Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 3

Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 3
EINI NG 3 Stórstúkuþingið 1963 lesnum vikublöðum, eins og gerðist nú í vor. Og ég spyr: Eru slíkar mynd- ir birtar til eftirbreytni eða til viðvör- unnar? Ef þær eru birtar til viðvör- unar þyrftu nokkur varnaðarorð að fylgja. Mér er nær að halda að svo sé ekki. Það er alltof algengt að sjá myndir, jafnvel úr virðulegum sam- kvæmum þar sem gestir eru með vín- glös á lofti. Og hvað hugsar svo æsku- maðurinn, sem sér þessar myndir? Eitthvað þessu líkt: „Það væri gaman að vera í sporum þessa fína fólks!“, og við fyrsta tækifæri reynir hann að líkja eftir því. Er ekki mál til þess komið, að fækka en ekki fjölga vínhúsum þessarar borg- ar og þessa lands? Einhver komst svo að orði í útvarp- inu í fyrra, að það mætti með sanni segja í Reykjavík, að nýr skemmti- staður, nýtt danshús, nýtt vínhús væri opnað með hverju nýju tungli, og víst er um það, að hér hafa þau sprottið upp eins og illgresi. Og það vantar sízt dýrðina: Fimmtíu mismunandi réttir og annað eins af af mismunandi vín- tegundum, tugir þjóna, troðfull hús af prúðbúnu fólki, sem þangað leitar flest til að dýrka „drykkjumenntina," bæta við einni kvöldstund af gleði, falskri gleði. Og ég spyr. Er þetta menning? Er þetta það sem íslenzku þjóðina vant- ar? Er þetta hinn rétti skóli fyrir æskulýð vorn? Norður á Siglufirði gengust nokkur menningarfélög fyrir því í vetur, að opnað var glæsilegt æskulýðsheimili, þar sem æsku bæjarins var gefinn kostur á að eyða tómstundum sínum við heilbrigð viðfangsefni án tóbaks og víns. Eitthvað þessu líkt er það sem koma skal og verður að koma. Heill og velferð íslenzkrar æsku er í veði. Vér hin eldri verðum að leiða hana á rétta braut, og það getum vér aðeins gert með góðu fordæmi voru.. Mér hefur að vonum orðið tíðrætt um áfengisvandamálið, þar sem þessi guðsþjónusta er upphafa þeirra sam- funda, sem vér templarar eigum á stór- stúkuþingi voru. — En enginn skyldi þó skylja mál mitt svo, að ég álíti, að öllu sé borgið, ef áfengið er útlægt gert, og að sá sé hólpinn orðinn, sem afneytar því. Fjarri fer því. Vér þurfum á fleiri sviðum að snúa aftur, eins og ég lítil- lega minnti á hér að framan. Vér þurf- um að snúa aftur á braut sinnuleysis um andleg mál, mál málanna kristin- dómsins. Vér þurfum að spyrja oss »ETTA var 62. þing Stórstúku íslands, háð í Reykjavík dagana 20.-22. júní sl. Þingið var all- fjölsótt og var salur Góðtemplarahúss- ins þéttsetinn, þegar flest var. Á undan þingsetningu messaði séra Ragnar Fjalar Lárusson, prestur í Siglufirði. Guðsþjónustan fór fram í Dómkirkjunni. Ræða prestsins var á- gæt og mun blaðið birta hana. Strax eftir messu, eða klukkan 11 árdegis, setti stórtemplar, Benedikt S. Bjarklind, lögfræðingur, þingið. Þing- störf fóru svo fram með venjulegum hætti, embættismenn stórstúkunnar lögðu fram skýrslur sínar: stórtempl- ar, fræðslustjóri, gæzlumaður löggjaf- arstarfs, gæzlumaður unglingastarfs (barnastúkanna), ritari, gæzlumaður ungmennastarfs (Isl. ungtemplar). All- ar þessar skýrslur birtast í þingtíð- indum og nokkrar fleiri, svo sem skýrsla regluboðans, skýrsla um bóka- sjálf, hvort vér eigum það líf með Guði, sem vér þörfnumst og eigum að lifa. Og ef til vill er það eina örugga leiðin til vaxtar og þroska á siðferðis- sviðinu, að eiga innilegt og traust sam- félag við Guð í bæn og trú. Leitið fyrst guðsríkis, segir Jesús, þá mun allt annað veitast yður að auki. Kæru vinir. Það hlýtur því að vera brennandi spurning hvers manns, sem telur sig kristinn og vill vera það, þessi spurning: Á ég hið lifandi sam- félag við Guð í Jesú Kristi? Hefur Jesús lagt í sálu mína frækorn hinnar lifandi trúar? Hef ég af hjarta gef- izt honum, snúið á brautina til hans? Orð textans sögðu: Þá sneru þeir aftur. Postulamir sneru aftur til Jerúsal- em og loftstofunnar, sem var þeim tákn trúar og siðgæðis. Vér þurfum einnig að snúa aftur til trúar og sið- gæðis. íslenzka þjóðin þarf að snúa aftur, hún þarf að snúa frá hákröfunni og hinni margháttuðu spillingu, sem af henni leiðir. hún þarf að snúa frá há- kröfu skemmtanalífs og áfengisneyzlu, snúa aftur til guðstrúar og siðgæðis. Vér vonum og biðjum að svo megi fara. Þá mun blessun Guðs hvíla yfir störfum hennar og björt framtíð bíða hennar. safnið, skemmtistarfsemi, söngkór templara, um tómstunda starfsemi templara í Hafnarfirði, frá umdæmis- stúku suðurlandsumdæmis, frá Þing- stúku Reykjavíkur, Barnaheimili templara að Skálatúni, um starfsemi Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarð- ar 1962, og frá hinu ágæta æskulýðs- heimili temlara á Akureyri. Þótt siðbótarstarf, líkt og bindindis- starfsemin, verði nú að sækja gegn fallþungum straum aldarfarsins, sem magnaður er fremur anda efnishyggju, nautna, makinda og léttúðar en hug- sjóna, verður því ekki neitað að víða er allmikið unnið og vel unnið að bind- indismálum og öllu siðbótarstarfi, og árangurinn áreiðanlega oft miklu meiri, en á yfirborðinu liggur. Ein háskalegasta meinþróunin ersú, þegar hin eftirsótta og lofsverða vel- gengni blindar menn svo, að þeir hætta að sjá neyðina. Þá stökkva menn ekki fullir áhuga í björgunarbátana — hópast ekki í góðtemplarastúkur né önnur bindisfélög, þó er alltaf ein- hver liðssöfnun hér og þar. T.d. getur stórtemplar þess í skýrslu sinni, er hann greinir lítilsháttar frá heims- þingi templara (hástúkuþinginu) í Osló 1962, að félögum góðtemplara- reglunnar um heim allan hafi fjölgað um 8566 frá því er síðasta hástúku- þing var háð 1958. Hér á landi hefur fjölgunin aðallega orðið í barna- og unglingastúkunum, og eru bamastúk- umar nú 65 og félagar þeima 7095, þar af eru 750 eldri en 14 ára og 350 bamastúkufélagar eru í undirstúkum (ættu að heita aðalstúkur en ekki und- irstúkur)1. Á þinginu urðu auðvitað miklar um- ræður um áfengismálin og bindindis- starfið, og allmargar tillögur og álykt- anir frambomar, t. d. ein um það, sem stórstúkan og góðtemplarareglan í heild hefur krafizt um langt skeið, að ung- mennum verði gert erfiðara um áfeng- iskaup og áfengisneizlu á veitinga- stöðum með því að skylda þá til að bera vegabréf — aldurskírteinni. Slíkt myndi þó ekki leysa vandan til fulls, en þess er að vænta, að viðburðir síð- ari ára, svo sem í Þjórsárdal og víðar, verði til þess að opna augu stjórnar- valdanna fyrir því, að slíkir atburðir megi ekki endurtakast. Orsaka vandræðanna er skammt að

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.