Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 5

Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 5
EINI NG 5 SUMARMÁL Ritstjórn blaðsiðunnar: Guömundur hcrarinsson og Einar Hannesson. Svipmyndir frá Norðurlandamóti ungtemplara í Kolding 1963 St.Nicolai-kirkjan í miðri Kolding er þéttsetin fólki frá öllum Norðurlönd- um. Hljóð eftirvænting fyllir hugina, og veldur þægilegri spennu innan þess- ara 700 ára gömlu veggja. Þjóðsöngvar Norðurlandanna allra eru leiknir hver af öðrum. Og nú opn- ast aðaldyrnar skyndilega og inn eftir gólfinu líða tveir fánar. Allir rísa úr sætum. Þetta eru mótsfáninn rauður og gylltur og hvítur fáni Islenzkra ungtemplara borinn af íslendingi, Jó- hanni Ámundasyni Nielsen frá Reykja- vík. Kannske hafa ísland og Danmörk ekki verið betur tengd í hugum fjöld- ans en einmitt þarna í vitund fólksins suður undir landamærum Þýzkalands,. og það er sameiginleg barátta æskunn- ar fyrir afnámi þessa böls og þeirrar hættu, sem áfengisnautnin er, sem tengir þjóðirnar saman, æskulýð- urinn gengur fylktu liði inn í helgi- dóm framtíðar og fortíðar, minninga og vona sér til heilla. Við borð í húsi KFUM í Kolding situr hópur af ungu fólki. Þar eru fyrst og fremst fulltrúar allra Norð- urlanda, en sá, sem stjómar er frá Belgíu, varaformaður hins nýstofnaða heimssambands æskunnar gegn áfeng- isbölinu. Þarna eru margir þjóðafull- trúar komnir, t. d. ungur Tyrki frá Istambul, ungur Negri frá Kenya, auk Evrópubúa, því að Tyrkland er það naumast. Það er fyrst rætt um sumar- búðastarf í Frakklandi, þá Sviss og Grikklandi. Þessi litla starfsemi, en stóra hugsjón er að leggja undir sig heiminn. Alls staðar er æskan að vakna gegn hættunni, sem er stundum styrj- öldum verri. Allir ræða í bróðemi um ástandið hver hjá sér undir einkunnarorðunum: „Þekking skapar skilning.“ Margt ber á góma, en að einu marki er stefnt: Hvað ber að gera til að bægja hættun- um frá, en móta öryggi og kjark í vit- und unga fólksins. — Allir klappa fyrir þeirri ákvörðun, að næsta mót Norrænna ungtemplara verði á íslandi í júlí 1966. Fögnuður og tilhlökkun virðist ljóma af hverju andliti. Sumir hrópa: Vi sparer i tre ár, sá kommer det. Óskandi að við get- um tekið sem bezt á móti þeim, svo að ísland verði þá land sagna og sólar. Gæti nokkuð fremur en slík ,mót gjört grunninn traustan undir fram- tíðarhöll friðar og frelsis öllu mann- kyni til handa. Þau eru á við þúsund vopnabúr. Árelíus Níelsson * >f * 800 d C 2)cmm örku. Fjórtánda mót Norræna ungtempl- arasambandsins var haldið í Kolding í Danmörku dagana 6. til 11. júlí s. 1. Þing samtakanna var haldið á sama tíma. Fulltrúar íslenzkra ungtemplara á þinginu voru séra Árelíus Nielsson, Kristinn Vilhjálmsson og Gunnar Þorláksson. Mótið sóttu af hálfu ÍUT Svipmynd frá Kolding. — Sune Persson, vinur okkar, rœðir við þel- dökkan ungtemplara frá Afríku. Stúlkurnar frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð fylgjast með. Stjórn Norrœna ungtemplarasambandsins. Sume Persson, ritari, Henry Sörman, formað- ur og Arvid Johnsen, gjaldkeri. 8 félagar, en alls tóku þátt í mótinu 800 þátttakendur frá Norðurlöndun- um fimm. Danmerkurfarar ÍUT létu mjög vel af ferðalaginu, er þeir komu heim. Það hefði verið bæði fróðlegt og skemmti- legt. Undirbúningur og framkvæmd þess hefði tekizt vel. Á þingi samtakanna voru samþykkt- ar breytingar á lögum þeirra. Verður framvegis þriggja manna stjórn í stað framkvæmdastjómar. Sú stjóm ásamt einum fulltrúa frá hverju sambandi myndar ráð samtakanna, sem áðurhét stjóm. Þá er gert ráð fyrir að fram- vegis verði færri fulltrúar á þingum en áður. NÆSTA MÓT Á ÍSLANDI 1966. Ákveðið er að halda næsta mót á íslandi árið 1966, en á því ári verða Framhald á 15. bls. tempíarcunóti uncýlemp

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.