Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 8

Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 8
8 EINING EINING Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum f járhagsstyrkfrá ríkinu og Stórstúku íslands, kostar 50 kr. árg., 5 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík. Sími: 15956. Cárundvötiur íriSar oa faróœldt ar * il þess að reyna að koma skilningnum á hinni miklu )og eilífu ómælis eind tilverunnar fyrir í höfði sínu, hef ur maðurinn bútað hana niður í marga hluta: Guð og Satan, engla og púka, efni og anda, illan og góðan anda, hægri og vinstri stjórnmálastefnur, rétttrúnaðar- og frjáls- lyndis-guðfræði. Og svo hafa menn háð látlaust styrjaldir um trú, skoðanir,, stjórnmálastefnur, um eignarréttinn og hvern skika jarðar að heita má. Á öllum þessum víglínum hefur hin mannlega árþúsunda orrusta verið háð. Þetta er vissulega efni í mikinn sjónleik og margir hafa spreytt sig á því í ýmsum liðum. Nú virðist friðaráhugi þjóða vera vaxandi. Hann er þó ekki sprottinn eingöngu af manngöfgi, heldur miklu frem- ur af ótta við gereyðingaröflin. í friðarstarfinu hættir mönnum til að byrja frá öfugum enda, og öll siðbót vilja þeir að hef jist í húsi nágrannans en ekki sínu eigin húsi. Sú siðbót ein, sem bjargað getur mannkyninu, verður þó að hef jast fyrst og fremst í lífi mínu og þínu, í okkar eigin húsi. En sökum þess að hún er svo erfið, að hún útheimtir kraftaverk Guðs, kjósa menn jafnan að fitla við hið vanda- minna og ná því jafnan fremur rýrum árangri. Þessi grundvallar sannindi megum við aldrei þreytast að boða. Hinn góði andi — andi Guðs verður að fá völdin í hug og hjarta hvers einstaks manns. Þá fá þjóðir góða leið- toga og valdhafa, og þá fá þær líka frið. Öðruvísi aldrei. Aðeins þannig er unnt að ná fyrir rætur meinanna og sigra hinn vonda anda sundrungar, sjálfselsku og ófriðar. Kenning meistarans, um að maðurinn þurfi að endur- fæðast, er sígild og róttæk. Maðurinn fæðist\sem holdleg lífvera, rétt eins og hver önnur skepna jarðarinnar,, með öllum einkennum og arfi frá dýrs- og villimannsstiginu, fyrst og fremst vel útbúinn með máttuga næringar- og tímgunarhvöt, og henni til fullnægingar svífst hann einskis, ef ekki sérstakt uppeldi kemur til greina og hin önnur fæðing, fæðingin af „andanum." Hin fyrsta fæðing okkar er fyrst og fremst jarðnesk, en til farsællar sambúðar alls mannkyns þurfum við, hver einstakur einn, að fæðast á ný, fæðast andlegri fæðingu, fæðingu hins góða anda réttlætis, sannleika, kærleika og friðaranda Guðs. Með þessari róttæku breytingu á mann- inum, er ekki aðeins tryggður friður í heiminum, heldur og lausn frá mörgu því, sem spillir og eyðileggur líf og hamingju manna, svo sem áfengisneyzlu og öðrum skað- legum lifnaðarvenjum. HVAD SEGJA BLÖDIN? athyglisverðri grein, sem birtist í Vísi, 1. nóv. 1962, eftir Ólaf Gunnarsson, sálfræðing, eru eftirfarandi setningar: „Hér hefur það viðgengizt, að nemendur yfirgefi skóla- lóðir í frímínútum í óþökk kennara og skólastjóra til þess að seðja hungur sitt á sælgæti og gosdrykkjum í næstu búð, sem hefur slíkar vörur á boðstólum. Svo algeng er þessi venja hér, að jafnan mun vera leitað eftir leyfi borg- arráðs til verzlunarreksturs nærri skólum, áður en bygg- ingu þeirra er að fullu lokið og virðist ekki standa á því að slík leyfi séu veitt. Almenningur og yfirvöld leggjast þannig á eitt til þess að gera æskunni kleift að mynda óheppilegar lífsvenjur. Foreldrarnir leggja börnunum til peninga til sælgætis- og gosdrykkjakaupa, en yfirvöldin veita verzlunarleyfin. Við og við koma áskoranir frá ein- staka skóla,, sem óska eftir að ákveðnum sjoppum sé lokað, en slíkar áskoranir eru látnar eins og vind um eyrun þjóta." Margt er svo rætt í greininni, bæði um þetta og fleira, minnst á, að „drykkjulæti og pilluvíma sé farin að trufla geðheilsu unglinga," svo og fræðslulögin og skólafyrirkomu- lag. Niðurlagsorð greinarinnar eru svo þessi: „Þeir, sem eiga börn á æskuskeiði og láta sig framtíð þeirra einhverju varða, geta ekki unað við þetta ástand lengur. Yfirvöldin geta ekki sóma síns vegna horft upp á drykkjuskap og pilluát unglinga án þess að hafast eitt- hvað að, og það verður að byrja á byrjuninni. Það verður að viðurkenna, að uppeldi þjóðarinnar er í molum og það og það verður að fela færustu og beztu mönnum, sem völ er á að byggja það upp." Tala hinir sérfróðu menn fyrir daufum eyrum þjóðar- innar, eða verður myndarlega á málinu tekið? Boðskapur vínsölunnannsins Árið 1962 var hér á ferð hollenskur vínsölumaður, sem starfar hjá fyrirtæki, sem selur allmikið vín hingað til landsins. Vísir birti viðtal við hann 14. ágúst 1962. Þar koma fyrir þessar setningar: „Ég er mjög hraustlegur í útliti. Ég er við hestaheilsu, þó að ég hafi alla tíð drukkið meira eða minna. Það hefur aldrei gert mér neitt, nema síður sé. Ég álít að vín gerí engum manni illt, ef það er notað í hófi." Þetta er boðskapur vínsalans til uppvaxandi æskumanna. Það er þó margsannað, að menn, sem drukkið hafa öl og vín „í hófi" sem kallað er, hafa þó brunað af stað góðglaðir í bifreið sinni og valdið svo dauðaslysum. Það er ósköp auð- velt að flagga sí og æ með þessu litla orði „ef, ef," en í reyndinni kemur það oftast að litlu gagni. Auk þess stang- ast þessi fullyrðing vínsalans um skaðleysi vínsins á við allar vísindalegar rannóknir í þeim efnum og reynslu þjóða einnig. STJORNI EKKI HINIR RETTLATU HEIMINUM, ÞA STEYPA HINIR RANGLATU HONUM í GLÖTUN.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.