir í sjúkrahúsið. Margir þeirra voru ólæknandi og biðu aðeins dauðans til lausnar þjáningum sínum. Utlagar: Bakliliðin. Er Lincoln forseti frétti þetta, hrað- aði hann sér þangað. Meðal hinna særðu hermanna sá hann ungan mann, sem í stríðinu hafði sýnt af sér mikla hreysti og hugi’ekki. Get ég gert nokkuð fyrir þig, spurði forsetinn. Já, mér þætti vænt um, ef þér vilduð skrifa henni móður minni. Þetta gerði Lincoln og ritaði nafn sitt undir bréfið. Þegar ungi maðurinn sá nafnið, spurði hann undrandi: „Eruð þér forsetinn ?“ „Já, drengur minn. Get ég gert nokk- uð meira fyrir þig?“ „Já, ef þér viljið taka sætið henn- ar móður minnar og halda í hönd mína þar til umskiptin koma, þess verður ekki langt að bíða“. Rúmar tvær klukkustundir sat stjórn- vitringurinn og hélt í hönd unga manns- ins, unz hann var dáinn. — Taktu sæti móðurinnar, þegar þú finnur systur eða bróður í nauðum stödd. Endursögn úr „Frækorni“.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.