Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 10

Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 10
10 EINING Skarfahjón: Guðmundur Einarsson frá Miðdal, myndhöggvari. Kirkjurækni og uppeldi heitir greinarstúfur eftir Úlf Dagsson, og kom hann í Ingólfi, blaði framsóknarmanna í Kópavogi, 21. marz 1963. Leyfir blaðið sér að birta hér megnið af greininni: „Fyrir nokkru las ég í erlendu blaði skýrslu um afbrot barna og unglinga í nokkrum stórborgum vestan hafs og austan. I sambandi við þessa skýrslugerð höfðu allar að- stæður heimilanna, sem þessi börn og unglingar voru frá, verið rannsakaðar til þess ýtrasta í margvíslegum tilgangi. Eitt af því sem í ljós kom, var, að í hópi mörg þúsund afbrotabarna og unglinga, var ekkert einasta sem sótt hafði kirkju að staðaldri, og af þeim sem verið höfðu virkir þátt- takendur í einhverju trúfélagi voru svo fá, að alger und- antekning var. Þetta segir vissulega sína sögu. Tvennt kemur hér að vísu til greina, fyrst það, að þau heimili, sem vöndu börnin sín á að sækja kirkju eða taka þátt í kristi- legu félagsstarfi voru yfirleitt betri og reglusamari, og svo á hinn bóginn þau áhrif sem börnin urðu fyrir, bæði í kirkju og í kristilegum félagsskap. Ég læt hvern og einn um að draga sínar ályktanir af þessu. Öllum hugsandi mönnum er það áhyggjuefni, hvað af- brotum barna og unglinga fer ört fjölgandi, einnig hér á landi. Drykkjuskapur, lausung og hvers konar siðleysi fær- ist líka ískyggilega í aukana. Margt kemur til og margt þarf að laga og verður ekki rætt í þessari grein, aðeins skal bent á að stórauka þarf eftirlit með útivist barna og unglinga, og ganga ríkt eftir að ákvæðum lögreglusamþykkta sé fylgt í öllum bæjum og þorpum á landinu. En þótt heimilin standi ráðalaus gegn mörgum vanda, og vitlaus tízka og spillt aldarfar dragi unglingana út í hringiðu, sem enginn virðist ráða við, geta heimilin þó gert mikið og margt“. * >f * 16 millj. barna næstu kynslóðar fæðast vansköpuð Tólfta nóv. 1962 hafði Morgunblaðið þau orð eftir amer- ískum Nóbelsverðlaunahafa og prófessor í efnafræði, Linus Pauling, að „hann teldi að þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með kjarnorkuvopn í heiminum til þessa, myndu valda því að um 16 milljónir barna næstu kynslóðar fædd- ust vansköpuð. Sagðist Pauling telja, að flest þessara barna myndu ekki geta lifað nema mjög stutt“. Aðeins 1% þessara 16 milljóna barna myndu fæðast van- sköpuð, taldi prófessorinn, hefðu þessar atómorku-tilraunir ekki verið gerðar. Mæli þessi vísindamaður óyggjandi sannleika, er það augljóst, að stórveldin drýgja geigvænlegan glæp gagn- vart öllu mannkyni. Á sagan að endurtaka sig, um græðg- ina í ávöxt skilningstrésins, að hún leiði mannkynið frá lífstrénu, — frá lífi og velferð til eyðingar og dauða. Spenn- an í vígbúnaðaræðinu gefur litla von um farsæl leikslok. Ljót er iðjan Tíunda maí 1963 birti Morgunblaðið tvær ömurlegar og hryggilegar fréttir af skemmdarstarfsemi unglinga. önn- ur var um það, að lögreglan hefði hand- samað 3 unglingspilta á gagnfræða- skólaaldri, sem gengu um vopnaðir 7 mismunandi eggjárnum til að skera niður þvottasnúrur. Þeir höfðu mælt sér mót laust fyrir miðnætti til þess að vinna þetta þarfa verk og voru bún- ir að skera snúrur niður á 10 stöðum, á tveimur stöðum með þvottinum á. Hin fregnin var af unglingum, sem á 9 dögum höfðu skorið sundur 40 sæti og þrjú sætabök í strætisvögnum Reykjavíkur. Slíka ljóta sjón höfum við einnig séð í Kópavogsvögnunum. Morg- unblaðið birti mynd af nokkrum sund- ui’tættu sætunum, og segir viðgerðar- maðurinn, Jóhann S. Jónasson, að þetta skemmdaræði hafi farið mjög í vöxt. Hvaða andi hefur náð tökum á þess- um ungmennum, sem finna hugfró í því að skemma og eyðileggja? Er þar um að kenna bæði innræti og uppeldi? Miklum skugga varpa þessir unglingar á ungu kynslóðina. □ Kæruleysi JclaufsJcra manna JcveiJcir tíðum bál. Einnig lítil ódyggð getur eitrati góöa sál. Stundum Jielgust Jieitin reynast hjartakvöl og tal. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.