Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 13

Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 13
EINI NG 13 Altaristaflan í Balckusarhofi. Beggja megin við áfengissalinn sjást af- leiðingar áfengissölunnar, en liann sér aðeins hagnaSinn. Myndin er frá fyrstu bindindissýningunni í Reykjavík. Hvað hefur hörmulegast gerzt á 20. öidinni? Sænska bindindisblaðið Reformatorn segir frá því, 24. marz 1963, að nokkr- ir þekktir einstaklingar á sviði mennta- mála hafi fyrir skömmu skrifað grein- ar í vel þekkt sunnudagsblað í Eng- landi um það, hvert verið hafi mesta óhapp aldarinnar. Sumir skrifuðu um Hiróshima, aðrir um nýlendukúgun á öldinni, en einn ungur — ekki illa gef- inn maður — taldi það mesta óhapp aldarinnar, að áfengisknæpurnar í landinu skyldu vera lokaðar vissan tíma sólarhringsins. Það var hvorki meira né minna. Látið ykkur ekki bregða, þetta er aðeins eitt sýnishorn af of- stæki áfengisþjónanna. Þá segir í sömu grein sænska blaðs- ins frá greinum í Afton-blaðinu um þessi mál. Þar er því haldið fram, að mikill meiri hluti manna neyti áfengis sér að skaðlausu. Auðvitað er þetta í helberri mótsögn við allar vísindaleg- ar rannsóknir á þessu sviði, en svo virð- ist þetta kvöldblað gleyma því, að í þess eigin landi og nágrannalöndum þess, telja fróðir menn þessara þjóða, á sviði áfengismála, að í Noregi séu 60—100 þús. áfengissjúklingar, 100—200 í Sví- þjóð, 60—100 í Danmörku, hálf milljón í Englandi, ein milljón í Frakklandi, 4—5 milljónir í Bandaríkjunum eða miklu meira, laglegur slatti í Vestur- Þýzkalandi, t. d. 200 þús. konur áfeng- issjúklingar, og þá eru eftir allar hin- ar þjóðirnar. Hvaða skaði er það í aug- um áfengisdýrkendanna, þótt 10 millj- ónir manna séu gerðir að aumingjum. svo að ekki séu svo nefndar allar aðrai hryllilegar fylgjur áfengisneyzlunnar, svo sem slys og glæpir og margt fleira. * -K Vei, vi“i. vei Þannig hrópar spámaðurinn. Spá- menn fornaldarinnar voru ekki hrædd- ir við að segja sannleikann og ekki hræddir við að nota stór orð: „Vei þeim, sem kalla hið illa gott og hið góða illt, ... gera beiskt að sætu og sætt að beiskju". „Vei þeim, sem kappar eru í vín- drykkju og öflugar hetjur í því að byrla áfengan drykk, þeim sem sýkna hinn seka fyrir mútur og svipta hina rétt- látu rétti þeirra“. Hún er bæði gömul og ný, sagan um baráttu réttlætisins við rangsleitnina, sannleikans við lygina, mannúðarinnar við eigingirnina. Og þeir eru alls stað- ar á ferð á öllum öldum, sem kalla svart hvítt, beiskt sætt og hið illa gott. — Það gera vikadrengir áfengispúkans. Hvað er að frétta? Þessi psurning heyrðist oft hér á landi, áður en þeir furðutímar runnu upp, er ritmokstri og útvarpi tókst að gefa „óát“ í fólkið. Nú fá allir nægju sína af fréttum, og nú spyrja menn ekki: Hvað er í fréttum, en láta sér nægja að spyrja „Hvernig hefur þú það?“ Setningin kynblendingur af er- lendum uppruna, en svo er nú reyndar um margt í máli okkar. En það voru fréttirnar. Á borðinu hér liggur norska bind- indisblaðið Folket. Á fyrstu blaðsíðu þess eru áberandi fréttir: 18 ára pilt- ur drepur 26 ára félaga sinn, báðir norskir, en þá staddir í New York. Eldri maðurinn var vélamaður á skipi þeirra. Þeir börðust ölvaðir. I ölvunarástandi rekur 26 ára stúlka hníf í bakið á 17 ára stúlku á einum stað í Norvegi. Það leiddi þó ekki til dauða, en báðar voru þær ölvaðar. Næst er svo skemmtilegri frétt. 1 júní nk. ætlar MA — bindindisfélag ökumanna í Noregi að láta konur ein- göngu keppa í góðakstri víðs vegar í landinu, og svo fer lokakeppnin fram í Oslo. Þar verða þá úrskurðaðir kven- Framhald á næstu bls. Fylgdin. (Eggert GuSmundsson).

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.