Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 6

Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 6
EINING Vígð ný Skálholtskirkja (r> ögulegur dagur. Mikill og merk- ur viðburður, sem vonandi á eftir að skrá blessunarríkan og gleði- legan kafla í sögu þjóðarinnar. Verði sú framtíðaráætlun, sem Kirkjuráð hefur þegar samþykkt varðandi Skálholt, framkvæmd, er engin vafi á því, að hér er stigið eitt hið mikilvægasta heillaspor í menningarþróun íslenzku þjóðarinnar. Öll var hin mikla vígsluathöfn stór í sniðum og glæsileg,. og gátum við þó, sem utan veggja vorum, ekki notið hennar eins vel og þeir, sem inni voru, meðfram vegna þess, að veður var hvasst og fremur kalt. Hin víðlesnu og rúmgóðu blöð hafa sagt allgreinilega frá allri athöfninni, undirbúningi og framkvæmd, en hér verður þessu lítil skil gerð. Vafalaust geymir Kirkjurit- ið merkustu ræður vígsluhátíðarinnar, ekki síður en ýms fréttablöðin. Kirkjubyggingin sjálf er mikið og veglegt hús, sérstaklega er hún fögur að innan. Ytri svipur hennar er senni- lega eins og hann á að vera, en fríð- ara hús hefur hin forna dómkirkja Brvnjólfs biskups Sveinssonar verið. 1 gerð hennar er samkvæmt myndinni, mjög gott samræmi. Morgunn vígsludagsins, sunnudaginn 21. júní sl., munu margir hafa verið áhyggjufullir varðandi veðrið. Svo var og um suma samf erðamenn mína aust- ur, en ég var hárviss um að rætast myndi úr því. Veðurspáin boðaði rign- inguna undir morgun, en oft kemur það veður, sem spáð er hálfum eða heilum degi fyrr, og svo fór í þetta skiptið. Rigningin byrjaði snemma nætur, jafnvel að kvöldi hinn 20. og síðari hluta nætur rigndi mikið, þótt- ist ég þá viss um að stytta myndi upp þegar kæmi fram á morguninn. Við lögðum af stað klukkan rúmlega 7 árd. frá Reykjavík, og þegar við komum austur að Ingólfsfjalli var hætt að rigna, og rétt áður en vígsluathöfnin hófst, var allur sjóndeildarhringurinn sortaveggur, mistur eða úrkoma, en yfir Skálholti var veðurhimininn opinn og sólin hellti geislum sínum niður á staðinn og úr því gerði rigningin ekki vart við sig. Mannfjöldinn var mikill og bíla- breiðurnar geysivíðáttumiklar, en allt virtist fara fram snuðrulaust og eiga sjálfsagt margir þakkir skilið fyrir mikinn og góðan undirbúning. Viðburðir eins og þessi vekja upp af nýju þá heitustu ósk margra barna landsins,, að þjóðin, sem orðið hefur þeirrar gæfu aðnjótandi að geta reist rismiklar hallir og vígt veglegar menntastofnanir og ný og falleg guðs- hús, verði einnig þeirrar náðar að- njótandi að geta reist það musteri Guðs, sem ekki er með höndum gert, en samfellt af „lifandi steinum," — það er, guðsríkið á meðal vor, andlega lífið, hin máttuga og umskapandi guðs- trú. Sú er mest þörf þjóðarinnar, sannkristin andleg menning, sem ger- ir okkur alla strangheiðarlega og frið- sama menn, sem ekki eiga í stöðugum pólitískum erjum, verkföllum og fé- lagslegum vandamálum. Slíka menningu á hið verðandi menntasetur í Skálholti að rækta, og við það verk eru bjartar vonir margra tengdar. Af mikilli rausn hefur ríkið nú af- hent Skálholt þjóðkirkjunni til eignar og umráða. Mun þar sannast á kirkj- unni, að „maður vex af viðfangsefni miklu." Vissulega ,mun kirkjan og veg- ur hennar allur vaxa af þessu við- fangsefni. Næsta stóra sporið á svo að verða það, að ríkið afhendi kirkjunni einnig Hólastól. Það þarf að gerasem fyrst. Norðlendingum er áreiðanlega trúandi til að gera Hóla að miklu og veglegu höfuðbóli norðanlands. Nágrannaþjóðir okkar hafa sýnt við- reisn Skálholts mikla velvild og rausn og nú síðast með hinni rausnarlegu gjöf frá norsku þjóðinni, hálfri ann- arri milljón ísl. króna, sem norski prseturinn Harald Hope afhenti til hins fyrirhugaða lýðháskóla í Skál- holti. Fór sú athöfn fram er biskup- inn, herra Sigurbjörn Einarsson tók fyrstu skóflustunguna að þeirri stofn- un. -^fiuktun ~-J\irhjuráoó um J^kdinoít Á FUNDI sínum 19. júlí 1963 sam- þykkti Kirkjuráð einróma ályktun þá, sem hér fer á eftir: ; „Kirkjuráð lýtur svo á, að framtíð hinnar íslenzku þjóðkirkju sé nátengd viðreisn þeirri, sem nú er hafin í Skál- holti og telur því að haga beri einstök- um framkvæmdum með tilliti til heild- arskipulags staðarins og þess mark- miðs, að hann verði alhliða menning- armiðstöð og aflvaki í kristnilífi þjóð- arinnar.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.