Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 14

Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 14
14 EININC A5 þessu sinni Þjórsárdalur Algengt er að heyra menn segja: Versti stormurinn, versti hríðarbylur- inn, versta áfallið, sem komið hefur árum saman, og nú á Þjórsárdals hvítasunnu hneykslið að hafa verið hið versta. Viðbjóður var það áreiðanlega, en engin nýjung. Stundum hafa borizt óglæsilegar sögur af skemmtunum manna á Þing- velli. Minnistæð er mér nótt ein þar fyrir mörgum árum, ég var þar reynd- ar ekki, en vitnin voru næg. Salirnir í Valhöll voru þéttsetnir eða fólk lá á gólfinu dauðadrukkið. Aðrir hengu á stólunum, einstöku svo óklárir í kollin- um að þeir hnepptu frá sér til að pissa út á gólfið. Ekki er langt síðan feit- letraðar fyrirsagnir blaðanna sögðu: Hvað er að frétta? Framhald af hls 13. meistarar landsins í ökuhæfni. öllum konum er frjáls þátttaka, bæði félags- konum og hinum. Þá er sagt frá því, að í Sogn og Fjord- ane hafi kærum fyrir ölvun fækkað úr 179 árið 1958 og 82 árið 1961 nið- ur í 41 árið 1962. Þykir þetta góð frétt þar í landi. Hinar leiðinlegu voru þó fleiri á þess- ari sömu blaðsíðu. Maður dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir ölvun við akstur, endurtekið brot. Ung hjón farast í bíl- slysi, sem ölvaður ökumaður veldur. Hann dæmdur til mánaðar fangelsis- vistar. Og svo að lokum góð frétt. Templara- kór elztu góðtemplarastúku Noregs, í Porsgrunn, hefur afráðið að bjóða fjöl- skyldu frá Alsír til dvalar hjá sér í Noregi. Svo var þar ungur maður, sem flutti mikla ræðu á fjölmennri samkomu til framdráttar líknarstarfi í Alsír. Ungi maðurinn er að fara þangað og víst fleiri með honum. Þeir eiga að vinna þar leiðbeiningastarf við fram- leiðslustörf og menningarmál, og ungi maðurinn segir: „Við ætlum okkur eng- in laun. Okkur er fagnaðarefni að geta látið þessa þjónustu í té“. — Það eru Kvekararnir í Evrópu, sem skipuleggja þessa hjálparstarfsemi í Alsír. Og gott er til þess að vita, að einnig ísland hefur rétt þar fram hjálparhönd. Sem betur fer, lifa ekki allir fyrir peningaöflun. Hinn kristilegi þjónustu- andi er víða að verki, og vonandi verða sigrar hans miklir í framtíðinni. „Skógarhólar loguðu í áflogum," og ljót var öll sú lýsing af fylliríi, flutn- ingi á handjárnuðum mönnum og öðru slíku. Eitt árið var það svo Hallormstaða- skógur. Það var sagt öllu áður verra. Annað skiptið var það Þórsmörk, og ófögur var lýsingin af því, að þessu sinni Þjórsárdalur. Tvennt er það, sem veldur þessum ósköpum, svo að ekki sé minnst á dýpri orsakir, en það er áfengið og frídaga- vitleysa okkar íslendinga. Þessir frí- dagar eru stundum allt frá tveimur, þremur upp í fimm, í einu. Á öllum þessum hátíðum og tyllidögum getur þetta peningalausa kröfugöngu fólk þotið um allar jarðir, bæði innanlands og erlendis, og það er jafnvel orðin atvinnugrein að spana fólk sem mest upp í allt það flakk. Auðvitað er ekki allt slíkt ámælisvert, en af öllu má of- mikið gera, en þegar svo unga fólkið leggur upp með miklar birgðir af á- fengum drykkjum, þá fer eins og í Þjórsárdal um síðustu hvítasunnu, — laglegt helgihald eða hitt þó heldur. Nú hefur ríkisstjómin sett á lagg- irnar nefnd til að rannsaka fyrirbær- ið, vonandi upplýsir sú nefnd á sínum tíma, hvar unglingarnir fengu allt það áfengi er þeir höfðu meðferðis og hve löglegt allt hefur verið. „Eitthvað verður að gera, eitthvað verður að gera,“ segir nú hver í kapp við annan, og það er skorað á okkur bindindismenn að gera eitthvað. Þá spyrjum við: hvað á að gera? Þá gef- ur enginn greið svör. Við erum margir bindindismenn, sem vitum vel hvað ætti að gera, en það fæst ekki gert. Hags- munahyggja annars vegar og nautna- sýki hins vegar veldur því, og í báðum þeim flokkum er það fullorðna fólkið sem ræður. j Lítið á myndina. Maðurinn, sem reiðir exina til höggs, veit réttu lausn- ina, en áfengisauðmagnið, samtaka um allan heim, afvopnar hann og svo lifir ófreskjan áfram góðu lífi á blóði kyn- slóðanna, ekki sízt æskumanna nú um stundir. Slík er raunhyggja menning- arinnar, fálm og kák og óheilindi, van- þroski manna gerður að gróðavegi þeirra, sem blindaðir eru af hagsmuna- hyggju. Spámaðurinn var orðheppinn, er hann sagði: „Þeir lifa af synd lýðs míns og þá langar í misgerð þeirra.u — „Því voldugri sem þeir urðu (vel- gengnin) því meir syndguðu þeir gegn mér; vegsemd sinni skipta þeir fyrir smán.. Hór, vín og vínberjalögur tek- ur vitið burt... Fyrir því drýgja dæt- ur yðar hór og fyrir því hafa yðar ungu konur framhjá... því að þeir ganga sjálfir afsíðis með portkonum og fórna sláturfórnum með hofskækj- um, og fávitur lýðurinn steypir sér í glötun.“ Þannig talaði spámaðurinn Hósea á þeirri öld. En á þessi mynd við um líf þjóðanna á okkar öld? Svari hver sem bezt hann kann. Við nútímamenn þor- um ekki að tala eins og Hósea, þorum ekki að kalla hlutina réttu nafni á hinu gamla og góða rnáli, spillinguna spill- ingu og syndina synd. Við iðkum vangaveltur og málskrúð. Kosningadaginn 9. júní skrifa ég þessar línur. Blaðið er að rnestu leyti sett, en í dag kemur svo Morgunblaðið með svar frá fimm mönnum, þremur sálfræðingum, einum ungum náms • manni og einum kennara, — við spurn- ingu blaðsins: „Hvað finnst yður? Hverjar teljið þér forsendur þess er gerðist í Þjórs- árdal um síðustu helgi, og hvað er hugsanlegt að gera til lausnar þessu vandamáli?“ Enginn hinna aðspurðu telur sig geta sagt hið eina og algilda lausnar- orð. Sálfræðingurinn Örn Helgason minnist m.a.o. á þetta „vaxandi vanda- mál víða um heim og þó fyrst og fremst meðal þeirra þjóða, sem fremst- ar eru taldar að efnalegri velmegun og menningu." Gamla sagan, sterk bein þarf til að þola góða daga. Peningarnir trylla menn. Sálfræðingurinn mælir í niður- lagsorðum sínm á þessa leið: „Engin ráð eru tiltæk er leysi vand- ann að fullu, en draga má úr með um- fangsmiklum og kostnaðarsömum að- gerðum. Þann skatt munum við þurfa að greiða fyrr eða síðar.“ Þá vitum við þetta. Við bindindis- menn höfum reyndar vitað það áður, til viðbótar því, að við teljum margir eitt ráð geta leyst vandann, en meðan þjóðir vilja ekki sinna því, þá er að notfæra sér það sem sálfræðingurinn bendir á: Umfangsmiklar og kostnað- arsamar aðgerðir. Þarni skatt verði ekki komizt hjá að greiða fyrr eða síð- ar. Áratugum saman höfum við, félags- bundnir bindindismenn hér á landi knúð á dyr Alþingis og ríkisstjórnar um að greiða að einhverju leyti þenna

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.