Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 1

Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 1
21. árg. Reykjavík, ágúst — september 1963 8.-9. tbl. ÞÁ SNERU ÞEIR AFTUR Prédikun eftir séra Ragnar Fjalar Lárusson. Flutt í Dómkirkjunni á stórstúkuþinginu 1963. Post. 1. 12 - 14 ^ au orð, sem ég hef i valið að hug- 'leiðingarefni á þessari helgu stundu, er frásögn Postulasög- unnar um lærisveina drottins Jesú eft- ir að hann varð frá þeim numinn til himins, þar til þeir fengu sendingu heilags anda hinn fyrsta hvítasunnu- dag. Þessi frásögn hefst á orðunum þá seneru þeir aftur. Þetta eru í sjálfu sér ekki ýkja markverð orð, þau eru ekki þrungin af neinni vizku eða líf- speki, það er tæpast að þú sjáir, á- heyrandi minn, í þeim neitt siðaboð lífs- ins, nokkra líf sreglu fyrir þig. En þó er það svo, að þessi yfirlætislausa frá- sögn um einfalda staðreynd felur í sér nokkra hugvekju og talsverða leiðbein- ingu um lífstrúa viðleitni, sem verða mætti að liði bæði mér og þér. Þá sneru þeir aftur. Hverjir sneru aftur og hvert sneru þeir? Það voru lærisveinarnir, sem sneru aftur, og þeir sneru til Jerúsalem, þar sem þeir meðtóku gjöf heilags anda. Og í text- anum segir: „Og er þeir voru inn komnir, þ.e.a.s. inn í Jerúsalem, fóru þeir upp í loftstofuna, þar sem þeir héldu til." , í þessari stuttu málsgrein sögulegr- ar frásagnar mæta oss tvö orð, sem hvort um sig eru þess verð að veita þeim athygli. Fyrra orðið er Jerúsal- em. Hvaða tilfinningu vekur þetta ævaforna borgarheiti í brjóstum vor- um? Þetta nafn og önnur kunn nöfn N.T. slá á strengi trúartilfinninganna í brjósti voru. Og Jerúsalem hefur alla tíð verið mér hið mikla tákn trúarinn- ar. Fyrst og fremst reis musterið þar, það, er Jesús gleymdi sér í barn að aldri. Þar var hin fullkomna guðsþjón- usta Gyðinga framkvæmd. Þar starf- aði Jesús síðustu daga lífs síns. Og við Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Jerúsalem reis Golgatakrossinn, en á honum var hinn mikli sigur unninn, er hinn heilagi erindreki Guðs lét líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. — Og í Jerúsalem kom heilagur andi yfir postula hans, sá máttugi kraftur gagn- tók þá þar, að þeir reyndust færir um að hrinda af stað þeirri hreyfingu, sem nefnd hefur verið kristin kirkja. Frá Jerúsalem hefur því streymt ómæl- andi trúarmáttur út yfir jörðina, það er því ekki að ástæðulausu að Jerúsal- em sé skoðuð hið mikla tákn trúarinn- ar á jörðu. Hitt orðið, sem fyrir kemur í text- anum er loftstofan. Það er sagt, að er þeir voru komnir inn(í Jerúsalem) hafi þeir farið upp í loftstofuna, þar sem þeir héldu til. Hver var þessi loft- stofa? Víst má telja að hún sé sama herbergið og í guðspjöllunum er kall- að loftsalur. Og þaðan er þessi salur kunnur orðinn, að þar dvaldi Jesús síðast í húsum inni með lærisveinum sínum, þar gaf hann þeim tákn þjón- ustunnar, er hann þvoði fætur þeirra. Og þar neytti hann með þeim páska- máltíðarinnar. Þar mælti hann við orð- in ógleymanlegu: „Fyrir yður gefinn, fyrir yður úthellt til fyrirgefningar syndanna." Það eru því tvö sterk trúartákn, sem mæta oss í orðum textans í dag. En hvers virði er þessi skýrsla, þessi frásögn fyrir nútímamanninn, fyrir þig og fyrir mig? Ef ég á að svara því, áskil ég mér réttinn til að leggja áherzlu á orðin: Þá sneru þeir aftur. Þetta stafar af því, að mér finnst í mörgu tilliti sérstaklega táknlegtfyr- ir þjóð vora og heiminn í heild, að þörf sé að snúa aftur, ganga ekki lengra á hálli braut. Það er þó ekki svo að skilja, að ég viti ekki að á fjöl- mörgum sviðum hafa framfarir orðið miklar, já, undraverðar hin síðari ár. Tækninni fleygir fram til hagsældar fyrir marga. Þrekvirki hafa verið unn- in á mörgum sviðum, einnig hér hjá oss. Og þessari framsókn mannsins verður haldið áfram, þá för stöðvar enginn, né má stöðva. En þrátt fyrir þetta ber oss þó á mörgum sviðum að staldra við og snúa aftur. í hinum

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.