Eining - 01.08.1963, Side 4

Eining - 01.08.1963, Side 4
EINING leita. Þar er um að ræða óheppilegt og rangsnúið viðhorf stjómarvalda, ráðamanna í þjóðfélaginu og mikils hluta almennings til þessara mála, á- samt fullkomnu ábyrgðarleysi stjórn- arvalda um að neyta þeirrar aðstöðu, sem felst í landslögum um eftirlit með sölu áfengis og margvíslegt annað að- hald. Verði ekki gagngerðar breytingar á afstöðu stjórnarvalda og annarra ráða- manna þjóðfélagsins í átt til menn- ingarlegri framkvæmda í málum þess- um, hlýtur alþjóð að fallast á, að þá sé aðeins um eina leið að velja, þá leið sem stórstúkan hefur oft bent á og bendir á enn, — algert áfengisbann. Ákveðið var á þinginu að næsta stórstúkuþing skyldi háð á Akureyri, m.a. í sambandi við 80 ára afmæli reglunnar, en þar var hún stofnuð upphaflega hér á landi. Nokkur breyting varð á fram- kvæmdanefnd stórstúkunnar. Stór- templar, Benedikt S. Bjarklind, var endurkosinn. Aðrir í framkvæmda- nefndinni eru þessir: Kanslari, Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastj. Hafnarfirði. Varatemplar, frú Sólveig Jónsdóttir, Reykjavík. Ritari, Kjartan Ólafsson, verzlunar- stjóri, Kópavogi. Gjaldkeri, Jón Hafliðason, fulltrúi, R. Gæzlumaður ungmennastarfs, Einar Hannesson, fulltrúi, R. Gæzlumaður löggjafarstarfs, Sveinn Helgason, stórkaupmaður, R. Fræðslustjóri, Magnús Kristinsson, rafvélav.m., Akureyri. Kapelán, frú Þóra Jónsdóttir, Siglu- firði. Fregnritari, Njáll Þórarinsson, stór- kaupmaður, R. Fyrrv. stórtemplar, séra Kristinn Stefánsson. Heiðursfulltrúi er Jóhann ögmundur Oddsson, fyrrv. ritari Stórstúku Is- lands um áratugi. GESTIR ÞINGSINS Þinginu veittist sú ánægja að veita móttöku tveimur merkum gestum, og fá góða og ærið sérstaka kveðju frá hinum þriðja, sem vegna dvalar um það leyti á öðrum landsfjórðungi var fjarverandi. Sá var Jóhann Th. Beck, frá Winnipeg í Manitoba, Canada. Jó- hann Beck var einn hinna traustu fé- laga reglunnar á meðan ísl. stúkurnar störfuðu í Winnipeg. Hann flutti góð- ar kveðjur og færði stórstúkunni tíu þúsund króna gjöf frá reglufélögum í Winnepeg, af því fé, sem þeim áskotn- aðist, er þeir seldu templarahúsið þar í bæ. Jóhann er eins og bróðir hans, dr. Richard Beck, óbrigðull unnandi bindindismálsins. Þau hjónin voru í stóra hópnum, sem heimsótti ísland að vestan í sumar. Annar gestanna á stórstúkuþinginu var Karl Winnberg frá Svíþjóð. Hann hefur áður heimsótt ísland og að þessu sinni kom hann nokkru fyrir þingið og sat það að mestu leyti, flutti góðar kveðjur og fréttir af starfi reglunnar víða um lönd, en í þeim málum er hann margfróður og margreyndur, var um langt skeið fram- Benedikt S. Bjarklund kvæmdastjóri Stórstúku Svía, vann þar mikið og áreynslusamt verk. Hann er þrekmenni og ágætur skipuleggjari og hefur því verið verkmikill og ráða- góður. Fyrir nokkru var hann svo kjör- inn framkvæmdastjóri Norræna góð- templararáðsins, en þetta ráð er sam- starfstæki allra stórstúkna Norður- landa. Hinn gesturinn var Bandaríkjamað- ur, Winton H. Beaven, heimspekidokt- or og menntaskólakennari — Dean of Academic Administration, Columbia Union College. Hann hreif allan þing- heim með sinni afburða snjöllu ræðu, sem er því miður ekki til skrifuð, því að engan snepil hafði hann handa á milli, en svo lifandi og fróðleg var ræða hans, að sumir tilheyrendanna sögðust aldrei gleyma henni. Jón Jóns- son, kennari S. D. Aðventista, var túlk- ur hans og tókst honum ágætlega að halda anda og krafti ræðunnar. Dr. Beaven ferðast á sumrum, end- urgjaldslaust, víða um lönd og skipu- leggur sumarnámskeið hér og þar, eins konar vísindaleg þing um áfengismál og er sú starfsemi á vegum hinnar alþjóðlegu áfengisvarnastofnunar í Washington — International Comm- ission for the Prevention of Alcohol- ism. Hann hafði góð orð um að senda ritstjóra Einingar nokkur skýrslubrot úr ræðu sinni, en bindindisstarfsemina hefur hann kynnt sér allrækilega í mörgum löndum. Frakka sagði hann einu þjóðina á Vesturlöndum, sem sýnt gæti verulega minnkandi áfengis- neyzlu, og lýsti átökum stjórnarvalda landsins við ofdrykkjuna. Hvergi væri meiri og betri bindindisfræðsla í skól- um, sagði hann, en í Svíþjóð, en hvergi drykkjuskapur meðal ungmenna meiri en þar. Athugunarefni fyrir þá, sem oftrú hafa á fræðslunni. Það er ekki þekking, sem mennina skortir fyrst og fremst, heldur siðferðilegur styrkur. Áfengisneyzlan er fyrst og og fremst löstur, en öll mannkynssagan sannar, hve þekking er máttvana gagnvart löstum manna á ýmsum sviðum, og er það alkunna, að lærðir menn og hátt- settir hafa ekki verið neinir eftirbátar í svalli og alls konar ósiðsemi. Dyggð- in er ávöxtur máttugrar og umskap- andi trúar, en spillt aldafar þrífst bezt á tímum vantrúar og guðleysis. Guðs- hyggjan ræktar guðseðlið í mannin- um. Þar í liggur sigurinn í átökunum við dýrseðlið, sem við mennimir höf- um einnig hlotið í vöggugjöf. Mann- dómurinn er sigurinn yfir því. Eining mun geta nánar erindis dr. Beavens. -k -jC -K „Meinlausa ölið“ Okumaður í Oslo drakk slurk af öli, ók svo á 50-60 km hraöa. Kom þá í ljós eins og vísindalega er sannaS, aS áfengið sljóvgar mann. Ökumaðurinn tók of seint eftir tálm- unum á götunni, sveigði skvndilega til liliðar, lenti með allan bílinn uppi á gangstétt og drap þar aldurhniginn mann, sem var ágangi ásamt konu sinni. I sömu borg var yfirlögrcgluþjónn dæmdur nýlega í mánaSar fangelsisvist fyrir ölvun við akstur, hafSi lent í árekstri.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.