Eining - 01.08.1963, Side 2

Eining - 01.08.1963, Side 2
2 EINING mikla hraða og umsvifum nútímans erum vér að glata mörgu af því bezta og dýrmætasta, sem vér eigum og hlut- um, sem dýran arf frá forfeðrum vor- um. Af þessu skapast upplausn og ringulreið á mörgum sviðum. — Eitt af því dýrmætasta, sem vér erum að glata er hinn trúarlegi arfur. — Trú- aráhuginn fer dvínandi hjá þjóð vorri og raunar mörgum fleiri þjóðum, það er samdóma álit allra, sem um þessi mál fjalla. Þetta þarf ekki að rök- styðja, þetta er öllum ljóst. En margir eru þeir, sem ekki gera sér grein fyrir því, hve miklu vér glötum með slíku, og til eru þeir menn, sem vilja kasta guðstrúnni eins og slitnu fati, sem hætt er að nota og þarflaust að nota lengur. Ég sagði áðan, að upplausn fylgdi þar í kjölfar, sem trúnni er kastað. Þetta væri auðvelt að rökstyðja með fjölmörgum dæmum. Fyrir skömmu barst mér í hendur grein, sem kemur inn á mál þessu skyld. Þar segir m.a. eitthvað á þessa leið: Kennari átti nýlega tal við verka- mann í höfuðborg vorri, sem var að vinna við að breyta og brjóta niður hluta af nýlega byggðu húsi, sem þótti víst ekki nógu nýtízkulegt. Hann sagði: Hversvegna eruð þið, mætu menn að brjóta þetta niður alveg nýsmíðað? Aðrir mætari en við skipa svo fyrir, sagði hinn. Hér ræðir aðeins um and- artak úr daglegu lífi. Augnabliksmynd af ráðleysi og óhófi hákröfunnar. Vér brjótum niður annað og meira, það sem dýrmætara er en steyptir veggir, jafnvel þótt nýlegir séu. Taugar barna og svefnfrið brjótum vér niður, ef trúa má orðum lækna, með kvik- myndum, útvarpi, sjónvarpi, þar sem vel er að verki verið og hákröfum skemmtanalífs er fullnægt. Vér troðum ýmsum góðum siðum í börnin á heim- ilum og í skólum, en troðum svo sömu siði niður í skemmtanaiðnaðinum og skemmtanalífinu. \ Þannig segir m.a. í hinni athyglis- verðu grein. Og ég spyr, hvert stefnir? Ber oss ekki að snúa aftur? Um hákröfu skemmtanalífsins vil ég ræða nokkru nánar, því að henni er nátengt mesta vandamál vor íslend- inga í dag, áfengisbölið. Það vantar sízt þær raddir, sembót vilja mæla áfenginu og reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að það sé hvorki svo hættulegt né skaðlegt sem af er látið. Þessir menn segja: Áfengi á að nota í hófi, það gera allar menningarþjóðir og allir siðfágaðir menn.“ Áfengið er hinn bezti gleði- gjafi ef þess er neytt með skynsemi og hófsemd. Áfengið á ekki, og þarf ekki að vera bölvaldur, heldur er það hreinustu „guðaveigar" ef svo ber undir. Allar hinar dökku myndir, sem templarar mála af þessu böli eru öfgar og út í hött, enda eru templarar öfga- menn í vonlausri baráttu! Sá hópur er alltaf fjölmennari, sem þannig hugsar og talar. Og ég spyr, á þetta sjónarmið rétt á sér, eiga skoð- anir þeirra, sem svo mæla, við rök að styðjast? Eiga forsvarsmenn hóf- drykkjunnar rétt á því, að mál þeirra sé hlýtt? Ég vil leitast við að svara því með örfáum orðum. Þessir forsvarsmenn hófdrykkjunnar tala gjarnan um drykkjumenningu — „kúltúr“, jafnvel siðfágun, og gleði, umfram allt gleði! 0g ég spyr: Hvar hafa menningar- áhrif orðið ríkari, þar sem áfengi er haft um hönd? Fæst aukin siðfágun við áfengisneyzlu? Hefur áfengið skap- að hina sönnu, varanlegu gleði? Hvar hefur það orðið gleðigjafi í þess orðs eiginlegu merkingu? í einu orði: Hvar hefur áfengið orðið til góðs? Það vill svo til að ég hef fyglst all náið með fréttum dagblaðanna um slysfarir, óknytti og glæpi, semframd- ir hafa verið hér á landi á undanföm- um árum, og ég fullyrði að um 90% af þeim hafa beinlínis eða óbeinlínis orð- ið af völdum áfengisneyzlu, þessar „guðaveigar,“ hafa verið þar með í verki af níu tilfellum af hverjum tíu. Og þrátt fyrir þetta halda menn á- fram að mæla áfengisneyzlunni bót, og telja hana skaðlitla og í sumum til- fellum nauðsynlega fyrir þjóð vora. Ég held að það sé fyllilega mál til þess komið, að augu almennings á Is- landi fari að opnast fyrir því gífur- lega böli sem af áfengisneyzlu stafar á fjölmörgum sviðum þjóðlífs vors. Það er vonandi að þjóðin hafi rumsk- að við frásagnimar um „Þjórsárdals- förina“ frægu, og óski þess, að slíkt endurtaki sig ekki. Ég held, að það sé mál til komið að þjóðin snúi við á hálli braut. Ef einhver er hér, sem enn hefur ekki skipað sér undir merki bindindis- manna, vil ég segja þetta: Gerðu það sem fyrst, jafnvel þótt þér finnistþess ekki þörf, þín vegna, gerðu það vegna bróður þíns, vegna barnsins þíns, vegna framtíðar íslenzku þjóðarinnar. Ef vér, sem eldri erum og reyndari, viljum ekki sjálf spyma við fótum og vera sannir leiðbeinendur fyrir æsk- una í þessum efnum, þá er ég þess fullviss að fjölmargar „Þjórsárdals- ferðir“ verða famar á komandi árum, þá bíða upplausnartímar þjóðar vorr- ar, sem hljóta fyrr eða síðar að leiða yfir hana það böl, sem er þyngra en tárum taki. „Hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt fær ekki stað- izt.“ Hér er mikil alvara á ferðum, meiri alvara en flestir gera sér ljóst. Hér sannast orð frelsarans eins og jafnan: „Sá, sem ekki er með mér er á móti mér, sá, sem ekki saman safnar með mér hann sundurdreifir.“ Og hver ber ábyrgðina á afvega- leiddri og spilltri æsku? Fáir vildu sjálfsagt taka þá ábyrgð á sínar herð- ar. En ég segi: Hver annar en sá, sem gefið hefur henni fordæmið og mögu- leikana til svalls og óreglu. Skuld þeirra, sem áfengis neyta er stór, stærri en þeir gera sér ljóst. Með for- dæmi sínu gefa þeir hinum gálausa æskumanni kærkomið tækifæri til að réttlæta sjálfan sig og segja: „Þetta sama gera hinir ráðsettu borgarar, þeir menn og þær konur, sem ég lít upp til og vil líkjast." Og við þann, sem ekki vill styðja starf templara og annarra bindindis- manna vil ég segja þetta: Viltu stuðla að því að æsku þessa lands sé safnað saman undir merkjum göfugra hug- sjóna, sem bæta vilja mannlífið og fegra, fækka slysum, glæpum og tár- um, eða viltu sundurdreifa, senda æsk- una aftur í nýja og nýja „Þjórsár- dalsför" með öllum þeim afleiðingum, sem því hljóta að fylgja. Viltu vita barnið þitt með í slíkri för, eða viltu vita það undir merkjum þeirra, sem vilja heill þess og gæfu. Ertu með eða á móti? Það er mál til þess komið, að allur íslenzkur almenningur spyrni við fót- um og snúi við á för svefngöngu og sinnuleysis og jafnvel samstöðu við ó- sómann, það er mál til þess komið, að íslenzkir forráðamenn sjái sóma sinn á því að útiloka áfengisneyzlu úr öll- um opinberum samkvæmum, og reyni í hvívetna að vera til fyrirmyndar. Vér þurfum öll að vinna að því göfuga markmiði að ala upp heilbrigða, þrótt- mikla og bindindissama æsku. Er ekki mál til þess komið, að niður verði lögð drykkjusamkvæmi heilla héraða, sem nú tíðkast allvíða undir ýmsum snotrum nöfnum? Og skörin er farin að færast upp í bekkinn þegar slík samkvæmi eru svo mynduð og myndirnar birtar í víð-

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.