Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 9

Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 9
EINING 9 ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo ^Jfin lieifacýci gfóÉ £j*áihamAAtíll Ég vil kveða kvæði um ástvin minn, ástarkvæði um víngarð hans. Ástvinur minn átti víngarð á frjósamri hæð. Hann stakk upp garðinn og tíndi grjótið úr honum, hann gróðursetti gæðavínvið í honum, reisti tum í honum miðjum og hjó þar einnig út vínlagarþró; og hann vonaði að garðurinn mundi bera vínber, en hann bar muðlinga. Og dæmið nú, þér Jerúsalembúar og Júðamenn, milli mín og víngarðs míns! Hvað varð meira aðgert við víngarð minn en ég hafði gert við hann? Hví bar hann muðlinga, þegar ég vonaði, að hann mundi bera vínber? En nú vil ég kunngera yður, hvað ég ætla að gera við víngarð minn: rífa þyrnigerðið, svo að hann verði etinn upp, brjóta niður múrvegginn, svo að hann verði troðinn niður. Og ég vil gera hann að auðn; hann skal ekki verða sniðlaður og ekki stunginn upp; og þar skulu vaxa þyrnar og þistlar; og skýjunum vil ég um bjóða, að þau láti enga regnskúr yfir hann drjúpa. Því að víngarður drottins hersveitanna er ísraels hús, og Júdamenn ástkær plantan hans. Og hann vonaðist eftir rétti, en sjá: manndráp; eftir réttvísi, en sjá: neyðarkvein. Jasaja 5, 1—7. Mun ekki þetta óbundna mál spámannsins Jesaja taka fram mörgu órímuðu Ijóði síðustu ára, og fá menn öllu fegurri og þróttmeiri stíl í nútímabók- menntum. Biblíuna má enginn afrækja, sem kynn- ast vill kjarnabókmenntum. c>ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo<>oooooooooooo anu nær til hjarta þess, sem heyrir og á það ekki sízt við um blessuð börnin, en við börn skyldu menn viðhafa mikla einlægni og trúnað. Mamma minnti okkur börnin á, að hið alltsjáandi auga Guðs sæi ávallt til okkar, en þetta, segir sálfræðingurinn Whitman, megi aldrei segja börnum. Ekki man ég til þess, að þessi kenning mömmu legði neinar hömlur á sálarlíf mitt, nema þá það, að aftra mér heldur frá því, sem ógert skyldi látið . Pétur Sigurðsson. Harmleihur í auðnmm Undir þessari fyrirsögn birtist í Morgunblaðinu 7. apríl sl. einkennileg og hryllilega táknræn mynd. Hún er af beinagrindum, sem fundizt hafa af tveimur stórum skepn- um í auðnum Canada. Skepnurnar heyja styrjaldir engu síður en mennirnir. f greinarstúf, sem fylgir myndinni í Morgunblaðinu, segir m. a.: „Þessi mynd, sem varla á sinn líka, er tekin lengst úti í auðnum Canada . . . Þegar tveir elgtarfar leggja í stríð upp á líf og dauða, getur það komið fyrir, að endirinn verði sá, að horn þeirra flækj- ast saman, og dauðinn er báðum dýrunum vís ... Að lokum hefur þróttmeira dýrið borið sigur af hólmi. Því næst hefur sigurvegarinn sér til mikillar skelfingar komizt að raun um, að hin nýju og sveigjanlegu horn hans — því elgdýrin skipta um horn á hverju ári — hafa látið undan og flækzt saman við horn andstæðingsins. Hann hefur ekki getað losnað frá hinum fallna andstæðingi. í örvæntingarfullri tilraun til að losa sig hefur hann ef til vill dregið lík andstæðings síns mörg hundruð metra með sér til þess að reyna með einhverju móti að losna. Með þenna bagga hefur hann hvorki komizt til að eta eða drekka og honum hefur ef til vill blætt úr mörgum sárum, sem andstæðingur hans hefur veitt honum. Að lokum hefur einnig hann, sigurvegarinn, hnigið í valinn, en hrædýr skógarins hafa síðan komið til sögu og endanlega jafnað metin“. Þannig farast blaðinu orð um þetta. Hafa ekki stórveldi runnið stundum saman í ægilegri heift og legið svo bæði blæðandi á vígvellinum á eftir? Er sá viðburður hugsan- legur, að tveim heimshlutum lendi saman í gereyðingar atómstyrjöld, svo að báðir liggi dauðir á eftir? Verði nautsk- an, blind og tryllt, mannviti og skynsemi yfirsterkari, getur hæglega þannig farið. Enginn má því láta sitt eftir liggja, að efla og magna hin góðu öfl, sem ein geta afstýrt slík- um voða. Tugþúsundatjón á íbúðum aí völdum frostanna Þessa frétt flutti Tíminn 4. janúar 1962. Töluvert er gumað af tæknimenningu þessara ára, en eitthvað er nú kunnáttunni, lærdóminum og vinnubrögð- unum ábótavant, ef mikið tjón þarf að verða á alldýrum húsum, þótt kuldakast komi, sem jafnast þó lítið á við það, sem kaldast hefur orðið hinn síðasta mannsaldur. All- mikil ástæða er til að ætla, að mikið og margvíslegt tjón, annað en það sem hér var nefnt, orsakist á landi og sjó sökum kæruleysis og óvandaðra vinnubragða. Grandvar- leikinn á öllum sviðum, er hin ómetanlega dyggð.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.